Vikan sem leið!

Á þriðjudaginn fórum ég og Stephanie frænka til Salzburg til að endurheimta hleðslutækið mitt. Eftir rúmlega 2 klukkutíma illalyktandi keyrslu (opa gleymdi osti í skottinuSick) vorum við mættar í risastórt mall, sem heitir Europark, og vorum tilbúnar til að hreinsa búðirnar. Ég ákvað nú samt að byrja á því að kíkja í Apple búðina, sem betur fer, og láta kíkja á gegnumbrennda hleðslutækið mitt. Starfsmenn Salzburgar-Apple búðarinnar voru alveg rosalega hjálplegir við útlendinginn mig og vildu ekkert fyrir mig gera. Sögðu að það eina sem ég gæti gert væri að kaupa nýtt hleðslutæki. OK ég gerði það en þar með voru 89 evrur farnar og góða skapið líka.. Ég reyndi nú samt ekki að láta þetta ekki snerta mig frekar og talda þann litla pening sem ég átti eftir. Hann hins vegar gjörsamlega hvarf í H&M, hef ekki hugmynd um hvernigWhistling Ég verð nú að viðurkenna að þrátt fyrir hvarf peningsins þá leið mér alveg smá betur eftir áBlush.. 

 

Ótrúlegir hlutir gerðust samt í þessari viku.

Mamma Snúlla er komin aftur. Hún lifir, hún reis upp frá dauðum. Hún mætti bara allt í einu hress og kát og tilbúin í matarslag. Hún lenti fyrir bíl, hún dó. Ég veiiiit ekki hvernig þetta er hægt og þetta er alveg pottþétt mamma hans Snúlla. Já og í vikunni komst ég síðan að því að Snúlli er víst ekki strákur eins og ég er búin að halda fram frá byrjun. Snúlli er stelpa. Þarf eiginlega að finna annað nafn, eða bara hafa það svona,hmmm Woundering  Hann eða hún Snúlli minn mín. jii. Die kleine Katze eins og oma kallar hann er samt búinn að vera rosalega mikið krútt núna og er alltaf að kúra hjá mér á daginn og eltir mig út um allt. Núna í dag lá ég í hengirúminu og hann var mættur og kúrði hjá mér í allan dag meðan ég las bók og hlustaði á tónlist... Algjör æðibollaInLove

Síðustu helgi fór ég til Jochberg þar sem að litlu frændur mínir búa, Luca og Luis. Ég var að passa þá í tvo daga og ég gisti þar. Það gekk bara mjög vel fyrir og þeir voru rosalega stilltir og duglegir. Ég komst heil heim fyrir utan nokkra vel bláa marbletti eftir bit frá honum Luca. En þó ég hafi komist heil heim þá held ég að ég hafi aldrei sofið jafn mikið og eftir þetta og samt var ég dauðþreytt.. Tekur á að passa þessa gutta.. Smile

Opa er gjörsamlega að fara yfirum, bara allt í einu. María er í fríi með Hannesi og Önnu og það fer eitthvað rosalega illa í hann opa. Hann er byrjaður að skamma mig fyrir ótrúlegustu hluti. Hann skammaði mig til dæmis fyrir það að Stephanie væri ekki heim og að það væri enginn búinn að taka dýnurnar af sólbekkjunum úti. Hann skipar manni fyrir allan daginn, kvartar og kvartar en situr sjálfur í hægindastólnum sínum fyrir framan sjónvarpið. Skil ekki aaalveg hvað gerðist en vonandi á þetta eftir að skána. Undecided

Mittersill er bær sem að hérna rétt hjá og já síðustu helgi var sem sagt verið að breyta þeim bæ úr þorpi í bæ eða borg. Ótrúlega fyndið. Það er þrennt í boði hér í Austurríki Dorf=þorp, Markt= þá er meira um verlsanir og svona bara aðeins stærri en þorp og síðan Stadt= bær eða borg. Mér finnst þetta mjög skrítið og fyndið en það var allavega þvílíka hátíðin alla síðustu viku og um helgina. Ég fór með vinkonum mínum á föstudaginn og það var bara ótrúlega gaman. Fyndnasta sem ég hef lent í samt var þegar ég þurfti að komast heim. Vinkonur mínar vildu allar vera lengur og ég ætlaði að fara. Þá sagði ein vinkona mín að mamma hennar væri að fara koma sækja bróður hennar á djammið, sem var btw 15 ára, og sagði að ég gæti auðvitað fengið far. Hins vegar þegar mamma hennar kom þá var bíllinn troðinn, sko of troðinn. Þá hafði hún séð vini sína á niðrí bæ og pikkað þá bara upp líka. Þannig að við tvö vorum sett í skottið. Ekki beint mikið pláss en þetta var ótrúlega fyndið. Hún var að fara koma sækja strákinn sinn en fyllti bílinn af vinum sínum, var ekki einu sinni pláss fyrir strákinn. En svona er þetta víst hérna í sveitinni Grin

 

Annars er bara allt í góðu hérna. Er með kvef og fleiri bit en þannig er það bara! Fór samt til læknis á föstudaginn út af þessu öllu saman. Konan fékk sjokk þegar hún sá hvað ég var bólgin og setti þvílíku kælikremin á löppina mína og umbúðir utan um. Þannig um helgina var ég sem sagt í skemmtilegum umbúðum, AFTUR. En ég fékk ofnæmislyf og sterkt krem til að setja á þetta allt saman og svona. Og núna er þetta allt miklu betra. Eða sko ég sem sagt bólgna þvílíkt upp en ég set þá á mig þetta krem og tek ofnæmislyfin og þá hverfur þetta næstum strax.. Þannig það er bara æðiiGrin

 Annars er ég að reyna að byrja plana hvað ég geri þegar ég kem heim. Er að fara byrja að leita mér að vinnu, þannig ef einhver hefur eitthvað skemmtilegt og vel launað fyrir skemmtilega stelpu eins og mig þá endilega látiði mig vita. Já ég ætla sem sagt að koma til Íslands í lok október og vinna til svona kannski mars -apríl og þá er ég með ýmislegt spennandi sem ég er að skoða Wink Þannig ég þarf bara að safna pening og þá er ég vel sett Grin 

 

Ég læt allavega vita meira af mér seinna,

 

Kv. Ásta Hulda 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert semsagt með Snúllu ( eins og mamma hennar Míu)....hvert fer Snúlla þegar þú ferð......    hum......

mamma (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 21:40

2 identicon

Þú hefur lítinn tíma til að búa til mikinn pening og hafa tíma til að hitta mig og fleiri. Ég sé bara eina lausn á þessu vandamáli. Nektardans gefur mikinn pening, gefur þér mikinn frítíma og inniheldur mikla líkamsrækt. Það virðist vera augljóst hvert leið þín liggur um leið og þú kemur heim.

Davíð (IP-tala skráð) 16.8.2008 kl. 00:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásta Hulda Ármann

Höfundur

Ásta Hulda Ármann
Ásta Hulda Ármann
Aðeins 5 sekúndur í hinn stóra heim!

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • SDC14578
  • SDC14540
  • SDC14493
  • SDC14364
  • SDC14462

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 341

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband