Í landi karlanna!

Já ágæta fólk sem les þetta blogg, þessa dagana dettur brosið ekki af mér. Hvort að það er út af vinafjöldanum eða út af whitening tannkreminu mínu þá er ég ekki viss! Nei djók, auðvitað er ég svo glöð að vera komin með svo mikið af frábærum vinum sem draga mig út um allt alla daga. Síðustu daga er ég varla búin að vera heima, alltaf að gera eitthvað annað en þetta vanalega sjónvarpsgláp sem átti sér stað í gamla daga. Var eiginlega búin að gleyma því að ég væri með sjónvarp í herberginu mínu, gleymi samt ekki köngulónni! Oma hlær að mér og opa segir ohh hvað ertu að fara gera núna, en mér finnst það bara gaman. Ég er svo glöð og hress hérna núna að ég er alveg næstum því farin að hallast að því að koma bara ekkert heim. En auðvitað kem ég heim fólk, engar áhyggjur, ég kem !  Ég og opa erum líka orðnir svo rosa góðir vinir núna. Við eigum okkar sérstaka vinskap núna sem enginn skilur. 

 Ég er búin að vera hérna í 3 mánuði núna og mér finnst eiginlega bara fáránlegt hvað tíminn líður hratt. Núna eru sem sagt bara 2 mánuðir þangað til ég kem heim. Mér finnst það eiginlega pínu sorglegt en það er alltaf jafngaman að koma heim held ég. Þó að ég sé bara búin að vera hérna í 3 mánuði þá myndi ég telja að ég sé búin að kynnast þessu austurríska sveitalífi alveg ágætlega vel. Og mikið rosalega hefur þetta land komið mér á óvart og því miður eiginlega á neikvæðan hátt. Mig langar að segja ykkur frá því aðeins núna. 

Ég taldi mig, sem Íslending, lifa í landi karlaveldis og kvennabaráttu. Eftir að ég kom til austurríkis hef ég upplifað mesta karlaveldi sem ég hef nokkurn tíman tekið eftir og konur sem segja já og amen við öllu sem þeir segja. Austurríska sveitalífið finnst mér vera langt á eftir þeirri þróun sem Evrópa telur sig hluti af. Hér eru konur heimavinnandi og karlar útivinnandi. Hér elda konur matinn og þvo þvottinn. Konurnar kaupa allar nauðsynlegar vörur fyrir heimilið og þrífa það líka. Konurnar sjá um að blómin og garðurinn sé í lagi og sjá um að ala upp börnin. Körlum hér finnst þetta allt bara það eðlilegasta í heimi og konurnar kvarta og kvarta en gera ekkert í því. Stundum skil ég þetta ekki alveg! Karlarnir hjálpa voða lítið heimatil við uppeldi og hér í Austurríki fá feður miklu styttri fæðingarorlof heldur en konurnar. En þeim finnst það allt bara eðlilegt. Ég veit ekki með ykkur en mér finnst þetta allavega ekki eðlilegt. 

Uppeldi á stelpum og strákum er allt öðruvísi. Ef að strákar kasta steinum, lemja hvorn annan, hlýða ekki, henda mat út um allt, öskra og væla eins og apar þá segja konurnar: ,, Hahaha, svona eru þessi strákar!" ,,Strákar eru bara svona!" ,,Ohh strákarnir eru svo miklu æstari en stelpurnar, en þannig er það bara!".. Já þetta er eitthvað sem að ég skil ekki. Stelpurnar eiga síðan að vera litlar, sætar dúllur sem segja ,,mamma" með blíðri lítilli rödd og hreyfa sig ekki úr stað.  Á Íslandi er reynt að ala börn upp sem jafningja hvort sem þau eru strákar eða stelpur. Myndi halda að meirihlutinn gerði það þó að það geri það að sjálfsögðu ekki allir. 

Austurríki er kaþólskt land. Hér í sveitinni eru kirkjur í hverju einasta þorpi og gegna þær mikilvægu hlutverki. Ég komst hins vegar að því að þetta mikilvæga hlutverk kirkjunnar er að fæla þrumuveður burt þegar það er að koma. Sem sagt, ef allt lítur út fyrir að þrumuveður sé í vændum byrja klukkurnar að hringja. Og þær hringja og hringja og hringja og hringja og hringja! Þær hringja í hvorki meira né minni en klukkutíma til að fæla þrumuveðrið í burtu. Ég get hins vegar sagt ykkur það að þetta virkar aldrei! Annað með kirkjurnar. Þær eru mjög mikilvægar upp á klukkuna að gera. Kirkjuklukkurnar hér hringja ekki bara á heila tímanum, haha neinei, þær hringja á heila tímanum, korter yfir, hálf, korter í og síðan aftur á heila tímanum. Og á heila tímanum, guð minn góður, þá hringja þær svo lengi og hátt og mikið að það mætti halda að brúðkaup aldarinnar væri í gangi á klukkutíma fresti. Frekar fyndið allt saman, eða mér finnst það allavega :D 

Síðan er toppurinn á öllu. Það er þetta með karlaveldið áfram. Ég og María fórum saman til Zell am See í sumar til að verlsa. Við fórum inn í þessa fínu bílageymslu með fullt af stæðum. Síðan tók ég eftir hvað það var mikið af sérmerktum stæðum og þau voru frekar stór og rúmmikil en ekki var þetta sérmerkt fyrir fólk með sérþarfir eða fatlaða, neinei, það stóð hvorki meira né minna en FRAUEN. Fyrir þá sem ekki vita hvað það þýðir þá þýðir það einfaldlega konur. Ég spurði Maríu hvort að ég væri að skilja þetta rétt og hún svaraði mjög eðlilega ,,Já það er svo mikið af konum sem að geta ekki lagt almennilega í stæði að hér í Austurríki eru sérstæði fyrir konur. Ég hins vegar legg aldrei í þau, finnst það frekar óþægilegt!!" Ég svona starði á hana með hökuna niðrá maga og fór að líta í kringum mig til að athuga hvort að ég væri stödd í faldri myndavél eða eitthvað. Svo var ekki!

Ég hef nú aldrei talið mig vera einhver rosa kvennabaráttukona en þetta sem ég hef tekið eftir fer í mínar fínustu taugar. En það er lítið sem ég get gert í því núna en það kemur klárlega að því seinna. Ég hef tekið eftir því hvað Ísland er langt á undan í þróun í sambandi við konur og karla og ég held að það sé kominn tími til að skoða þurfi rækilega stöðu kvenna um alla Evrópu. 

 

ÞEtta er það sem ég hafði að segja í bili um Austurríki! Kemur kannski eitthvað aðeins jákvæðara um landið næst!

 Kveðja frá hamingjusömu Ástu Huldu í landi karlanna! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

jessus,   rauðsokkur passið ykkur Ásta er á leiðinni og valtar yfir ykkur.    Þú hreyfir ekki svo gjörla við aldagömlum hefðum þar sem kirkjan skipar svo stóran hluta af hefðunum.   En það má alveg láta bátinn rugga   :)

Mamma (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 16:04

2 identicon

Hæ hæ Ásta mín!

Ég var að labba með mömmu þinni í góða veðrinu í dag og fékk upp síðuna þína hjá henni.  Skemmtilegur pistill hjá þér, ótrúlegt karlaveldi.  Þú verður að vera dugleg að auglýsa hvernig við konurnar gerum þetta hér á klakanum.  Hafðu það sem allra best.

kveðja Linda

ps. Ari Steinn er byrjaður í Kvennó og líkar bara vel. :)

Linda (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 21:12

3 identicon

kveðja frá okkur í gestabókinni.

Hanna Ósk, Guðni og Helgi Már (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 23:19

4 Smámynd: Svanlaug Árnadóttir

Haha ertu ekki að grínast með þetta!! Mega samt fá kredit fyrir skrýtnar hugmyndir þessir austurríkjamenn, að sérútbúa bílastæði fyrir konur... ég meina að týma alveg að gefa þeim meira space af malbiki..þvílík virðing!

Hins vegar með þessar kirkjuklukkur.. veit ekki alveg með þær! Ég væri alveg orðin nett geðveik á þeim... ég verð pirruð ef ég vakna við kirkjuklukkurnar hérna heima á sunnudagsmorgnum!

 Annars var ég að starta svona síðu.. á bara eftir að fiffa hana aðeins til og byrja að blogga! Byrja á því þegar ég fer af stað;)

Kveðja Svana

Svanlaug Árnadóttir, 3.9.2008 kl. 20:48

5 Smámynd: Svanlaug Árnadóttir

Hæ ég er búin að senda þér heimilisfangið í meili;)

Svanlaug Árnadóttir, 14.9.2008 kl. 09:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásta Hulda Ármann

Höfundur

Ásta Hulda Ármann
Ásta Hulda Ármann
Aðeins 5 sekúndur í hinn stóra heim!

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • SDC14578
  • SDC14540
  • SDC14493
  • SDC14364
  • SDC14462

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 341

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband