2 manudir!

Otrulegt en satt ta er eg buin ad vera her i naestum tvo manudi. Tad tydir ad eg a bara helminginn af timanum minum her i Neukirchen eftir. Mer finnst eiginlega bara faranlegt hvad timinn lidur hratt. En ta er bara um ad gera ad nyta timann sem best nuna. Eg tarf ad baeta mig miklu meira i tyskunni, eg finn tad. Eg skil alveg otrulega mikid tegar eg les og hlusta en eg tarf ad tala meira. Eg er bara med tetta venjulega. Eg get alveg reddad mer mjög vel og eg get alveg haldid uppi samraedum en eg get samt aldrei talad nakvaemlega um tad sem eg vil eins og eg er vön ad gera heima. En tad krefst bara meiri aefingu. Buin ad kaupa mer barnabaekur og malfraedibok. Sidan er eg alveg ad verda buin ad lesa Harry Potter a tysku, mjög stolt af sjalfri mer fyrir tad :D En tad ad tala kemur bara allt saman :D

Flugurnar eru maettar aftur. Eg veit ekki alveg hvad var i gangi en taer verda vist voda arasargjarnar tegar ad tad kemur trumuvedur. Eg allavega fekk bit a hina otrulegustu stadi, eiginlega halffaranlega. Eg er nefnilega med tvo bit a brjostinu og sidan er eg med eitt stort og skemmtilegt ofnaemisbit a innanverdu laerinu. Sidan er eg med trilljon litil bit utum allt. Eg i alvörunni veeeeit ekki hvernig taer geta tetta en aetli eg fari ekki bara ad gangi i snjogalla nuna naestu daga.

Eg for ad vinna i gaerkvöldi og var tar til 11. Tad var gjörsamlega brjalad ad gera. Tvi midur var ljoshaerda beljan, eins og eg kalla hana, maett aftur i vinnuna en hun er buin ad vera i frii. Tetta er i fyrsta skipti sem ad eg finn virkilega fyrir tvi ad einhver hati mig. Hun er otruleg sko. Hun setur ut a allt sem ad eg geri, ALLT. Hun spyr mig aldrei um neitt og kallar tvi frekar yfir allan veitingastadinn i naestu manneskju, eins og t.d. i gaer ta stod hun vid hlidin a mer hja isnum en kalladi samt sem adur a adra manneskju til ad spurja hvada istegund hun vaeri med. Eg vissi nakvaemlega hvada is tetta var og sagdi henni tad og hun var bara gedveikt hneykslud a tvi. Eg skil hana ekki alveg en svona gekk tetta allt kvöldid. Eg er med einni konu i vinnunni sem eg lit a sem mömmu tvi hun hugsar alltaf svo vel um mig og vill ad mer lidi vel og er alltaf ad tjekka a mer. Hun kom til min i gaer og sagdi mer ad hlusta ekki a ord sem ad hun segir vid mig, og hun sagdi ad hun vaeri buin ad taka eftir tvi hvernig hun leti vid mig og hun aetti svo sannarlega ekki ad komast upp med tetta. EG var mjög fegin ad hun hafdi tekid eftir tessu en tad var vist ekki bara hun tvi allt i einu snappadi ein vinkona min i vinnunni a hana og sagdi henni ad haetta ad vera svona leidinleg vid mig:D Jii hvad eg var satt. En svona er tetta vist. Eg verd bara ad saetta mig vid tetta tvi eg nenni ekki ad gera neitt vesen ur tessu. Eg sem betur fer a mjög goda vini i vinnunni en tessi stelpa a örugglega bara eitthvad virkilega erfitt med sjalfa sig.

En yfir i tad skemmtilega :D !

 Luca og Luis eru herna nuna. Nuna er eg alltaf jafnglöd ad fa ta, to ad teir seu erfidir. Teir eru samt algjörar krusidullur og öskra alltaf og hlaegja og brosa tegar teir sja mig. Mer finnst tad otrulega gaman. Luca dregur mig sidan utum allt til ad vinna i Baustelle (verkstaedi) og tar erum vid med hamra og alls kyns dot. Eg var lika svo vön ad hitta litlu stelpurnar minar, Torunni Evu og Töru Dis, alveg einu sinni i viku tannig ad eg verd bara ad fa sma svona leiktima med strakunum og fiflast sma og svona.

 Her i gardinum er allt ad fyllast af eplum. Vid erum med 7 eplatre herna i gardinum og tau eru gjörsamlega byrjud ad hrynja af trjanum. Tau eru samt mjög litil og otroskud nuna en mig hlakkar til ad fa ad smakka tau. Maria segir samt ad tau seu bara frekar bragdlaus, en mig langar samt ad smakka:D

Allavega!! Eg tarf ad fara med hledslutaekid mitt til Salzburg. Tetta er vist eitthvad svaka svaka og eg tarf ad fara i Apple budina tar. Eg fer liklega bara i naestu viku tvi ta kemur Stephanie heim og hun tarf lika ad fara med ipodinn sinn. Tannig ad tad verdur bara tekid sma roadtrip:D

 En tangad til naest tegar eg hef eitthvad merkilegra ad segja..

 

Asta Hulda


Stelpurnar farnar!

Hallo allir!

Ta eru stelpurnar farnar. Taer voru herna alla helgina og totti mer otrulega gaman ad fa taer. Otrulegt en satt ta fylgir teim leidinlegt vedur. Taer voru i alvörunni farnar ad velta tvi fyrir ser hvad taer hefdu gert af ser til ad eiga tad skilid. To ad tad vaeri skyjad og vid tad ad fara rigna ta forum vid a laugardeginum upp ad Krimml Wasserfälle, eda Krimml fossunum. Tetta var held eg agaet tilbreyting fra borgarlifinu teirra. Vid löbbudum upp i 1306m haed og saum fossinn sem ad er rosalega kraftmikill og alveg agaetlega stor. EFtir tad syndi eg teim baeinn og vinnuna mina og tar fengum vid okkur is :D

Um kvöldid fengum vid okkur salad og pizzu og skelltum vid okkur sidan med straeto a slökkvilidmannasveitaball. Tonlistin var roslega tysk og rosalega gömul en tratt fyrir tad skemmtum vid okkur i botn asamt stelpum ur vinnunni minni og einni vinkonu minni:D Vid endudum sidan i Mittersill i einhverjum kjallarabar tar sem var dansad a sig gat :D

 Eg neita tvi ekki ad eg sakna stelpnanna of mikid. Vid vorum naestum eina viku saman og eg bjost vid tvi ad vid yrdum i mesta lagi tvo daga saman. Otrulega skritid ad vera bara ein aftur nuna. En tad kemur bara, fer ad vinna og i tennis og svona i vikunni. Eg er sidan ad lesa fyrstu Harry Potter bokina a tysku tannig ad eg hef nog ad gera :D Gengur alveg otrulega vel ad lesa bokina, eg er natturulega buin ad lesa hana oft a islensku og ensku tannig ad tad hjalpar mer ad sjalfsögdu. En tad er bara gaman ad vera ad lesa a tysku, eg tarf ad laera tad lika, tetta baetir lika vid ordafordann og svona..

 Annars er eg lika ordin roslega spennt ad hitta hana Silju mina i Berlin:D Eirikur brodir hans Oskars byr tar og hann er ad koma naestu helgi tannig ad ta get eg talad mikid vid  hann um Berlin og hann getur alveg örugglega sagt mer helling um Berlin og hvad vid verdum ad skoda. EG og Silja erum lika bunar ad vera skoda hvada hljomsveitir eru ad spila tar tannig ad vid förum alveg bokad a einhverja rosatonleika :D Tad verdur alveg klarlega mjög gaman hja okkur tveim :D

 

Annars er bara allt gott ad fretta. EG fer mjög liklega til Zell am See a morgun og laet kikja a hledslutaekid. Sidan vorum eg og Maria ad spa ad skella okkur i bio :D Tad verdur örugglega mjöög gaman :D Snulli staekkar og staekkar a hverjum degi en vid erum farin ad gefa honum og mömmu hans mat trisvar a dag. Frekar fyndid tar sem ad fyrst matti eg ekki halda a honum :D En mer finnst tad bara aedi. Tau eru meira ad segja farin ad plana hvad tau eiga ad gera i vetur, voru ad spa i ad leyfa teim ad vera i kjallaranum og bua til hurd tar sem tau geta farid ut og svona :D

Eg atla allavega ad fara drifa mig ut i solina, tad er yfir 25 stiga hiti :D

 

Kv. Asta Hulda


Gaman gaman!

Ta er eg komin ur nokkra daga ferd til Wagrain. Tar hitti eg Alfheidi, Gudnyju og Elvu vinkonur minar. Tad var alveg otrulega gaman ad hitta taer og lika alveg faranlega skritid. Taer voru allar voda vel utbunar med staerstu bakpoka sem eg hef sed enda eru taer i Interraili. Ferdin teirra er halfnud nuna og tetta var stopp til ad slaka a. Vedrid var nu ekki upp a sitt besta en tad var skyjad og mjög kalt. Tannig ad akvedid var ad taka bara innidaga. Tad tyddi ad farid var ut i bud og tunna af bjor og vodkaflaska kom med okkur heim, asamt sukkuladi og melonu. Tunnan for inni iskap en vodkad for i melonuna. Vid eldudum okkur dyrindis kjukling og höfdum tad bara kosi. Tetta var alveg hreint otrulega skemmtilegt kvöld og voru mörg vandamal utkljad.

Daginn eftir var lika vont vedur. Tannig ad vid akvadum ad fara ut i bud og med okkur heim kom snakk og ein afengisflaska og innihaldid het tvi fyndnasta sem eg hef heyrt, RED TAIGA. Um kvöldid eldudum vid okkur islenskan fisk og hrisgrjon. Sidan var farid i skemmtilegasta drykkjuleik i heimi og var margt fyndid sem kom ut ur teim leik, tar a medal kula a höku!

Dagurinn eftir einkenndist af mikilli treytu og hausverk og leidinlegu vedri. Tvi var farid ut i bud og med okkur heim kom fjolublar harlitur, endalaust af snyrtidoti, pizzur og dvd. Vid akvadum ad hafa eitt gott stelpukvöld. Harid a mer var klippt, harid a Alfheidi var klippt og litad, augabrunir voru plokkadar og litadar, vid naglalökkudum okkur og ad lokum var gerdur einn vinalokkur i hvert har, ekki Elvu samt, vinstra megin. Sa lokkur var fjolublar. Hann sest reyndar ekki mjög vel hja mer og Alfheidi tar sem vid erum dökkhaerdar en Gudnyjar kom otrulega vel ut, gedveikt flott. En vid erum sem sagt algjörar gellur nuna.

Eg kom heim aftur i dag en taer piur atla ad koma til min a morgun og vera fram a sunnudag. Tad verdur otrulega gaman ad geta synt teim hvar eg a heima og svona. Eg vona lika ad taer verdi heppnari med vedur tannig ad vid gaetum kannski kikt upp a fjall og svona. Sidan var eg ad heyra af einhverri fest herna rett hja sem ad vid gaetum kikt a:D

Annars er eg bara otrulega hress og allt gengur vel. For sidustu helgi a sveitaball med stelpum ur vinnunni og tar voru allir i lederhosen og tar var spilud gedveik öfgateknotonlist. Eg kynntist alveg helling af folki og eg vakti mikla athygli fyrir tad eitt ad vera islensk. En eg var otrulega anaegt med allt saman. Opa var nu samt ekkert serstaklega sattur vid mig tvi ad tegar eg kom heim voru tau opa og oma ad borda morgunmat i rolegheitum. Oma hins vegar var tvilikt satt med mig, mer fannst tad mjög fyndid. Eg hins vegar er mest satt med tad ad vera loksins buin ad kynnast einhverju folki:D

Af hledslutaekinu er tad ad fretta ad eg fer med tad a morgun til Zell am See og laet athuga tad tar um leid og eg saeki stelpurnar a lestarstödina.

Tessi helgi verdur aedi med aedislegum pium :D

 

Tangad til seinna, bis später :D

 

Asta Hulda


Eg lifi en ekki hledslutakid!

Eg atladi nu bara rett ad lata vita ad eg lifi:D Hins vegar gerir hledslutakid af tölvunni minni tad ekki tar sem ad tad bradnadi. Ekki vissi eg ad tad gati gerst en tad gerdist svo sannarlega hja mer i dag. Setti tölvuna mina sakleysislega i samband og var eitthvad ad tölvast, atladi sidan ad fara hledslutakid til en eg brenndi mig og tok eftir ad snuran var ad bradna. Ekki var tetta falleg sjon en virinn byrjadi ad koma i gegn og allt i panikk bara. Hannes hins vegar atlar ad vera svo godur ad fara med tad fyrir mig i apple bud i Innsbruck og lata athuga tetta tvi tetta er held eg ekki edlilegt!!

Tannig ad nuna er eg bara herna i tölvunni hennar oma sem er fra fornöld og gengur svo hagt ad tad er eiginlega vandradalegt.

Annars er voda litid i frettum hedan. For i tennis i gar. Tad var otrulega gaman. Einhver danskur gaur ad kenna mer og eg gerdi mer nu litid fyrir og nastum drap hann i fyrsta skoti. Ekki beint god byrjun. Sidan var hann alltaf ad hlagja ad mer tvi eg var vist med svo fyndinn svip, eg var nu samt bara ad einbeita mer. Hann allavega sagdi ad tad liti ut fyrir ad tad vari piranafiskur ad koma ad mer en ekki bolti. En sidan gekk tetta bara allt vel og eg var ordin rosagod i endann a timanum. Eg fer sidan aftur i nastu viku :D

Sidan er eg ad fara hitta Alfheidi, Gudnyju og Elvu i nastu viku. Eg fer ta til Wagrain og hitti tar mjög liklega tar. Get ekki bedid, tad verdur of gaman hja okkur held eg..

 

Atladi allavega bara ad lata vita af mer. Fa hledslutakid aftur vonandi i nastu viku og ta get eg bloggad almennilega :D

 Bis später :D

Asta Hulda


Björn Guðmundsson 1928-2007, afi Bjössi :D

Í dag 15. júlí, er ár síðan að afi Bjössi lagðist til hinstu hvílu. Fyrir ári átti ég mjög erfitt með að trúa því. Það eina sem að ég gat hugsað var að afi hafði alltaf verið til, hann gat ekki bara farið. Ég skrifaði enga minningargrein um afa og ég hef ekkert talað um hann opinberlega. Ég er tilbúin í það núna og langar að skrifa smá um hann hér.

Mér fannst mjög erfitt að sætta mig við að afi væri veikur, var eiginlega hálfreið við veikindin hans. Einhvern tíman þegar ég sat hjá honum og við vorum að tala um þetta allt saman sagði ég í reiði minni að þetta væri svo ósanngjarnt. Afi sagði hins vegar hinn rólegasti að hann væri sáttur, hann væri búinn að skila sínu hlutverki og væri stoltur og ánægður með allt það sem hann hafði séð og upplifað.

Því er ekki hægt að neita að afi Bjössi var mjög stoltur og pottþéttur maður. Hann hafði fengið að fylgjast með börnunum sínum og barnabörnunum stækka og fullorðnast. Hann hafði ferðast um allan heim. Hann hafði upplifað gleði og söknuð og hann hafði grátið og hlegið. Afi bar höfuðið alltaf hátt og horfði alltaf framan í heiminn með bros á vör. Afi átti heilan helling af vinum og stóra fjölskyldu sem stóð alltaf við bakið á honum og hann við bak þeirra.

Það líður ekki sá dagur að ég hugsi ekki um hann afa. Hann var alltaf til staðar þegar þess þurfti. Ég leitaði mikið til afa og hann var ávallt tilbúinn með hjálparhöndina hvort sem það var hjálp sem ég þurfti við hið persónulega líf, skólann, vinnu eða framtíðina, það skipti hann engu máli, hann bara hjálpaði. Núna í vor lenti ég meira að segja í því að hafa tekið upp símann, slegið inn númerið hjá afa Bjössa, og ætlað segja honum að ég hafði loksins ákveðið efni fyrir stúdentsritgerðina mína. Það hinsvegar gekk ekki alveg upp þar sem að ekki er hægt að ná í afa í gegnum síma.

Núna þegar ár er liðið frá því að hann fór þá hef ég mikið verið að hugsa um hann afa Bjössa. Það eru margar minningar sem koma upp í kollinn á mér og margar hverjar mjög skemmtilegar. Mig langar að deila nokkrum af þessum minningum með ykkur og ég veit að frændsystkini mín hafa mörg hver svipaðar sögur að segja!

 

Afi var alltaf mjög fínn. Hann var alltaf í jakkafötum og skyrtu og bar höfuðið ávallt hátt. Hann var alltaf með greiðu í vasanum til að hann gæti greitt hárið aftur ef að það hafði feikst til í vindinum. Það voru alltaf sömu hreyfingarnar með höndina á undan og svo fíngerða greiðan eftirá. Afi minn var töffari!

 

Afi þekkti alla. Hann heilsaði öllum með nafni, sama hvar hann var. Ég hugsaði oft þegar ég var lítil að afi minn væri frægasti maður í heimi. Þegar ég varð eldri áttaði ég mig hins vegar á því að það eina sem að þurfti til var þessi lífsgleði hjá honum afa mínum. Afi var mjög góður maður og mikil félagsvera með mikla persónutöfra og átti því auðvelt með að kynnast fólki. Afi minn var kúl!

 

Afi var alltaf með tyggjó. Hann var alltaf með blátt extra tyggjó og tuggði það vel og lengi. Afi bauð mér alltaf tyggjó, ég sagði alltaf já. Ég sagði honum hins vegar aldrei að mér fannst blátt extra tyggjó í raun alveg hræðilega vont. Ég vildi bara ekki bregðast honum afa mínum. Afi minn var kallaður afi tyggjó!

 

Afi borðaði mikinn mat, það fór nú ekki framhjá neinum held ég. Það sem að afi gerði þó alltaf við matinn var að ofsalta hann. Til dæmis ef að ég gisti hjá afa þá gerði hann alltaf hafragraut. Þann hafragraut kalla ég alltaf saltgrautinn mikla því sá grautur var einn sá saltaðasti sem ég hef borðað. En ekki sagði ég nei og hámaði ég því hann í mig af “bestu” lyst. Síðan drakk afi alltaf nýmjólk. Ég drakk aldrei nýmjólk því mér fannst hún eins og óþeyttur rjómi á bragðið en ég drakk hana alltaf hjá afa því ég vildi ekki segja nei.. Afi minn var bangsi með góða matarlyst!

 

Afi var besti klórari í heimi. Með stóru krumlurnar sínar var ótrúlegt hvað hann klóraði vel. Hann klóraði alltaf á manni bakið og það var æði. Hann hætti því aldrei. Afi minn var ofurklórari!

 

Afi andaði mjög hátt. Hann andaði alltaf með nefinu og það heyrðist oft í honum anda langar leiðir, sérstaklega þegar hann var að borða. Síðan má nú ekki gleyma blessuðu hrotunum hjá honum afa. Þær eru eitthvað sem maður gleymir aldrei, þessar djúpu, drungalegu, ofurháu hrotum.Síðan fékk hann sér þessa risavöxnu súrefnisgrímu til að hroturnar hættu og þvílíka tryllitækið sem það var. Afi minn vildi láta í sér heyra!

 

Alltaf þegar afi kvaddi mann þá kyssti hann “stjörnurnar”manns, augun. Það var enginn venjulegur koss. Þetta var risavaxinn ofurblautur koss beint á augun. Þegar hann var búinn að kyssa “stjörnurnar” og hann snéri sér að næstu manneskju þá nýtti maður oft tækifærið til að þurrka vel blauta augað sitt. Þessu var oft hlegið að. Afi minn vildi bara láta vita af sér!

 

Oftar en ekki eftir stjörnukossinn laumaði hann afi “smá aur” í vasann hjá manni. Þessi “smá aur” eins og hann kallaði það var yfirleitt 1000 kall eða meira. Afi minn átti fjársjóðskistu eins og Lína Langsokkur!

 

Afi eyddi nánast hverjum einustu jólum hjá okkur, á Akureyri, í Skólagerðinu, á Borgarholtsbrautinni og að lokum í Baugakór. Fyrir mér komu jólin þegar afi var mættur. Þess vegna voru síðustu jól mjög átakanleg en líka mjög gleðileg þar sem ég var hjá pabba á jólunum í fyrsta skipti í 6 ár. Afi minn var jólasveinninn minn!

 

Í dag er ég búin að átti mig á því að hann er farinn, hann kemur ekki aftur. Það er hægt að hugga sig við það að afi fór eftir lögmálum náttúrunnar, hann fór fyrstur. Þannig er eðli lífsins. En þó að hann sé farinn verður hann afi Bjössi, fyrir mér, alltaf til. Hann var mjög stór hluti af mínu lífi og margra annara og afi Bjössi mun því alltaf lifa í minningunum!

 

Mér þótti ótrúlega vænt um afa og þykir enn! Afi var mjög heppinn maður og hann elskaði fjölskylduna sína meira en allt. Eins og ég hugsaði einhvern tíman þegar ég var lítil, ég ætla að verða eins og afi þegar ég verð stór. Hann naut lífsins, hann yfirsteig erfiðleika og hélt áfram. Ég ætla að verða eins og afi og standa við það. Ég ætla að skilja eftir mig stór spor en það gerði hann afi Bjössi svo sannarlega!

 

 

Að lokum vil ég óska Katrínu Önnu til hamingju með afmælið í dag :D

 

Kv. Ásta Hulda

 

P.S. Ég og afi eigum samtals 100 ára afmæli í ár :D

 


Komin til Neukirchen aftur :D

Þá er ég komin aftur til Neukirchen eftir rúma 5 daga í Ítalíu. Ég er búin að lofa mörgum að skrifa eina ferðasögu og ég ætla svo sannarlega að standa við það. Eftir að við vorum öll fjögur búin að koma okkur vel fyrir í BMW kagganum okkar, of snemma á mánudagsmorgni, héldum við af stað í fyrstu sólarlandaferðina okkar saman. Stemningin í bílnum var góð en þó var ekki tekið vel undir söng minn og Ágústu. Við jöfnuðum okkur þó fljótt og hlustuðum bara á ipodana okkar næstu 3 klukkutíma eða eitthvað svoleiðis.

SDC10120

Alltaf finnst mér jafnfyndið að koma að landamærum Evrópusambandslandanna. Landamærin eru skilti! Jájá það er ekkert svo merkilegt een það sem mér fannst nú merkilegast að þrátt fyrir þetta eina skilti þá var samt augljóst að við vorum komin í annað land. Við fengum okkur að borða þarna á landamærunum og þar var töluð ítalska en reyndar líka þýska. Veitingahúsið var reyklaust en Ítalía er með sömu reglur og Ísland varðandi reykingar. Eftir mat héldum við leið okkar áfram og þá héldu breytingarnar áfram. Vegirnir urðu miklu þrengri, skiltin urðu öll ítölsk, tréin minnkuðu, húsin breyttust og fólkið breyttist. Það var eiginlega ótrúlegt að fylgjast með þessu og allt var þetta þessu eina skilti að þakka.

(já ég er lítil)

 

Allavega, þegar til Ítalíu var komið keyrðum við beina leið til Grado, sólarlandareyjunnar miklu. Eftir nokkrar ágætis krókaleiðir komumst við loksins að hótelinu okkar. Veðrið var frábært og við skelltum okkur þess vegna strax niður á strönd og lögðumst í gott sólbað. Helmut skellti sér strax í sjóinn og þeir urðu bestu vinir strax frá fyrstu kynnum og dvaldi Helmut að mestu leyti þar það sem eftir var af ferðinni.

Ég og sjórinn vorum hins vegar ekker sérstaklega náin. Á öðrum degi dróg Helmut mig út í sjó og ég var alveg þvílíkt sátt að vera þarna syndandi í öldunum í rólegheitunum. Síðan var sjórinn orðinn svo grunnur þannig að ég byrjaði bara að labba þarna eins og ekkert væri eðlilegra. Og þá gerðist það sem að

SDC10140allir biðu eftir, fyrstu meiðsli ferðarinnar. Ég með mínum ótrúlegu fótakröftum steig á annað hvort skel eða stein sem að rispaði mig smá á hliðinni. Ég lét nú ekkert smá skrámu á mig fá og var áfram í sjónum en síðan byrjaði mig að svíða svo svakalega að ég ákvað að fara uppúr og skola þetta aðeins. Þegar ég kom að fótaskolunarsturtunum tók ég eftir því að það blæddi smá og því ákvað ég að fara til strandvarðanna sem sátu þarna rétt hja´og biðja um smá plástur. Strandverðirnir voru því miður ekkert heitir, bara gamlir feitir kallar, een þvílíku móttökurnar. Þeir fylgdu mér allir þrír að einhverju húsi þar sem einn gaurinn tók upp risasjúkrakassa og ég bara jii hvað er ég búin að koma mér í. Þeir létu mig setjast niður og stóðu þarna allir þrír að dekra við litlu skrámuna mína. Einn hélt löppinni uppi, einn skolaði og setti sótthreinsandi á og sá þriðji hann tók upp þessar þvílíku sáraumbúðir og byrjaði að vefja löppina mína í þær. 

Myndin sýnir það sem segja þarf. Afraksturinn hjá þeim var mjög góður eins og sést. Mér hins vegar hefur ekki liðið jafnkjánalega í langan tíma og langaði helst bara að hverfa þar sem ég fékk athygli frá allri ströndinn eins og ég hafði lent í stórslysi. En það er allt í lagi með mig :D

 

Um kvöldið skellti fjölskyldan sér síðan í golf. Spiluðum 18 holur en þó einhverja minni gerð og kallast það minigolf. En við spiluðum samt sem áður 18 holur á Ítalíu, ekkert slor það ha!! Þar hins vegar var fjölskyldan gjörsamlega étin í hel af ítölsku flugunum. Það var þá sérstaklega við kvenkynið í fjölskyldunni en ég held að Helmut hafi fengið eitt bit á kálfann, váá! Við hinar vorum bitnar og bólgurnar og kláðinn fylgdi öfgakennt með. Ég til dæmis fékk eitt bit við hnéið. Það bit bólgnaði svo mikið að það var eins og að það stæði golfkúla út úr löppinni minni og það þrýsti svo mikið á hnéið að ég var semi farin að haltra. Ég hélt að það væri ekki hægt að bólgna meira en neinei, daginn eftir var þetta bit orðið eins og tennisbolti! Ágústa fékk eitt svipað á lærið og mamma líka! Síðan voru mörg önnur bit og úff..

 

IMG_1593IMG_1592

 En nóg um það. Ítalskur matur er æði. Hann er bestur. Við til dæmis fórum á ítalskan pizzastað og núna getum við sagt að við höfum borðað ekta ítalska pizzu:D mmmm... Hvítu brauðin og allt þetta var líka ótrúlega gott og salötin:D Fórum meirað segja einu sinni á fiskistað og það var líka geðveikt gott. Fékk rækjur með klónnum og öllu og litla kolkrabba í heilu lagi, mjöög gott:D

Síðan borðuðum við líka ekta ítalskan ís á hverjum degi:D Hann var alveg ótrúlega góður en ég verð nú að segja að mér finnst ísinn hjá mér ekkert verri:D hahaha.. 

 

 

 

Þegar fjölskyldan mín er saman komin þá er það eiginlega orðin hefð að einhver segi eða geri eitthvað vandræðalegt. Eins og til dæmis þegar ég uppgötvaði að það væru páskar í öðrum löndum en á Íslandi og svona een það skiptir ekki máli. Í þessari ferð kom ýmislegt fyrir..

 

  • Helmut er frá fornöld og því fattaði hann ekki að hann ætti að taka miða til að komast inná autobahninn í Ítalíu og því vorum við föst þar í 5 mínútur með bílflaut fyrir aftan okkur.
  • Helmut tók upp þara á ströndinni og setti hann á hausinn á sér og öskraði á okkur til að við myndum sjá hann með hár (grænt hár)!!
  • Ágústa labbaði ekki inná hótelið okkar, hún hrundi inn í það!
  • Mamma var farin að halda að boltar sem krakkar leika sér með væru baujur sem bönnuðu manni að fara lengra út í sjóinn..
  • Mamma drekkti mér næstum því í sjónum síðasta daginn þegar hún stóð óvart ofan á mér!
  • Ég með mín sár og bit átti alla athygli bæjarins í þessari ferð.
 
IMG_1597
 
Ítalía var samt ekkert nema æði. Fólkið þarna var frábært og vildi alltfyrir mann gera. Ekki margir töluðu ensku en ef þeir gerðu það þá var það svona : ,,Youeeeee go toeeee left aaaaand theneeee youeeeee are thereeeee!!" Ítölsk enska er það fyndnasta í heimi.. Samt var töluð meiri þýska þarna en enska!
 
En ég varð allavega yfir mig hrifin af Ítalíu og þetta er klárlega land sem að ég væri til í að búa í. Skíði á veturnar og ströndin á sumrin, hver vill það ekki ??
 
Ég líka varð ástfangin af vespum og sérstaklega einni tegund sem var eins og bíll en var samt vespa, á þremur hjólum :D! Ef ég flyt til Ítalíu þá verður það klárlega bíllinn minn :D 
 

 

 

Ítalía kom mér sem sagt mikið á óvart og mér fannst alltof gaman þarna. Liggja á ströndinni bara og slappa af. Eitt af því sem að ég elskaði var að sjá sjóinn. Ég var komin með smá innilokunarkennd hérna í fjöllunum og ég held ég hafi haft mjög gott af þessu:D En það var líka mjög gaman að koma heim og svona:D 

IMG_1610

Við keyrðum síðan aðra leið heim en þá keyrðum við upp að hæsta fjalli Austurríkis, Grossglockner 3798m, en við sáum nú ekki mikið þar sem að það var ský akkurat á fjallinu.

IMG_1614Leiðin þangað og síðan heim aftur var ein mesta fjallaleið sem að ég hef farið. Beygja eftir beygju aftur og aftur og upp og niður!! Vegirnir eru líka ekki í fjallinu heldur utan á þeim og í yfir 2000 metra hæð getur það verið frekar óhugnarlegt.. . Það var ótrúlega flott samt að horfa á fjöllin og landslagið, eitthvað sem að myndir sýna ekki almennilega.. Ég var allavega ótrúlega ánægð með þessa ferð og ég veit að allir hinir voru það líka. Góð slökun og ég held að allir hafi bara haft gott af þessu:D

 

Að lokum langar mig síðan að óska Óskari bróðir og Andreu vinkonu til hamingju með afmælið í dag :D Njótiði dagsins Óskar í Mósambík og Andrea tvítuga :D

 

Kveðjur úr austurrísku Ölpunum

 

Ásta Hulda 


Ítalía :D

Mig langaði bara rétt að láta fólk vita af að ég er að fara til Ítalíu á morgun. Ég fer með Íslendingunum mínum og við komum aftur á föstudag. Við verðum að stað sem heitir Grado og þar er strönd og alles. Við ætlum því að liggja í sólbaði þessa vikuna og slaka á:D

Ég fer ekki með tölvuna mína þannig að það kemur bara eitt gott update með myndum og alles þegar við komum tilbaka:D

Auf Wiederhören :D

Ásta Hulda

P.s. Fyrir þá sem eru með Facebook þá eru komnar nokkrar myndir þar :D


Íslendingarnir ofvirku!!

Auðvitað um leið og fjölskyldan er komin þá er ekki lengur hægt að slaka á. Hér kemur smá úttekt á því sem að hefur drifið á daga okkar.

Á mánudag fórum við í bíltúr í kagganum. Við keyrðum til Mittersill og fengum okkur hádegismat. Mér fannst ótrúlegt að vera aftur með Íslendingunum mínum en það var samt góð tilfinning:D Samt sem áður skil ég Ágústu ekki ennþá að geta verið svona mikið ein með þeim skötuhjúum frá fornöld.. Eftir Mittersill rúntinn okkar ákváðum við að keyra aftur til Neukirchen. Helmut hins vegar getur ekki sest niður í smá stund og dróg okkur því með sér í minigolf. Allir voru nú samt ánægðir með það. Ótrúlegt en satt lenti ég í öðru sæti á eftir Helmut en sumir aðilar tóku það ekki gilt þar sem þeir héldu því fram að ég hefði verið að æfa mig til að geta unnið þau.. Ég held að sumir hafi nú bara verið tapsárir, ég nefni samt engin nöfn.

Á þriðjudag vorum ég og Ágústa vaktar kl.9 og okkur voru gefnir tveir kostir. Sá fyrri var að keyra að einhverjum dal og labba þar einhvern risagöngutúr og sá seinni var að fara með skíðalyftunni hérna upp á Wildkogel (skíðasvæðið hér) og labba niður fjallið. Okkur var ekki einu sinni boðinn sá kostur að fá að vakna. Okkur fannst samt sem áður seinni kosturinn skárri þar sem talað var um að labba niður fjall og borða hádegismat á leiðinni. Með okkar ákvörðun var því haldið af stað kl. hálf 11 upp í fjall. Það var rosalega gott veður og því var makað á okkur sólarvörn eins og við værum moldvörpur með sólarofnæmi og við þurftum að vera með húfur og sólgleraugu og ég veit ekki hvað og hvað. En jújú þetta var allt saman fínt og þetta gekk bara rosalega vel. Þetta var samt svo miklu miklu erfiðara en ég hafði nokkurn tíman búist við. Halló við vorum að labba NIÐUR fjall, það á ekki að vera erfitt! Jú svo er víst..
Eftir sirka 2 klukkutíma og mikið labb sáum við loksins veitingahúsið neðar í fjallinu. Ég neita því ekki en ég var að deyja úr þreytu og ég var ógeðslega svöng og því var ég mjög ánægð þegar ég sá húsið. Ég hins vegar varð ekki eins ánægð þegar ég fattaði hvað stígurinn sem við vorum að labba á var krókóttur. Mér fannst við labba endalaust og þvílíku krókarnir. Þetta var svona móment þar sem að maður hugsaði já það kemur eftir næstu beyju en það gerist ekki þá og síðan hugsar maður aftur já núna hlýtur það að koma, en það kom ekki. Eftir ágætan tíma fengum við smá félagsskap frá litlum kálfum og þáá sáum við veitingahúsið loksins og gátum fengið okkur að borða.
Eftir mat var aftur lagt af stað og þá var svona klukkutíma ganga eftir að sögn Helmuts. Ég veit ekki alveg hvaða tímaskyn ég hef en mér fannst þetta endalaust að líða. Það var kannski af því ég var farin að haltra þar sem ég var með krampa í vinstra lærinu og hásinin á hægri var að gefa sig.
En að lokum kom opa að sækja okkur og við vorum komin í hús milli 2 og 3. Og þá var tekinn góður blundur.
Þegar við vöknuðum fórum við í náttúrlega laug sem er hérna í bænum og við lágum í sólbaði. Við ákváðum að kæla okkur í lauginni en það var vægast sagt til að kæla sig, frekar til að frysta sig. Vatnið var svo fáránlega kalt. Ég höndlaði þetta ekki og fannst nóg að hafa bara rétt sett fallegu tærnar mínar ofan í.

Miðvikudagur rann upp og þá gat fjölskyldan ekki staðið í lappirnar fyrir harðsperrum. Það var of fyndið að sjá okkur labba en við vorum eins og hænur með gigt. Við hins vegar létum það ekkert á okkur fá og skelltum okkur í verlsunarferð til Zell am See. Ég og Ágústa vorum klárlega komnar á réttan stað til að gleyma verkjunum í löppunum en sá staður er að sjálfsögðu H&M. Helmut og mamma voru geymd á kaffihúsi á meðan. Þegar Helmut var orðinn frekar pirraður á þessu búðarrölti þá skelltum við okkur í sund. Ágústa fékk hálfgert áfall þegar hún fattaði að konur og karlar eru saman í klefum en það skánaði um leið og hún sá að það voru sérstök herbergi til að skipta um föt. Þetta var æðislegt og við vorum með dýnur í grasinu hjá lauginni til að liggja í sólbaði. MMM þetta var æðislegt. Ég og Ágústa ákváðum síðan að hoppa í girnilegu sundlaugina en hún var því miður ekkert skárri en náttúrulaugin í Neukirchen og ég held í alvörunni að ég hafi verið með gæsahúð í korter eftirá.
Þegar við sáum að það var að koma þrumuveður fórum við heim og lögðum okkur í ágæta stund.

Í dag fór ég síðan að vinna og var ennþá með harðsperrur. Það gekk bara mjög vel eins og vanalega fyrir utan að ég var að vinna með algjörri belju sem ætti bara miklu frekar að vera vinna á einhverju bóndabýli en þarna. Hún fer bara rosalega í taugarnar á mér. En ég reyndi bara að gera gott úr því og borðaði nógu mikinn ís til að halda mér í góðu skapi. Við fengum síðan heimsókn í dag þegar systir hans Helmuts, Evi, kom með manninum sínum, Horst, og stráknum sínum, Horst Alexander. Ég dó úr hlátri þegar ég sá manninn hennar því hann minnti mig of mikið á góðan vin minn Herbert sem kíkti í heimsókn til mín í febrúar :D:D Hann var reyndar dökkhærður en yfirvaraskeggið var svo sannarlega til staðar og hárið var fáránlega líkt hárinu á Herbert. Núna erum við búin að ljúka við það að borða og erum að bíða eftir eftirrétt. MMm... eitthvað fyrir mig :D

Annars er ég komin með myndavél núna þannig að ég fer að taka myndir eins og ég get og setja á netið. Ég er með einhverjar núna en þær eru ekki það margar og ekki nógu merkilegar til að ég setji þær inn.. Kemur kannski eitthvað annað hvort fyrir Ítalíu eða eftir.. Og já ég er að fara til Ítalíu.. Ég fékk frí í vinnunni og fer á mánudag með familíunni.. Jeiiii, hef aldrei farið þangað áður og ég held að það verði megamega... Við ætlum að fara á strönd þannig ég verð ennþá brúnni en ég er núna:D
Þýskan gengur ágætlega en það er mjög erfitt að tala hana núna þar sem að það er íslenska og enska í gangi núna líka. Þá finnst mér erfitt að skipta á milli tungumála ennþá.

Síðan eiga Karen Birna vinkona mín og Inga Huld frænka mín afmæli í dag.. Til hamingju :D
Jæja þrumur og eldingar enn og aftur núna..

En þangað til seinna,

Ásta Hulda


Ísland komið í heimsókn!

Þá er familían loksins komin. Ég get ekki neitað gleði minni yfir því að hafa þau hér. Mikið knús og kyss :D Ég er búin að vera 1 mánuð hér í Austurríkinu og ég hef aldrei verið svona lengi frá mömmu og Ágústu. Samt er ekki vottur af heimþrá komin enda er ég svo mikið heima hjá mér hérna hjá austurrísku fjölskyldunni minni.
Ég fékk ýmislegt skemmtilegt frá Íslandi. Nóa Siríus súkkulaði, kúlusúkk, tópas og ópal, kínaskó (uppáhaldið mitt), föt sem komust ekki í ferðatöskuna og íslensk blöð:D Þannig ég er núna búin að sitja og háma í mig súkkulaði eins og ekkert væri eðlilegra:)
Skrítnast finnst mér samt að skipta á milli tungumála. Það er eiginlega bara frekar erfitt. Stundum byrja ég að tala þýsku við mömmu, Helmut og Ágústu og stundum íslensku við Austurríkisfólkið. Frekar fyndið samt... Það er eitthvað sem að ég þarf bara að venja mig á.
Þau fara svo til Ítalíu á mánudag held ég en þau þurftu að hætta við að fara til Króatíu því bílaleigan, þar sem þau fengu bílinn sem þau eru á, sagði að það væri ekki nógu öruggt þar og eitthvað rugl. Þau fengu sko svartan BMW, ógeðslega flottan sportbíl, ekkert slor á þessu liði ha... En já bílaleigan sagði að það væru svo miklar líkur á innbrotum í bílinn þannig að það var bara bannað. En þau ákváðu þá bara að vera lengur í Ítalíu í staðinn, kannski einhverja fjóra daga og koma síðan aftur hingað til Neukirchen. Ég er hins vegar að spá að skella mér með. Það er nefnilega ekkert mál fyrir mig að fá frí í vinnunni minni og af hverju ætti ég ekki að nýta tækifærið og fara með. Ég hef aldrei farið til Ítalíu áður og mér finnst alltaf jafngaman að koma til nýrra landa. Ég ætla allavega að hugsa mig um:D
Ég er allavega ótrúlega glöð að hafa þau hérna hjá mér:D

Í dag fórum ég og María að kaupa ís. Það er nú ekkert merkilegt þannig séð en allavega í þetta skipti lentum við klárlega í fyndasta atviki síðan ég kom hingað. Við vorum búnar að kaupa ísinn og vorum að labba heim. Allt í einu var rosalega mikið af fólki búið að umkringja 3 menn á risastórum stultum. Þeir voru allir klæddir í breska lögreglubúninga og þetta var allt mjög fyndið. Þeir voru í alvörunni að lyfta fólki upp og setja það ofan á bíla og sveifla krökkum á milli sín og taka myndavélar af fólki og taka mynd af einhverju fáránlegu eins og t.d. vegg. Við stóðum þarna með ísinn okkar og hlógum að þessu öllu þangað til að allt í einu þeir voru allir stopp og störðu á okkur tvær. Fyrst trúði ég því ekki en þegar þeir byrjuðu að labba til okkar þá varð ég alveg pínu stressuð og byrjaði að labba í burtu og María líka. Síðan byrjuðu þeir að hlaupa á eftir okkur og þá byrjuðum við líka að hlaupa og allt fólkið á eftir. Mig langaði að sökkva ofan í jörðina. Ótrúlegt en satt þá náðu þeir okkur og þeir vildu fá ís, stóðu allir eins og styttur með opinn munninn. Ég labbaði í burtu en María byrjaði að gefa þeim smá ís. Það endaði þannig að þeir tóku ísinn af henni og borðuðu hann allan. Hún var rétt byrjuð á ísnum. Við stóðum þarna og göptum á þá og fólkið líka og síðan dóum við úr hlátri. Við sko gátum varla staðið í lappirnar af hlátri. "Löggurnar" löbbuðu síðan í burtu og fólkið með. Við stóðum þarna eftir eins og klessur og vissum ekkert hvað við áttum að gera. En síðan löbbuðum við bara heim í semi sjokki.. Æj þetta var kannski svona móment have to be there en opa allavega dó úr hlátri þegar við sögðum honum þetta og ég fékk hellu fyrir eyrun hann hló svo hátt.

Allavega, vildi bara aðeins láta í mér heyra,

Þangað til næst

Ásta Hulda


Byrjuð að vinna og jólasveinninn fundinn:D

Þá eru tveir vinnudagar liðnir hér í Austurríki. Ég er að vinna bar og ísmegin og er þó að mestu að afgreiða ís. Mér hefur gengið bara mjög vel fyrir utan að skilja Pinzgaurisch sem er mállýskan hér og hún er eiginlega varla þýska. Vinnudagurinn minn er ekki langur, verður yfirleitt svona 4 tímar. Það fer samt allt eftir því hvað er mikið að gera:D Annars líst mér bara rosalega vel á þetta. Þarf ekki að hafa mikið fyrir þessu, segi bara:,, Hallo, bitte!" ( og þá segir fólkið hvað það vill) síðan segi ég : ,,Bechel oder Spitz" ( box eða brauðform) og síðan segi ég bara hvað þetta kostar og síðan ,,Bitteshcön" ( gjörðu svo vel) þegar ég rétti fólkinu afganginn. Það erfiðasta við þetta er að segja hvað kostar eða segja Euro. Veit ekki af hverju mér finnst það svona erfitt en þannig er það bara. Já og vinnan hefur algjörlega gengið vandræðalaust fyrir sig fyrir utan smá klístur, rjómasprengingar og tungumálamisskilning en hei þetta eru nú bara fyrstu dagarnir núna :D

Veðrið er alltaf eins hérna. Yfir 30 stiga hiti, sól og þrumuveður á kvöldið:D Get eiginlega ekki vanið mig á þessar þrumur, fara rosalega í mig. Það bergmálar svo í fjöllunum og það er bara eitthvað við þetta sem er svo óhugnarlegt. Ég líka má helst ekki vera á netinu þegar það er þrumuveður því það getur víst verið stórhættulegt. Ég fékk einhverja útskýringu á því af hverju það er þannig en það var svo hratt að ég skildi ekkert hvað manneskjan var að tala um.. :S

Það er líka eitt hérna sem mér finnst alveg stórmerkilegt. Ég nefnilega komst að því um daginn að ég er búin að finna jólasveininn. Hann býr hvorki á norðurpólnum eða í Finnlandi. Hann býr í Neukirchen, litlu sveitaþorpi í Austurríki. Hann býr í Landhaus Maier og heitir Jósef og er kallaður Sepp. Ef hann er ekki alvöru jólasveinninn þá hlýtur hann að vera bróðir hans.
Jólasveinninn er með mikla bumbu, Jósef er með mikla bumbu líka.
Jólasveinninn er með silfurgráhvítt hár, Jósef er líka með silfurgráhvítt hár.
Jólasveinninn fer út um allt á sleðanum sínum, Jósef fer út um allt á græna kagganum sínum ( jafnvel þó hann þurfi bara að fara yfir eina götu).
Jólasveinninn hlær HOHOHÓ, Jósef hlær líka HOHOHÓ.
Jólasveinninn er alltaf glaður og gjafmildur, Jósef er alltaf glaður og gjafmildur.
Jólasveinninn borðar alveg rosalega mikið, Jósef borðar líka rosalega mikið ( þegar hann er búinn að borða hjá konunni sinni þá fer hann yfir í næsta hús og borðar afgangana þar).
Kannski er ég ein um að finnast þeir líkir en vá, þeir hljóta allavega að vera bræður. Ég er hérna að sjálfsögðu að tala um hann opa en hann er í alvörunni fyndnasti maður sem ég veit um. Hann er ótrúlegur sko, hann keyrir allt sem hann þarf að fara og stundum er það bara 1 mínutu labb. Hann kemur í alvörunni alltaf yfir til Maríu og kvöldin eftir að hafa borðað helling hjá oma og segir mmm hvað var í matinn hér og borðar restarnar:D Hann er með botnlausa bumbu.. Hann vill helst sitja í stólnum sínum og horfa á Bold and the Beautiful með heilu steikurnar í fanginu. En opa er alltaf jafnmikið æði. Gerði allt til að ég myndi fá góða vinnu hérna og er alltaf að hugsa um mig :D

Ég hef líka komist á það sem ég hef tekið með mér úr Kvennó er hvað ég get bullað eða talað endalaust um ekki neitt. Góð æfing fyrir stjórnmálamennskuna held ég ;) Maður æfðist rosalega í því í ákveðnum fögum í Kvennó og þjálfaðist einhvern vegin upp í að geta skrifað endalaust langar ritgerðir og greinar um ekkert. T.d. var ég farin að geta bullað 3 bls fréttir í fjölmiðlafræði sem ég skáldaði bara.. En allavega, ég er ánægð með að hafa þennan hæfileika í dag og ég ætla svo sannarlega að halda honum við alla ævi:D Ég verð brjálað góð stjórnmálakona... :Dhahaha

Allavega, bið að heilsa í bili,

Kv. Ásta Hulda


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Ásta Hulda Ármann

Höfundur

Ásta Hulda Ármann
Ásta Hulda Ármann
Aðeins 5 sekúndur í hinn stóra heim!

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • SDC14578
  • SDC14540
  • SDC14493
  • SDC14364
  • SDC14462

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 341

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband