Sorgardagar!

Þá er farið að styttast í Berlín. Ég hef 4 heila daga núna til að njóta sveitarinnar áður en ég held af stað til stórborgarinnar. Fer frá Munchen með lest, á föstudagsmorgun, beinustu leið til Berlínar. Ég vona innilega að það verði aðeins hlýrra þar. Ég nefnilega er bara með sumarföt hérna og ég er gjörsamlega búin að vera að krókna úr kulda.

Síðasta helgin mín hér í Austurríki er liðin. Ég fór á föstudaginn út að labba með nokkrum vinkonum mínum og síðan um kvöldið borðuðum við saman og síðan var drukkið og spjallað fram á rauða nótt. Ótrúlega gaman! Síðan á laugardeginum fór ég með stelpunum á bauernfest í Wald sem er bær hér við hliðiná Neukirchen. Það var rosa fjör, þetta er svona eiginlega eins og réttirnar heima nema hérna er það með beljum. Síðan er í bænum fullt af básum með allskyns mat og klæðnaði sem hægt er að kaupa. Síðan var drukkinn bjór og snafs.. Austurríkismenn drekka bjór eins og djús, það er ótrúlegt. Magnið af bjórnum út um allt.. Og snafsið líka sem er það ógeðslegasta sem ég veit. En allt er þetta hluti af hefðum og ég verð nú að prófa allt og sjá allt.

Í gærmorgun var síðan ég vakin klukkan korter yfir sex, nákvæmlega, því ég þurfti að fara til Kitzbuehl að vinna. Þar var keppni nánar tiltekið triathlon sem ég þurfti að vinna á. Fyrir þá sem ekki vita hvað triathlon er þá er það þegar er synt í ísköldu vatni, hjólað og hlaupið, keppendur þurfa að skipta um föt á milli greina og koma sér beint af stað í það næsta ( sást alveg í nokkra rassa og eitthvað meira).. Ég þurfti að mæta þarna til að gera allt klárt og koma öllu fyrir á rétta staði, auglýsingum, keppnisfötunum fyrir keppendur, koma borðum og stólum fyrir, útbúa drykki og ég veit ekki hvað og hvað. Við erum að tala um það að þetta var allt gert fyrir hádegi í svo miklum nístingskulda að það var eiginlega ekki líft. Síðan klukkan níu þegar allt var orðið klárt átti hver og einn að koma sér fyrir á sínum stað. Ég fékk síðan það skemmtilega hlutverk að standa ein í skærappelsínugulu vesti einshvers staðar upp í fjalli þar sem að var ekki sála og átti ég að vísa keppendum rétta leið þegar þeir komu framhjá. Og guð minn góður þennan dag hélt ég að ég myndi deyja. Ég stóð þarna frá 9-5 alein, ALEIN, að deyja úr leiðindum og við erum að tala um það ég var með bláar varir og puttarnir á mér voru svo bólgnir og bláir að ég gat ekki kreppt hnefann. Ég var bara með minn sumarjakka og í hettupeysu og svona lengi, ekki bjóst ég við því að vera þarna til 5.. Jii minn eini! En þetta gekk allt vel og ég stóð mig eins og hetja í appelsínugula vestinu mínu..

Annars er allt hérna rosalega skrítið núna. Ég er náttúrulega að fara á föstudaginn. Ég get ekkert unnið því það er ekkert að gera og því engin not fyrir mig á Novum. Oma er að farast úr stressi yfir því að við þurftum sko að þrífa ÖLL fötin mín áður en ég fer til Berlín og strauja allt og hafa allt fullkomið. Hún er með þvílíkar áhyggjur að mamma haldi að hún hugsi ekki nógu vel um mig og ég veit ekki hvað og hvað.. Algjörlega óþarfi, svoleiðis búin að elda ofan í mig í allt sumar og undirhaka og öfgabumba er mætt á svæðið, hún þrífur og straujar allt, bókstaflega ALLT- sokkar og nærföt fæ ég fínstraujað tilbaka. Síðan hann opa minn, hann á voða erfitt þessa dagana. Hann vill helst ekki að ég fari og hann er voða leiður. Maríu sé ég voða sjaldan og það er allt einhvern vegin rosa skrítið. Ég er búin að kveðja Önnu og Stephanie frænkur mínar og gekk það bara rosa vel en einhvern vegin held ég að það verði erfiðara að kveðja restina af fjölskyldunni. En þetta er bara hluti af upplifuninni! Ég kem aftur, hvort það verður í vetur eða einhvern tíman á næsta ári veit ég ekki, en ég veit að ég kem aftur..

Kveðjustundir eru samt alltaf erfiðar og ég er búin að vera voða down og pirruð þessa dagana. Margir vilja helst forðast það að kveðja mig en þannig er það bara.. En mér finnst samt alltaf gott að hugsa til þess að ég sé að fara hitta Silju mína í Berlín og svona. Þetta verða of góðar 4 vikur í Berlín, það er ég viss um!!

Annars er ég það þreytt eftir gærdaginn að ég held ég fari og leggi mig núna..

Kv. Ásta Hulda


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já þetta er hluti af tilfinningabankanum............   ......   erum við ekki alltaf að safna í þann banka..........  

það er bara hakan upp, bringan fram og áfram........  gakk.........mamma

mamma (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 13:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásta Hulda Ármann

Höfundur

Ásta Hulda Ármann
Ásta Hulda Ármann
Aðeins 5 sekúndur í hinn stóra heim!

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • SDC14578
  • SDC14540
  • SDC14493
  • SDC14364
  • SDC14462

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 341

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband