Berlín!

Þá er ég komin til Berlínar og þvílíkt menningarsjokk! Kom hérna á föstudaginn með stærstu og þyngstu ferðatösku sem að sögur fara af plús tvær litlar töskur og náði að druslast með þetta allt saman í gegnum stærstu lestastöð sem að ég hef á ævi minni séð og beint í leigubíl. Ég hitti á þvílíkt skemmtilegan bílstjóra og hann sagði ég mér sögur frá öllu um allar byggingar og götur sem við keyrðum framhjá. Kom síðan í götuna mína sem er rosalega kósí og fín hliðargata í Prenzlauer Berg hverfinu. Hitti konuna sem ég bý hjá í hálftíma en síðan sagði hún bara bless og fór í helgarferð til Hamburga. Hún skildi mig því bara eftir í íbúðinni sinni og hún kemur ekki aftur fyrr en á morgun. Íbúðin er ein kósíasta íbúð sem ég hef komið í. Er ótrúlega ánægð með allt saman.

Hins vegar á föstudaginn fékk ég alvarlegt menningarsjokk. Að fara úr sveitinni og mæta hingað í stórborgina er fáránlegt. Að labba einn daginn innan um beljur og kindur og þann næsta á milli bíla og fólks.. Það er smá skrítin tilfinning. Síðan er veggjakrot eða götulist út um allt, á öllum veggjum, staurum, kössum, gluggum, gangstéttum, borðum, stólum og ég veit ekki hvað og hvað. Út um allt. Borgin sjálf finnst mér síðan einkennast rosalega af stanslausri uppbyggingu en það er ennþá verið að gera upp eftir fall Berlínarmúrsins. Fólkið hérna er mjög passasamt og er ekki mikið að hleypa útlendingum að sér en það er held ég bara hluti af menningunni. Ótrúlegt líka hvað það er ennþá mikill munur á vestur og austur Berlín. Bæði hlutlæga og huglæga menningin! Kom mér rosalega á óvart. 

Annars er ég búin að labba um alla Berlín núna um helgina og lappirnar á mér eru gjörsamlega búnar. Er samt búin að sjá allt þetta merkilega eins og til dæmis Brandenburger Tor, Reichstag, Berliner Dom, torgin og lengi má telja. Einnig er ég búin að fara á litla markaði þar sem ég gæti verið endalaust að skoða og horfa!

Síðan var fyrsti skóladagurinn í dag. Skólinn kom mér skemmtilega á óvart og ég er mjög sátt. Við erum 4 í mínum bekk s.s. ég, pólsk stelpa, spænsk stelpa og tyrknesk stelpa. Kennarinn okkar er rosalega hress og skemmtilegur og ég er mjög ánægð með hann. Þægilegt að vera í svona litlum hóp því að þá fáum við svo mikla og góða hjálp. En í dag vorum við eiginlega mest að kynnast hvort öðru og svona því við eigum nú eftir að vera saman á nánast hverjum einasta degi næstu 4 vikurnar. Síðan fékk ég heimavinnu og ég fékk eiginlega sjokk. Ég á sem sagt að skrifa texta um þann mun sem er á vestur og austur Berlínarbúum í dag. Síðan á ég líka að gera verkefni í vinnubók sem að við fengum. Frekar mikið fyrir fyrsta dag en mér finnst það bara gaman :D

 Annars er ég rosalega ánægð að vera loksins búin að hitta Silju vinkonu mína. Það mætti alveg kökkur í hálsinn og tárin voru að reyna að brjótast fram af gleði.. Við vorum síðan saman alla helgina að labba og fylgdumst líka með maraþoninu sem var í gangi. Rosalega stór viðburður og eeeendalaust af keppendum allt frá atvinnuhlaupurum til fólks í búningum, sáum meirað segja einn kall í kúlu og það var ógeðslega fyndið. Síðan er ég líka búin að hitta hann Eika, bróðir Óskars, og hann er búinn að sýna mér aðeins hvernig hverfið mitt er og sýndi mér síðan skrifstofuna sína og svona í dag. 

Annars er ég svona til að byrja með bara rosalega sátt. Berlín er samt einhvern vegin allt örðuvísi en ég átti von á. Þetta er ekki falleg borg að mínu mati en menningin bjargar því algjörlega.

Ég þarf hins vegar að fara koma mér í að læra.. Þannig ég segi ykkur meira seinna :D

 

Berlínarkveðjur,

Ásta Hulda 


Er að fara úr sveitinni á morgun!

Rosalega líður tíminn hratt! Ég er búin að vera í Austurríki núna í næstum 4 mánuði og þegar ég hugsa til baka finnst mér þetta miklu styttri tími en ég bjóst nokkurn tíman við. Síðasti dagurinn minn er næstum búinn, er búin að kveðja alla nema familíuna og er nánast búin að pakka fyrir Berlínarför mína. Mér líður rosalega skringilega núna eitthvað, er leið yfir því að vera fara en rosalega spennt yfir því að fara til Berlín. Hvernig tilfinning er það eiginlega? Spennuleiði, leiðindaspenna, sorgarspenna, sorgargleði, gleðisorg! Hef ekki hugmynd en þetta er allavega mjög skrítið allt saman. 

Fór í gær að borða með vinkonum mínum, vorum 10 talsins! Það var rosalega kósí og við borðuðum á okkur gat. Síðan gáfu þær mér risamyndaramma með myndum af sér til að ég myndi alveg örugglega ekki gleyma þeim, síðan fékk ég eitthvað smotterí með. Rosalega skemmtileg überraschung (íslenski orðaforðinn minn er horfinn, er búin að hugsa í svona 5 mín orðið yfir surprise eða überraschung, einhver má endilega benda mér á íslenska orðið). En já það var allavega rosalega gaman í gær en erfitt að þurfa kveðja. Kvaddi samt bara helminginn í gær! Fínt að skipta hópnum upp og svona, þurfti því ekki að kveðja alla í einu.. Kvaddi síðan restina af hópnum í dag. Það var rosalega erfitt! Ennþá eru þó ekki komin tár hjá mér en ég býst við því að það verði algjört táraflóð á morgun þegar ég kveð oma og opa. Veit alveg að ég á eftir að koma aftur en samt er alltaf erfitt að kveðja eftir svona langan tíma, held að það sé bara eðlilegt!

Annars veit ég eiginlega ekkert hvað ég á að gera núna. Er eiginlega búin að öllu. Taskan mín er náttúrulega útsprengd af fötum og öðru dóteríi, og athugið að ég skil samt eftir bunka af fötum og tvenn skópör! Vonandi er það ekki of mikið fyrir þig, Helmut, til að druslast með heim! Helmut kemur nefnilega á laugardaginn ( daginn eftir að ég fer) til að hjóla og leika sér. Málið er hins vegar að Helmut ferðast, eins og mamma kallar það, travel light! En ef hann mætti ráða öllu færi hann helst bara með einar nærbuxur og bol til skiptana en ég held að mamma laumi alltaf einhverju fleiru ofan í töskuna hans. Þannig ég held að Helmut þurfi núna að ferðast með mesta farangur sinnar lífstíðar, allavega heim :D Nei ok þetta er nú ekki það mikið...

 Ég er búin að kaupa flug heim! Kem heim sunnudaginn 26. október eftir hádegi. Þannig að þeir sem að eru alveg desperate að sjá mig geta hitt mig um kvöldið :D Veit allavega um 5 manneskjur sem geta ekki beðið.. En ekki láta ykkur bregða, það er ekki bara taskan sem er nokkrum kílóum þyngri!! Ég er líka að spá í að taka áhættu og fara í klippingu í Berlín og það er aldrei að vita hvernig maður kemur út úr því.. Ætla samt bara að sjá til, er nefnilega komin með svo sítt hár og er að safna þar sem að mig langar aftur í sítt hár :D 

 

Annars kveð ég að sinni og næst þegar ég skrifa til ykkar verð ég í Berlín:D

 

Ásta Hulda

 

P.S. Ég hef heyrt að stærsta súkkulaðibúðin í Evrópu sé í Berlín, er það rétt? 


Sorgardagar!

Þá er farið að styttast í Berlín. Ég hef 4 heila daga núna til að njóta sveitarinnar áður en ég held af stað til stórborgarinnar. Fer frá Munchen með lest, á föstudagsmorgun, beinustu leið til Berlínar. Ég vona innilega að það verði aðeins hlýrra þar. Ég nefnilega er bara með sumarföt hérna og ég er gjörsamlega búin að vera að krókna úr kulda.

Síðasta helgin mín hér í Austurríki er liðin. Ég fór á föstudaginn út að labba með nokkrum vinkonum mínum og síðan um kvöldið borðuðum við saman og síðan var drukkið og spjallað fram á rauða nótt. Ótrúlega gaman! Síðan á laugardeginum fór ég með stelpunum á bauernfest í Wald sem er bær hér við hliðiná Neukirchen. Það var rosa fjör, þetta er svona eiginlega eins og réttirnar heima nema hérna er það með beljum. Síðan er í bænum fullt af básum með allskyns mat og klæðnaði sem hægt er að kaupa. Síðan var drukkinn bjór og snafs.. Austurríkismenn drekka bjór eins og djús, það er ótrúlegt. Magnið af bjórnum út um allt.. Og snafsið líka sem er það ógeðslegasta sem ég veit. En allt er þetta hluti af hefðum og ég verð nú að prófa allt og sjá allt.

Í gærmorgun var síðan ég vakin klukkan korter yfir sex, nákvæmlega, því ég þurfti að fara til Kitzbuehl að vinna. Þar var keppni nánar tiltekið triathlon sem ég þurfti að vinna á. Fyrir þá sem ekki vita hvað triathlon er þá er það þegar er synt í ísköldu vatni, hjólað og hlaupið, keppendur þurfa að skipta um föt á milli greina og koma sér beint af stað í það næsta ( sást alveg í nokkra rassa og eitthvað meira).. Ég þurfti að mæta þarna til að gera allt klárt og koma öllu fyrir á rétta staði, auglýsingum, keppnisfötunum fyrir keppendur, koma borðum og stólum fyrir, útbúa drykki og ég veit ekki hvað og hvað. Við erum að tala um það að þetta var allt gert fyrir hádegi í svo miklum nístingskulda að það var eiginlega ekki líft. Síðan klukkan níu þegar allt var orðið klárt átti hver og einn að koma sér fyrir á sínum stað. Ég fékk síðan það skemmtilega hlutverk að standa ein í skærappelsínugulu vesti einshvers staðar upp í fjalli þar sem að var ekki sála og átti ég að vísa keppendum rétta leið þegar þeir komu framhjá. Og guð minn góður þennan dag hélt ég að ég myndi deyja. Ég stóð þarna frá 9-5 alein, ALEIN, að deyja úr leiðindum og við erum að tala um það ég var með bláar varir og puttarnir á mér voru svo bólgnir og bláir að ég gat ekki kreppt hnefann. Ég var bara með minn sumarjakka og í hettupeysu og svona lengi, ekki bjóst ég við því að vera þarna til 5.. Jii minn eini! En þetta gekk allt vel og ég stóð mig eins og hetja í appelsínugula vestinu mínu..

Annars er allt hérna rosalega skrítið núna. Ég er náttúrulega að fara á föstudaginn. Ég get ekkert unnið því það er ekkert að gera og því engin not fyrir mig á Novum. Oma er að farast úr stressi yfir því að við þurftum sko að þrífa ÖLL fötin mín áður en ég fer til Berlín og strauja allt og hafa allt fullkomið. Hún er með þvílíkar áhyggjur að mamma haldi að hún hugsi ekki nógu vel um mig og ég veit ekki hvað og hvað.. Algjörlega óþarfi, svoleiðis búin að elda ofan í mig í allt sumar og undirhaka og öfgabumba er mætt á svæðið, hún þrífur og straujar allt, bókstaflega ALLT- sokkar og nærföt fæ ég fínstraujað tilbaka. Síðan hann opa minn, hann á voða erfitt þessa dagana. Hann vill helst ekki að ég fari og hann er voða leiður. Maríu sé ég voða sjaldan og það er allt einhvern vegin rosa skrítið. Ég er búin að kveðja Önnu og Stephanie frænkur mínar og gekk það bara rosa vel en einhvern vegin held ég að það verði erfiðara að kveðja restina af fjölskyldunni. En þetta er bara hluti af upplifuninni! Ég kem aftur, hvort það verður í vetur eða einhvern tíman á næsta ári veit ég ekki, en ég veit að ég kem aftur..

Kveðjustundir eru samt alltaf erfiðar og ég er búin að vera voða down og pirruð þessa dagana. Margir vilja helst forðast það að kveðja mig en þannig er það bara.. En mér finnst samt alltaf gott að hugsa til þess að ég sé að fara hitta Silju mína í Berlín og svona. Þetta verða of góðar 4 vikur í Berlín, það er ég viss um!!

Annars er ég það þreytt eftir gærdaginn að ég held ég fari og leggi mig núna..

Kv. Ásta Hulda


Takk MTV!

Hér í Austurríki er orðið svo kalt að það er óþægilegt. Á einum degi kom haustið. 30 gráður einn daginn og þann næsta komið niður í 15 gráður. Ég ætlaðist til þess að hér væri allavega meira en 20 gráður þangað til ég færi til Berlín og mætti því bara með sumarklæðnaðinn í löngum bunum. En neinei, það er bara skítakuldi. Ég er búin að hafa gluggann minn opinn í allt sumar en í gær neyddist ég til að loka honum áður en að það kæmu grýlukerti í sængina mína. Nei ok núna ýki ég, það er ekki það kalt en allavega nógu kalt til að ég þurfi að loka glugganum mínum og hafa kveikt á ofninum. Síðan er byrjað að snjóa upp í fjöllum. Mér finnst sko ekki leiðinlegt að horfa upp í fjöllin og sjá allan snjóinn. Ótrúlega fallegt en kuldinn fylgir að sjálfsögðu með. Sá bíl um daginn koma niður í þorp og var hann á kafi í snjó. Þá er ég nú glöð að það er ekki kominn snjór allaleið hingað því ekki ætla ég að fara vaða snjóinn í pilsi og flipflopsunum mínum!

 Eitt sem að fylgir kuldanum líka er minni íssala. Ég er því þessa dagana í fríi því það er bara eeeekkert að gera. En hvað á ég að gera á daginn þegar það er skítakuldi úti og allir aðrir að vinna? Jújú, ég er búin að finna einfalda lausn á því. Eins og þið vitið hafa Íslendingar ómælda ánægju af bandarískum raunveruleikaþáttum og ég get sagt ykkur það að ég er ekki undanskilin. Þannig að ég og MTV erum klárlega bestu vinir þessa dagana. Þar eru allir þessir þættir. That's amore: Ítalskur gaur að leita sér að amerísku prinsessunni. I love New York: Klikkuð gella sem er að leita sér að hinum fullkomna manni með hjálp mömmu sinnar. Rock of Love: Fyrrverandi rokkstjarna ( ennþá með síða hárið og aðeins of strekktur eftir of margar lýtaaðgerðir) ákveður að yngja aðeins upp og leita af tvítugu gellunni sinni. Shot of Love: Tila tekila, tvíkynhneigð gella að leita sér að manni eða konu. Síðan eru það þessir þættir eins og Exposed : Gaur eða gella fer á deit með tveimur stelpum eða strákum og þau spjalla saman allan daginn um hina ótrúlegustu hluti, síðan í endann á deginum kemur í ljós að þau voru sem sagt exposed eða allt sem þau sögðu fór í gegnum lygamælingar. Next: Deit með 5 strákum eða stelpum. Alltaf einn í einu og ef að manneskjunni líkar ekki við þann sem er með á deitinu þá segir hún/hann einfaldlega next og sá næsti kemur. Færð jafnmikinn pening og þær mínútur sem þú varst á deitinu. X-effect: Tvö pör fara í rómantíska helgarferð en ekki er allt sem sýnist þar sem tvö fyrrverandi eru látin vera saman og núverandi eru látin njósna um það hvað þau gera. Ok Ég er að segja ykkur það að þetta er bara smá partur af því sem er í gangi. Real Life Hollywood er, Made, Parental control, Celebrity rehab, Miss Rap Supreem og ég veit ekki hvað og hvað. Það er ótrúlegt hvað bandaríkjamönnum tekst að gera mikið af svona hallærislegum þáttum og það sem þeim dettur í hug, jesús minn. En ég þakka Bandaríkjamönnum fyrir þessa frábæru afþreyingu sem ég fæ út úr þessu hér á einmanalegu dögunum mínum í Austurríki. Getið nálgast meiri upplýsingar um þessa skemmtilegu þætti á : www.mtv.de. MTV gerir lífið mitt skemmtilegra þessa dagana, gæti eiginlega ekki verið án þess. Líka er þetta eina sjónvarpsstöðin sem að er ekki með gjörsamlega aallt á þýsku. 

 

Já hér með hafiði lesið eitt leiðinlegasta og tilgangslausasta blogg sem sögur fara af. Hef barasta ekkert að gera. Fór í gær, ein, í einn og hálfan klukkutíma í göngutúr hvorki meira né minni. Ég veit ekki hvort ég legg í það aftur í dag því ég fékk svo mikinn hausverk í gær eftir labbið. Annars er ég voða mikið að hugsa núna framhaldið eða sem sagt hvað ég geri eftir áramót. Það rýkur úr hausnum á mér ég er að hugsa svo mikið og það er ekki gott því þá sefur mín ekki vel. En ég held að ég verði ekki áfram heima en það kemur allt saman betur í ljós þegar ég kem heim í lok október. Ætla að reyna að vera komin fyrir 27. október því þá á Þórunn Eva systir afmæli, 6 ára, hvorki meira né minna. 

Á morgun er vika þangað til ég fer til Berlín og hitti Silju mína. Ég er hins vegar ekki nógu sátt við það að hún virðist vera horfin af yfirborði jarðar. Ég hef ekki heyrt í henni síðan á laugardag og ég er hrædd um að berlínarbúar hafi borðað hana. Þannig að Silja mína, viltu vinsamlegast fara að hafa samband, helst í gær!!  

Er síðan að fara að vinna á sunnudag á einhverju hlaupamóti, að ég held, í Kitzbuehl. Á held ég að standa með flöskur í skærgulu vesti og öskra WASSER til að keppendur geti fengið að drekka. En það kemur allt saman í ljós. Kannski verður þetta vandræðalegasti dagur lífs míns en þið fáið að heyra allt um það.  

Allavega, þarf að fara elda fyrir mig og opa. Læt heyra í mér seinna þegar ég hef eitthvað aðeins merkilegra að segja,

 

Ásta Hulda

 

P.S. Fyrir þá sem að þekkja mig ekki þá er þetta allt saman kaldhæðni og vonandi getiði hlegið með mér í einmanaleika mínum :D 

P.S.2. Ég elska MTV... 


Ástalein hress og opa með plástra!

Já kæra fólk. Í dag er innan við tvær vikur þangað til að ég yfirgef sveitina og held aftur á vit ævintýranna. Berlín bíður mín með Silju innanborðs og gleði. Þó að það sé nú alveg nóg um gleði hér! Silju mína hef ég ekki hitt í bráðum hvað 4 mánuði held ég. Það er bara allt of mikið! Ég fer sem sagt til Berlín 26. september sem er bara bráðum. Hlakka rosa til...

Héðan er annars allt gott að frétta, fyrir utan einn einstakling innan þessarar fjölskyldu. Málið er nefnilega að hann opa okkar ákvað að láta sér það detta í hug að detta eða réttara sagt hrynja í gegnum útidyrahurðina í gær. Ég fékk hringingu frá Íslandi með þeim fréttum að opa væri uppá spítala eftir að hafa stungið hausnum á sér í gegnum gler og það fyrsta sem ég hugsaði var váá típískt opa! Ekki spurja mig hvernig hann fór að þessu en maðurinn flaug víst. Það var gler í hurðinni ( ATH. það VAR) en glerið gjörsamlega hvarf. Síðan var blóð út um allt og glerbrot og ég veit ekki hvað og hvað! Opa okkar var samt sem áður alveg rosalega heppinn. Núna er hann með sauma í andlitinu og er illt í löppunum. En sami gamli opa er alltaf í gírnum. Hann lætur þvílíkt vorkenna sér og spígsporar um allt þorpið með plástra og umbúðir á hausnum, hann gerir þetta eiginlega verra en þetta er. Ég hlæ nú bara að þessu öllu saman. Hefði samt getað endað illa ef hann hefði skorist á hálsinum eða eitthvað! 

Fór núna um helgina á fest í Bramberg. Það var svo ótrúlega gaman að ég held ég hafi bara ekki upplifað annað eins, fyrir utan Herbert og Alfred kvöldið góða :D Við hittumst vinkonurnar heima hjá einni sem býr í Bramberg og höfðum það kósí með tónlist frá Austurríki, frekar í eldri kantinum:S Síðan lögðum við af stað alveg hreint öfgahressar um miðnætti að risatjaldinu þar sem fólk á öllum aldri sat við drykkju og söng. Við hins vegar sungum ekki þetta kvöld, við dönsuðum. Við dönsuðum já og það líka ekkert smá. Ég er með svo miklar harðsperrur að ég á erfitt með að labba. Við dönsuðum og hlógum frá 12 til 5 án þess að stoppa og það var rosalegt fjör. 

Annars hef ég bara voðalega lítið að segja núna, ótrúlegt en satt. Er bara búin að vera njóta tímans núna með vinkonum mínum og vinum. Hitti þau nánast á hverjum degi, opa ekki til mikillar gleði. Hann vill helst hafa mig heima þar sem hann veit hvað ég er að bralla! Hann er mjög forvitinn maður sem verður að fá að vita allt og hafa allt undir sínum augum. Hann þarf að vita hvað ég er að fara gera, hverja ég er að fara hitta, hvenær ég kem heim og hvernig ég kem heim. Hann vill helst sækja mig kl 10 á kvöldin. Í síðustu viku fékk ég hann til að sækja mig og það er eitthvað sem ég mun aldrei aftur biðja hann um að gera. Jii minn guð minn góður, hann keyrði í fyrsta lagi 3 x framhjá mér þrátt fyrir öfgaveifin mín og síðan þegar ég stóð út á miðri götu og veifaði þá sá hann mig loksins. Síðan þegar ég steig uppí bílinn skammaði hann mig fyrir að hafa ekki verið komin á réttum tíma og ég veit ekki hvað og hvað. Síðan fékk ég sko að heyra þetta að minnsta kosti 10 x daginn eftir að ég hafi ekki verið komin á réttum tíma. Ég hins vegar sagði honum að ég hafi allan tímann verið þar en hann vill ekki heyra það sko. Því hann hefur alltaf rétt fyrir sér. Já hann opa getur verið erfiður stundum en þannig er hann bara og ekkert sem ég get gert í því :D

 Alltaf tekst mér að rugla miklu meir en ég held ég geti. Hef ekkert að segja en skrifa og skrifa bara eitthvað! Klárlega Kvennó að kenna :D En á góðan hátt að sjálfsögðu. Ég sakna Kvennó oof mikið, langar helst að fara núna aftur bara, vera með bekknum mínum að rífast eða rökræða. En það er víst tímabil sem er búið, ótrúlegt hvað tíminn líður hratt. En þannig er lífið, þess vegna verður maður að njóta lífsins og nýta það sem best. Þess vegna ætla ég að nýta þetta ár eins vel og ég get áður en alvaran tekur við! Eins og mamma segir, það má leika sér en maður verður að hugsa um framtíðina og ekki fórna því sem gleður mann mest! Því er ég mjög sammála. Leika mér núna, stjórnmálalestur á næsta ári, en hvort það verður á klakanum eða annar staðar verður tíminn að leysa :D

 Allavega, ég ætla að fara gera mig sæta fyrir Eisverkaufen (að selja ís), þarf nefnilega að heilla þorpsbúa með útliti en ekki persónutöfrum þar sem margir hverjir hafa ekki mikið álit á útlendingum! En þannig er það bara :D 

Ég er annars öfgahress og rosa glöð og langar eiginlega ekkert að fara héðan..

En þangað til næst,

 

Ásta Hulda 

 


Í landi karlanna!

Já ágæta fólk sem les þetta blogg, þessa dagana dettur brosið ekki af mér. Hvort að það er út af vinafjöldanum eða út af whitening tannkreminu mínu þá er ég ekki viss! Nei djók, auðvitað er ég svo glöð að vera komin með svo mikið af frábærum vinum sem draga mig út um allt alla daga. Síðustu daga er ég varla búin að vera heima, alltaf að gera eitthvað annað en þetta vanalega sjónvarpsgláp sem átti sér stað í gamla daga. Var eiginlega búin að gleyma því að ég væri með sjónvarp í herberginu mínu, gleymi samt ekki köngulónni! Oma hlær að mér og opa segir ohh hvað ertu að fara gera núna, en mér finnst það bara gaman. Ég er svo glöð og hress hérna núna að ég er alveg næstum því farin að hallast að því að koma bara ekkert heim. En auðvitað kem ég heim fólk, engar áhyggjur, ég kem !  Ég og opa erum líka orðnir svo rosa góðir vinir núna. Við eigum okkar sérstaka vinskap núna sem enginn skilur. 

 Ég er búin að vera hérna í 3 mánuði núna og mér finnst eiginlega bara fáránlegt hvað tíminn líður hratt. Núna eru sem sagt bara 2 mánuðir þangað til ég kem heim. Mér finnst það eiginlega pínu sorglegt en það er alltaf jafngaman að koma heim held ég. Þó að ég sé bara búin að vera hérna í 3 mánuði þá myndi ég telja að ég sé búin að kynnast þessu austurríska sveitalífi alveg ágætlega vel. Og mikið rosalega hefur þetta land komið mér á óvart og því miður eiginlega á neikvæðan hátt. Mig langar að segja ykkur frá því aðeins núna. 

Ég taldi mig, sem Íslending, lifa í landi karlaveldis og kvennabaráttu. Eftir að ég kom til austurríkis hef ég upplifað mesta karlaveldi sem ég hef nokkurn tíman tekið eftir og konur sem segja já og amen við öllu sem þeir segja. Austurríska sveitalífið finnst mér vera langt á eftir þeirri þróun sem Evrópa telur sig hluti af. Hér eru konur heimavinnandi og karlar útivinnandi. Hér elda konur matinn og þvo þvottinn. Konurnar kaupa allar nauðsynlegar vörur fyrir heimilið og þrífa það líka. Konurnar sjá um að blómin og garðurinn sé í lagi og sjá um að ala upp börnin. Körlum hér finnst þetta allt bara það eðlilegasta í heimi og konurnar kvarta og kvarta en gera ekkert í því. Stundum skil ég þetta ekki alveg! Karlarnir hjálpa voða lítið heimatil við uppeldi og hér í Austurríki fá feður miklu styttri fæðingarorlof heldur en konurnar. En þeim finnst það allt bara eðlilegt. Ég veit ekki með ykkur en mér finnst þetta allavega ekki eðlilegt. 

Uppeldi á stelpum og strákum er allt öðruvísi. Ef að strákar kasta steinum, lemja hvorn annan, hlýða ekki, henda mat út um allt, öskra og væla eins og apar þá segja konurnar: ,, Hahaha, svona eru þessi strákar!" ,,Strákar eru bara svona!" ,,Ohh strákarnir eru svo miklu æstari en stelpurnar, en þannig er það bara!".. Já þetta er eitthvað sem að ég skil ekki. Stelpurnar eiga síðan að vera litlar, sætar dúllur sem segja ,,mamma" með blíðri lítilli rödd og hreyfa sig ekki úr stað.  Á Íslandi er reynt að ala börn upp sem jafningja hvort sem þau eru strákar eða stelpur. Myndi halda að meirihlutinn gerði það þó að það geri það að sjálfsögðu ekki allir. 

Austurríki er kaþólskt land. Hér í sveitinni eru kirkjur í hverju einasta þorpi og gegna þær mikilvægu hlutverki. Ég komst hins vegar að því að þetta mikilvæga hlutverk kirkjunnar er að fæla þrumuveður burt þegar það er að koma. Sem sagt, ef allt lítur út fyrir að þrumuveður sé í vændum byrja klukkurnar að hringja. Og þær hringja og hringja og hringja og hringja og hringja! Þær hringja í hvorki meira né minni en klukkutíma til að fæla þrumuveðrið í burtu. Ég get hins vegar sagt ykkur það að þetta virkar aldrei! Annað með kirkjurnar. Þær eru mjög mikilvægar upp á klukkuna að gera. Kirkjuklukkurnar hér hringja ekki bara á heila tímanum, haha neinei, þær hringja á heila tímanum, korter yfir, hálf, korter í og síðan aftur á heila tímanum. Og á heila tímanum, guð minn góður, þá hringja þær svo lengi og hátt og mikið að það mætti halda að brúðkaup aldarinnar væri í gangi á klukkutíma fresti. Frekar fyndið allt saman, eða mér finnst það allavega :D 

Síðan er toppurinn á öllu. Það er þetta með karlaveldið áfram. Ég og María fórum saman til Zell am See í sumar til að verlsa. Við fórum inn í þessa fínu bílageymslu með fullt af stæðum. Síðan tók ég eftir hvað það var mikið af sérmerktum stæðum og þau voru frekar stór og rúmmikil en ekki var þetta sérmerkt fyrir fólk með sérþarfir eða fatlaða, neinei, það stóð hvorki meira né minna en FRAUEN. Fyrir þá sem ekki vita hvað það þýðir þá þýðir það einfaldlega konur. Ég spurði Maríu hvort að ég væri að skilja þetta rétt og hún svaraði mjög eðlilega ,,Já það er svo mikið af konum sem að geta ekki lagt almennilega í stæði að hér í Austurríki eru sérstæði fyrir konur. Ég hins vegar legg aldrei í þau, finnst það frekar óþægilegt!!" Ég svona starði á hana með hökuna niðrá maga og fór að líta í kringum mig til að athuga hvort að ég væri stödd í faldri myndavél eða eitthvað. Svo var ekki!

Ég hef nú aldrei talið mig vera einhver rosa kvennabaráttukona en þetta sem ég hef tekið eftir fer í mínar fínustu taugar. En það er lítið sem ég get gert í því núna en það kemur klárlega að því seinna. Ég hef tekið eftir því hvað Ísland er langt á undan í þróun í sambandi við konur og karla og ég held að það sé kominn tími til að skoða þurfi rækilega stöðu kvenna um alla Evrópu. 

 

ÞEtta er það sem ég hafði að segja í bili um Austurríki! Kemur kannski eitthvað aðeins jákvæðara um landið næst!

 Kveðja frá hamingjusömu Ástu Huldu í landi karlanna! 


Köngulóardrama!

Nýjustu fréttir héðan eru þær að fröken Ásta Hulda fékk sér göt í eyrun í gær. Þetta eru svo sannarlega stórfréttir því mín hefur aldrei fengið sér göt í eyrun áður og ég var eiginlega komin á það stig að ég ætlaði ekkert að fá mér göt í eyrun. En þar sem að ég var á rölti um Mittersill í gær og labbaði fram hjá skartgripabúð og fékk þessa skemmtilegu hugdettu að fá mér göt í eyrun. Þannig ég mætti þarna inn, kona tók á móti mér, lét mig setjast, gerði götin, fékk gúmmíbangsa og ég labbaði út. Þetta er stórt skref í lífi mínuGrin Bara láta ykkur vita það að ég er ógeðslega sæt núna...

Fór og hitti vinkonu mína í gær og hún sýndi mér bæinn sinn sem heitir Wald og er hérna við hliðiná Neukirchen. Ótrúlega lítill bær og hún þekkti alla og kynnti mig fyrir öllum sem var bara mjög fínt. Það var einhver fest en það er víst alltaf á föstudögum. Svona bóndafest, matvörur og ýmislegt selt og síðan var lúðrahljómsveit með rosalega skemmtilega austurríska jóðltónlist. Klárlega uppáhaldið mitt, eða ekki FootinMouth Fer síðan að hitta hana aftur í kvöld og aðrar vinkonur mínar. Það er nefnilega svo fyndið að ég kynntist tveimur stelpum og síðan vinkonu minni, sem heitir Gitti, í sitthvoru lagi og komst síðan að því að þær eru allar saman í vinahóp. Þannig ég er bara komin inní miðjan stelpuvinahóp sem draga mig með út um allt, ótrúlega ánægðGrin

 Heyrði aðeins í henni Ágústu minni í gær en hún var að byrja í FB. Hún var alveg rosalega ánægð með allt og gengur vel svona til að byrja með. Hún hafði einhverjar áhyggjur af því að kynnast engum. Hún þarf sko ekki að hafa neinar áhyggjur því hún á svo rosalega auðvelt með að kynnast fólki. Á miklu fleiri vini en ég hef nokkurn tíman átt, þannig að það eru síðustu áhyggjurnar sem hún ætti að hafa.. Annars sakna ég hennar mjög mikið og ég veit að hún saknar mín líka.  

Veðrið hérna er mjög skrítið. Það er annan hvern dag sól og öfgahiti og hina dagana rigning og skítakuldi. Síðan eru veðurspárnar alltaf bara eitthvað út í loftið því þær standast aldrei núna þessa dagana. Veit ekki alveg hvað er í gangi en ég held að þetta sé bara svona núna þegar haustið er að koma..  Annars er núna eiginlega bara mánuður eftir að Austurríkisdvölinni minni og opa er sko með mig í hálftíma þýskukennslu á hverjum degi. Ótrúlegur þessi kall, hann ætlar sér svo sannarlega að eiga heiðurinn af þýskunni minni Grin

Núna þessa dagana þá búum við nokkur saman í herberginu mínu. Það er fröken könguló sem býr inná baði með silfurskottunum og síðan er það herra könguló hjá sjónvarpinu mínu, frændi hans hjá fataskápnum mínu og síðan er fjölskylda undir rúminu mínu. Síðan er einhver padda sem ég veit ekki hvað heitir en hún er pínu búttuð og svona og hún býr á veggjunum og á loftinu. Okkur kemur öllum vel saman og ég er löngu orðin vön þeim. Um daginn fékk ég samt heimsókn frá einni þeirri hræðilegustu könguló sem ég hef séð, fór í panikk og gat ekki hreyft mig. Hún hvarf og komst síðan að því að fröken könguló hafði borðað hana. Hins vegar í gær fékk ég alvarlegt áfall þegar stærsta, svartasta, loðnasta og feitasta könguló sem ég hef séð labbaði í hægindum sínum um veggina í herberginu mínu. Ég gjörsamlega fraus, fékk gæsahúð og gat ekki hreyft mig. Ég hef bara aldrei lent í öðru eins. Þessi könguló var svo stór að þetta hefur örugglega verið einhver tegund af tarantúllu eða eitthvað, jiii.. Ég allavega náði loksins að teygja mig í flugnaspaðann minn en þá var hún horfin. Ég fór í panikk og titraði af hræðslu. Ég lá síðan í í rúminu mínu í alla nótt, með gula flugnaspaðann minn í sveittum lófanum mínum, gjörsamlega stjörf af hræðslu og ég svaf gjörsamlega ekki neitt. Hef ekki lent í öðru eins. Vissi alveg að ég væri pínu hrædd við köngulær en að verða svona hrædd vissi ég ekki að væri hægt...

Annars er lífið hérna bara rólegt og fínt eins og vanalega. Það er hugsað um mig eins og ég sé mikilvægasta manneskja jarðarinnar. Mér finnst það bara fínt fyrir utan öll kílóin sem bætast á mann út af öllum matnum sem ég fæ..  Mér líður samt mjög vel þessa dagana og allt gengur vel!

 

 Annars hefði hann afi Bjössi orðið áttræður í gær. Mamma var með góðan mat heima og lagði á borð fyrir afa líka. Hefði viljað vera með þeim en ég hafði það líka fínt hérna í sveitinni með pizzu og Gröbi Grin Sakna afa mjög mikið en ég veit að hann er með okkur í anda.. 

 

Þangað til næst!

 Ásta Hulda 


Merkilega lífið mitt í dag eða ómerkilega, hmmm!

Ég hef voðalega lítið að segja þessa dagana. Það er eiginlega ekkert nýtt búið að gerast. Ég er bara búin að vera hér í rólegheitunum að slappa af og svona. Var eiginlega veik um helgina. Var alveg drulluslöpp og með kvef og svona. Ofan á það bættust við trilljón ofnæmislyf sem að ég þurfti að taka um helgina þar sem að ég þurfti að fara aftur til læknis á föstudaginn. Lærið mitt bólgnaði svo mikið upp að ég komst ekki í gallabuxurnar mínar. Varð bara að vera í stuttbuxum þennan gráa þrumuveðursdag. Ég var því alveg þvílíkt dofin um helgina og ekkert í brjálað góðu skapi til að fara út að skemmta mér. Þannig að ég var bara upp í sófa með teppi hjá oma og opa. Mjög fínt. Þau dekruðu ekkert smá við mig og höfðu þvílíkar áhyggjur. En það er allt í lagi með mig núna. 

 Ég er loksins byrjuð að vinna aftur. Komst að því að ljóshærða beljan var búin að vera skipuleggja vaktirnar og lét mig ekkert vinna. Talaði við yfirmanninn um helgina og hann lagaði þetta þannig að ég vann í gær og í dag og fer síðan aftur á fimmtudag. Síðan var verið að breyta skipulaginu í dag með ísinn eða sem sagt við eigum að gera minni kúlur þar sem að ísinn var farinn að koma út í mínus. Fólkið í bænum var klárlega ekki sátt. En eina sem að ég sagði var að ég væri bara að vinna þarna og að ég gerði það sem yfirmaðurinn sagði mér að gera. Fólkið gat þá ekki sagt neitt meir og labbaði frekar fúlt í burtu. Síðan í dag gerðist eitt stórmerkilegt í vinnunni. Ég náði að svara fyrir mig þegar ljóshærða beljan var með kjaft. Hún varð semi brjáluð og labbaði í burtu geðveikt fúl og sagði mér að gera þá bara allt sjálf. Ég fór að hlæja en sá síðan eftir því að hafa svarað fyrir mig því hún varð ennþá verri en hún hafði verið við mig áður. Reyndi samt að taka það ekki inná mig og það gekk alveg ágætlega en tók samt alveg á. En ég á samt ekkert að vera að kvarta þar sem að þetta er vinnufélagi minn og það eru alltaf einhverjir leiðinlegir á leið manns í gegnum lífið..

Ég fór í fyrradag með Maríu og litlu guttunum upp í fjall að vatni sem heitir Blausee. Það tók okkur svona 1 og hálfan tíma að labba þangað og það tók verulega á þar sem að það var ógeðslega of heitt. Við voru þarna allan daginn að leika okkur í sandinum og byggja sandkastala með fossum og ég veit ekki hvað og hvað. Þetta var rosalega gaman. Vorum að vaða í vatninu en vatnið er jökulvatn og er því alveg jökulískalt og lappirnar á okkur voru því alveg eldrauðar af kulda eftir daginn.

 Á föstudaginn byrja systur mínar í skóla. Ágústa í framhaldsskóla, FB, og Þórunn Eva í grunnskóla, Fossvogsskóla. Mér finnst ótrúlega leiðinlegt að geta ekki verið heima þegar þær koma heim eftir fyrsta skóladaginn sinn en þær fá báðar klárlega símhringingu um leið og ég veit að þær eru búnar í skólanum. Ég er ótrúlega spennt fyrir þeirra hönd og ég veit hversu stórt skref þetta er fyrir þær báðar. Veit að Þórunn Eva er búin að vera bíða í svona ár eftir því að byrja í skólanum og núna er hún komin með sína fyrstu skólatösku og allt, klárlega tilbúin í slaginn. Ágústa er líka búin að var að deyja úr spenningi síðan að hún vissi að hún væri komin inn, komust 5 inn af 12 á starfsbrautina sem Ágústa fer á. Ég er svoo stolt af þeim báðum. Litlu snúllurnar mínar eru orðnar stóru snúllurnar mínar, jiii! 

Annars eins og ég sagði hef ég voðalega lítið að segja. Hef alveg eitthvað að merkilegt segja en það verður að bíða betri tíma til að það verði gert alveg opinbert þó að mamma sé örugglega búin að segja öllum. Ætla segja frá því seinna :D  Síðan er ég búin að taka þýskupróf núna sem að setur mig í bekk eftir því hvar ég stend í þýskunni í tungumálaskólanum. Oma og opa sátu yfir mér og voru alltaf að reyna að sjá og segja eitthvað en ég var alltaf að reka þau í burtu því ég vildi gera þetta sjálf. Þau eru ooof hjálpsöm :D En það fer allt saman að styttast í Berlín. Get ekki beðið núna, búin að fá fullt af kortum og bókum gefins frá Maríu og Hannesi og það gerir mig ennþá spenntari. 

En ég  ætla núna að fara koma mér í rúmið þar sem að hann Luca litli kemur alltaf klukkan 9 og vekur mig öfgahress og vill fara að leika.. 

Þangað til seinna..

 

Ásta Hulda 


Vikan sem leið!

Á þriðjudaginn fórum ég og Stephanie frænka til Salzburg til að endurheimta hleðslutækið mitt. Eftir rúmlega 2 klukkutíma illalyktandi keyrslu (opa gleymdi osti í skottinuSick) vorum við mættar í risastórt mall, sem heitir Europark, og vorum tilbúnar til að hreinsa búðirnar. Ég ákvað nú samt að byrja á því að kíkja í Apple búðina, sem betur fer, og láta kíkja á gegnumbrennda hleðslutækið mitt. Starfsmenn Salzburgar-Apple búðarinnar voru alveg rosalega hjálplegir við útlendinginn mig og vildu ekkert fyrir mig gera. Sögðu að það eina sem ég gæti gert væri að kaupa nýtt hleðslutæki. OK ég gerði það en þar með voru 89 evrur farnar og góða skapið líka.. Ég reyndi nú samt ekki að láta þetta ekki snerta mig frekar og talda þann litla pening sem ég átti eftir. Hann hins vegar gjörsamlega hvarf í H&M, hef ekki hugmynd um hvernigWhistling Ég verð nú að viðurkenna að þrátt fyrir hvarf peningsins þá leið mér alveg smá betur eftir áBlush.. 

 

Ótrúlegir hlutir gerðust samt í þessari viku.

Mamma Snúlla er komin aftur. Hún lifir, hún reis upp frá dauðum. Hún mætti bara allt í einu hress og kát og tilbúin í matarslag. Hún lenti fyrir bíl, hún dó. Ég veiiiit ekki hvernig þetta er hægt og þetta er alveg pottþétt mamma hans Snúlla. Já og í vikunni komst ég síðan að því að Snúlli er víst ekki strákur eins og ég er búin að halda fram frá byrjun. Snúlli er stelpa. Þarf eiginlega að finna annað nafn, eða bara hafa það svona,hmmm Woundering  Hann eða hún Snúlli minn mín. jii. Die kleine Katze eins og oma kallar hann er samt búinn að vera rosalega mikið krútt núna og er alltaf að kúra hjá mér á daginn og eltir mig út um allt. Núna í dag lá ég í hengirúminu og hann var mættur og kúrði hjá mér í allan dag meðan ég las bók og hlustaði á tónlist... Algjör æðibollaInLove

Síðustu helgi fór ég til Jochberg þar sem að litlu frændur mínir búa, Luca og Luis. Ég var að passa þá í tvo daga og ég gisti þar. Það gekk bara mjög vel fyrir og þeir voru rosalega stilltir og duglegir. Ég komst heil heim fyrir utan nokkra vel bláa marbletti eftir bit frá honum Luca. En þó ég hafi komist heil heim þá held ég að ég hafi aldrei sofið jafn mikið og eftir þetta og samt var ég dauðþreytt.. Tekur á að passa þessa gutta.. Smile

Opa er gjörsamlega að fara yfirum, bara allt í einu. María er í fríi með Hannesi og Önnu og það fer eitthvað rosalega illa í hann opa. Hann er byrjaður að skamma mig fyrir ótrúlegustu hluti. Hann skammaði mig til dæmis fyrir það að Stephanie væri ekki heim og að það væri enginn búinn að taka dýnurnar af sólbekkjunum úti. Hann skipar manni fyrir allan daginn, kvartar og kvartar en situr sjálfur í hægindastólnum sínum fyrir framan sjónvarpið. Skil ekki aaalveg hvað gerðist en vonandi á þetta eftir að skána. Undecided

Mittersill er bær sem að hérna rétt hjá og já síðustu helgi var sem sagt verið að breyta þeim bæ úr þorpi í bæ eða borg. Ótrúlega fyndið. Það er þrennt í boði hér í Austurríki Dorf=þorp, Markt= þá er meira um verlsanir og svona bara aðeins stærri en þorp og síðan Stadt= bær eða borg. Mér finnst þetta mjög skrítið og fyndið en það var allavega þvílíka hátíðin alla síðustu viku og um helgina. Ég fór með vinkonum mínum á föstudaginn og það var bara ótrúlega gaman. Fyndnasta sem ég hef lent í samt var þegar ég þurfti að komast heim. Vinkonur mínar vildu allar vera lengur og ég ætlaði að fara. Þá sagði ein vinkona mín að mamma hennar væri að fara koma sækja bróður hennar á djammið, sem var btw 15 ára, og sagði að ég gæti auðvitað fengið far. Hins vegar þegar mamma hennar kom þá var bíllinn troðinn, sko of troðinn. Þá hafði hún séð vini sína á niðrí bæ og pikkað þá bara upp líka. Þannig að við tvö vorum sett í skottið. Ekki beint mikið pláss en þetta var ótrúlega fyndið. Hún var að fara koma sækja strákinn sinn en fyllti bílinn af vinum sínum, var ekki einu sinni pláss fyrir strákinn. En svona er þetta víst hérna í sveitinni Grin

 

Annars er bara allt í góðu hérna. Er með kvef og fleiri bit en þannig er það bara! Fór samt til læknis á föstudaginn út af þessu öllu saman. Konan fékk sjokk þegar hún sá hvað ég var bólgin og setti þvílíku kælikremin á löppina mína og umbúðir utan um. Þannig um helgina var ég sem sagt í skemmtilegum umbúðum, AFTUR. En ég fékk ofnæmislyf og sterkt krem til að setja á þetta allt saman og svona. Og núna er þetta allt miklu betra. Eða sko ég sem sagt bólgna þvílíkt upp en ég set þá á mig þetta krem og tek ofnæmislyfin og þá hverfur þetta næstum strax.. Þannig það er bara æðiiGrin

 Annars er ég að reyna að byrja plana hvað ég geri þegar ég kem heim. Er að fara byrja að leita mér að vinnu, þannig ef einhver hefur eitthvað skemmtilegt og vel launað fyrir skemmtilega stelpu eins og mig þá endilega látiði mig vita. Já ég ætla sem sagt að koma til Íslands í lok október og vinna til svona kannski mars -apríl og þá er ég með ýmislegt spennandi sem ég er að skoða Wink Þannig ég þarf bara að safna pening og þá er ég vel sett Grin 

 

Ég læt allavega vita meira af mér seinna,

 

Kv. Ásta Hulda 

 


Lifid her gengur sinn vanagang:)

Teir sem ad voru med mer ut i Japan muna liklegast eftir tvi tegar eg fekk bit sem ad lak. Eg er med annad tannig nuna! Tad er a ökklanum en hann er ordinn trefaldur! Ad fa bit sem lekur er ekki su lifsreynsla sem ad eg vil ad adrir upplifi, tetta er oged! Ja ad vera eg getur verid erfitt tegar ad kemur ad skordyrum. Tetta byrjadi allt saman i gaer tegar eg for i sakleysi minu ut ad labba medfram ánni her. Tar redust tvaer flugur ad mig sem kallast bremsur og eg fekk 10 bit og tar a medal eitt sem ad lekur. Tessi  bit eru ekkert edlilega stor og lappirnar minar eru gjörsamlega afmyndadar. Eg hefdi svo mikid att ad sleppa tessari gönguferd tvi ad tessi 10 bit urdu svo stor og mig klaegjadi svo öfgamikid i tau ad eg gat ekkert sofid i nott, EKKERT. Nuna klaegjar mig ennta og tau eru ordin staerri en i gaer og mer er virkilega illt i löppunum..

Eftir tessa svefnlausu nott var eg tvi maett eldsnemma fram i morgun og tilbuin i ad takast a vid daginn. Tessi dagur var hins vegar sa heitasti hingad til og tad var gjörsamlega ekki lift uti. Eg gat ekki hreyft mig. Eg akvad nu samt ad skella mer i sma göngutur og labbadi nidur a tennisvöll sem tekur svona 1 minutu og eg svoleidis svitnadi og svitnadi. Eg akvad tvi ad labba bara strax til baka tar sem ad tetta var ekki alveg ad ganga hja mer.. Ef ad einhver hefur svitnad a hnjanum ta veit hann hvad mer var heitt..

 Annars er tetta nu eiginlega bara mitt lif tessa dagana tar sem ad tad er engin vinna. Eg ligg i solbadi, dey ur hita, er etin af flugum, fer i tennis og fer ut ad labba. Sidan er eg nu reyndar lika mikid buin ad vera hugsa um hann Snulla minn en hann missti mömmu sina i vikunni. Hun hljop fyrir bil og hann er tvi einn eftir nuna. Frekar sorglegt tar sem ad hann er oft ad vaela og leitar ad mömmu sinni. En eg held ad hann komist nu yfir tetta allt saman. En tad fyndna vid tetta allt saman er ad nuna er teir ordnir tveir heimiliskettirnir herna. Mer var bannad ad halda a Snulla fyrst en nuna er hann kominn med nafn og vid gefum honum ad borda og leikum vid hann alla daga.

Ja annars er eg buin ad eignast fullt af vinum nuna og tad finnst mer bara gaman. Folk ad hringja i mig og senda mer sms alla daga:D Mer lidur bara vel med tad en tad er örugglega bara af tvi ad tad minnir mig svo mikid a Island. For sidustu helgi med vinkonum minum ur vinnunni a torpsdjamm her, frekar fyndid. Sidan er stelpa fra Tyskalandi sem er ad vinna herna rett hja mer og hun var ad spurja hvort eg vildi ekki gera eitthvad skemmtilegt um helgina og sidan er Stephanie fraenka komin heim og tad verdur eitthvad grillparti her heima. Tannig ad tad verdur nog ad gera um helgina en tannig lidur mer lika best, tegar tad er nog ad gera :D Sem tydir ad mer lidur vel nuna og mer er farid ad finnast mjög gaman herna:D

Sidan er Eirikur brodir hans Oskars buinn ad vera herna i vikunni med kaerustunni sinni. Tad er svo gaman ad fa einhverja manneskju hingad sem ad talar islensku. Eirikur er buinn ad segja mer helling fra Berlin og eg er ordin miklu spenntari nuna en eg var. Nadi lika ad kynnast honum adeins betur og er hann bara rosalega finn gaur. EG hef nefnilega ekki hitt hann tad oft og tengslin okkar eru mjög skritin. Fyndid ad segja herna ja hann er sko brodir stjupbrodur mins, ennta fyndara er ad Oskar og Eirikur eru halfbraedur, en teir eru samt braedur alveg eins og allir vid systurnar erum systur en ekki halfsystur :D Frekar flokid allt saman en bara gaman ad kynnast nyju folki sem hefur upplifad margt..

Aetla annars bara ad segja tetta gott tar sem ad eg hef ekkert merkilegt ad segja :D Vildi bara lata adeins heyra i mer..

Kv. Asta Hulda

 P.S. Afsakid skrifin min en tau eru ekki upp a sitt besta nuna tar sem ad eg er ekki med tölvuna mina og eg sakna hennar :(

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Ásta Hulda Ármann

Höfundur

Ásta Hulda Ármann
Ásta Hulda Ármann
Aðeins 5 sekúndur í hinn stóra heim!

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • SDC14578
  • SDC14540
  • SDC14493
  • SDC14364
  • SDC14462

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband