Hugsi hugsi :)

Núna, þegar ég skrifa þetta blogg, ligg ég uppí rúmi með íslenska tónlist í gangi, borða íslenskt nammi og fletti í gegnum myndirnar mínar frá Íslandi. Eins mikið og ég skemmti mér og nýt þess að vera hérna þá er hugurinn samt alltaf á einhverjum öðrum stað. Ég held að þetta kallist heimþrá. Hef núna í langan tíma fengið þessa óþægilegu tilfinningu að langa að fara heim, samt einhvern vegin ekki á sorglegan hátt. Langar stundum bara rétt að kíkja í heimsókn og fara síðan aftur. Kannski er það bara af því að allir austurrísku vinir mínir hafa alltaf mömmu, pabba og systkini, sinn venjulega mat, sitt eigið rúm og sæng hjá sér og sinn eigin fataskáp með öllum fötunum sínum í. Eða kannski er það bara af því að allir hollensku vinir mínir úr vinnunni í vetur fengu mömmu, pabba og vini sína í heimsókn eða rétt skruppu heim í viku og komu síðan aftur. Kannski er það bara sú þrá að geta talað íslensku þegar ég vil og að þurfa ekki endalaust að hlusta á hollensku og pinzgaurisch (austurríska mállýskan hér). Það að hverfa inní minn eigin heim og dagdrauma er orðin daglegt. Það að heyra bara suð í staðin fyrir samtal er fyrir mér orðið eðlilegt og ósjálfrátt segi ég já við öllu sem er sagt við mig. En þegar ég ligg hérna ein þá fer ég að hugsa og það er ýmislegt sem að kemur upp.

 

Núna þegar ég hef enga vinnu og hef ekkert að gera fer ég mikið að hugsa um veturinn og hvað hann gaf mér mikið. Það að hafa ákveðið að verða skíðakennari í vetur er ákvörðun sem ég mun aldrei sjá eftir, aldrei. Algjörlega engin eftirsjá. Að vera skíðakennari er eitt af því erfiðasta og átakamesta sem ég hef upplifað en samt sem áður, á sama tíma, eitt það skemmtilegasta og ótrúlegasta sem ég hef upplifað. Að takast á við aðstæður sem ég hef aldrei lent í áður, halda haus og brosa er daglegt verk. Gera mistök og læra af þeim, gera gott verk og taka hrósi og síðast en ekki síst að vera jákvæð eru ein af þeim verkefnum sem ég hef þurft að takast á við í vetur. Þessi verkefni eru komin til skila, þau skiluðu sér til mín. Á hverjum degi kom ég heim með nýbakaða upplifun sem ég mun alltaf geyma. Það var ótrúlegt að fylgjast með krökkunum taka framförum á hverjum einasta degi, krakkar sem að gátu ekki staðið í lappirnar á fyrsta degi voru farin að skíða frá toppinum á fjallinu og alla leið niður á 3ja degi. Ómetanleg reynsla, vinir til framtíðar og ný og betri ég er allt eitthvað sem að ég þakka skíðaskólanum:)

 

Í vetur kynntist ég líka hinum ýmsu krökkum, krökkum sem komu mér til að hlægja og krökkum sem að gerðu mig pirraða og reiða.                                                                                                      

Ég hugsa oft tilbaka og þá sé ég fyrir mér litlu Lucy sem að skíðaði alltaf á eftir mér og kallaði ÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁstaaaaa. Þetta öskurkall gerði það að verkum að í allan vetur var kallað á eftir mér að vinum mínum ÁÁÁÁÁÁÁÁÁstaaaaa. 

Ég hugsa um litlu Isu sem sagði á hollensku: ,, Juffí juffí, ik mut blasse!!”( Skíðakennari ég þarf að pissa) og þegar ég þaut þá með hana inní skóg heyrði ég: ,,Juffí juffí, ik blasse in mæn brúúúk, ik blasse in mein brúúúk!!” (Skíðakennari ég er að pissa á mig) Ég þurfti því að hringja í mömmu hennar og sagði á hollensku :,, Uuuuu stelpan þín pissaði eiginlega á sig, geturu sótt hana?”                                        

Ég hugsa um litla Marnix sem að datt og ég hélt að hefði lamast og hann og ég gátum ekki hætt að gráta!! Hann hafði fengið heilahristing og þurfti að gista eina nótt á spítalanum í Mittersill.                    

Ég hugsa um litla Luuk sem fór alltaf að gráta þegar hann þurfti að kveðja mömmu sína og fór síðan alltaf að gráta þegar að hann þurfti að kveðja mig.                                                                      

Ég hugsa um Lars sem fór alltaf að gráta þegar að hann datt eða þurfti sjálfur að standa upp eða þegar að hann þurfti að fara í lyftuna eða þegar hann þurfti að fara alveg uppá topp eða þegar að hann þurfti að fara einn í lyftuna eða þegar að hann þurfti að pissa eða þegar hann þurfti að fara rauðu brekku númer 3, ok ég sem sagt man eftir Lars sem að grét út af öllu.                                                            

Ég hugsa um litlu Isabellu sem að hætti ekki að tala. Hún bókstaflega sagði mér allt og í lok vikunnar vissi ég allt um hana og fjölskyldan var ekki undanskilin. Ég vissi hvað afi hennar lærði og gerði, ég vissi nákvæmlega hvernig frænka hennar leit út, ég vissi nákvæmlega leiðina að húsinu hennar í Þýskalandi, ég vissi hvað nágrannarnir hennar hétu, ég vissi hvað hundur nágrannanna hét og hvernig hann leit út og ég veit ekki hvað og hvað.                                                                                          

Síðan hugsa ég um 10-13 ára krakkana sem ég var með síðustu vikuna mína en þau voru öll jafnstór og ég eða stærri en ég. Strákarnir í hópnum voru með kjaft til að byrja með þangað til að ég eypaði bara á þá og þeir báru svo mikla virðingu fyrir mér það sem eftir var vikunnar að ég var mjög sátt. Gerði það að verkum að þau tóku framförum og við skemmtum okkur rosalega vel saman, náðum að skíða út um allt. Á verðlaunaafhendingunni fékk ég síðan uppklapp frá foreldrunum með öllu tilheyrandi og þvílíku hrósi og ópum og öskrum. Ekkert smá gott fyrir mig þar sem að báðir yfirmennirnir mínir voru þarna og þeir sögðust alfrei hafa heyrt annað eins.. 

Það eru allavega mikið af skemmtilegum sögum sem ég get rifjað upp og sagt frá, held allavega að það sé komið nóg núna.

 

Ég bið að heilsa héðan úr sólinni og hitanum sem ég fæ því miður ekki að njóta þar sem ég ligg hérna í sýklalyfjahrúgu undir sæng. Ég ætla að vera duglegri að blogga núna en þá vil ég líka fá að vita hvort að fólkið mitt er ekki alveg örugglega að lesa bloggið mitt. Ef að ég blogga meira ætliði þá að kíkja meira á síðuna??

 

Kv. Austurríska Ássí


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hæ,,,loksins blogg.. leit einmitt inn í gær...þannig að eitthvað vorum við að hugsa svipað...skemmtilegar pælingar. knús mamma

Mamma (IP-tala skráð) 10.5.2009 kl. 20:32

2 identicon

Hææ gaman að lesa nýjar fréttir! ég kíkji reglulega snúlli! :)

Silja (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 18:21

3 identicon

Frábært blogg Ásta!

Ég kíki reglulega, vil sjá þig blogga meira :)

Kristrún (IP-tala skráð) 15.5.2009 kl. 15:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásta Hulda Ármann

Höfundur

Ásta Hulda Ármann
Ásta Hulda Ármann
Aðeins 5 sekúndur í hinn stóra heim!

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • SDC14578
  • SDC14540
  • SDC14493
  • SDC14364
  • SDC14462

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 293

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband