Hugarfarið skiptir öllu :D

Já mikið rosalega þykir mér erfitt að vera Íslendingur þessa dagana! Íslendingur í útlöndum með íslensku krúttkrónuna er eitthvað sem að enginn ætti að vilja þessa dagana. En ég Íslendingurinn druslast áfram hér um stórborgina Berlín og velti því fyrir mér hvort að evran sé jafndýr og í gær og hvort ég geti tekið 20 evrur úr hraðbanka. Það að peningurinn manns hoppi upp og niður er eitthvað sem að ég á erfitt með að skilja og ég á enn erfiðara með að fylgjast með þessu öllu saman. Aldrei veit ég fyrir hversu margar krónur ég kaupi evrurnar mínar en alltaf virðist ég fá minni og minni evrur fyrir sömu íslensku fjárhæðina. 

 Eitthvað reyndi mín að fylgjast með þessu tilfinningaþrungna ávarpi okkar blessaða forsætisráðherra og átti ég í miklum erfiðleikum með það. Mér fannst þetta eitthvað svo rosalega ómerkilegt það sem hann ákvað að segja þjóðinni að ég viðurkenni það að ég eiginlega nennti ekki að fylgjast með þessu. Glósaði nú samt það sem hann sagði og komst að því í einföldum orðum að ríki okkar Íslendinga ætlar að aðlaga íslenska bankakerfið að íslenskum aðstæðum. Hann sagði líka að fjölskyldur ættu að standa saman og að fólk eigi að standa saman í þessum erfiðu tímum sem framundan eru. Áföll eru væntanleg en fólk verður að halda ró sinni og yfirvegun. Mér finnst mjög mikilvægt að reyna að skilja þetta allt saman sem best þar sem að ég er það lítil að ég hef bara lært um svona fjárhagskrísur í sögutímum hjá honum Ragga í sögutímum í Kvennó! Ég á samt verulega erfitt með að skilja þessi áföll sem varað er við. Er þetta þannig að hinn "venjulegi" borgari missi peninginn sinn eða er þetta þannig að fólk sem hefur lifað í ríkramannalífi og verður að "venjulegum" borgara? Ég bara á rosalega erfitt með að skilja þetta. Gæti einhver verið svo góður og útskýrt þetta fyrir mér? 

Ég talaði einmitt um það í sumar að aldrei á minni lífsleið hef ég upplifað eitthvað alvarlegt. Aldrei upplifað stríð, aldrei horft upp á alvarlega fátækt og aldrei horft upp á fjárhagsvanda íslensku þjóðarinnar! Mér finnst ótrúlegt að núna sé ég á tíma sem að krakkar eiga seinna eftir að lesa um í sögubókunum sínum.

Eitt sem að mér finnst samt mikilvægast í þessu öllu saman er að ég hef fjölskylduna mína hjá mér. Meðan ég hef alla hjá mér og í kringum mig, meðan ég get talað við alla og meðan fjölskyldan mín og  standa saman þá er mér sama um peningana. Ég veit að þetta hljómar eigingjarnt en meðan ég hef fjölskylduna mína og vini þá er mér sama um allt annað. Við erum ekki skipt í sundur með aðskilnaðarmúr, það er ekki stríð- við erum ekki að missa fjölskyldumeðlimi í stríðsátökum! Meðan ég hugsa um það og þegar ég stend hjá línu þar sem múrinn hér í Berlín stóð þá er ég sátt! Ég er ánægð þegar ástin er til staðar..

Ok, þetta er einum of væmið! Vil bara að öllum líði vel og taki einn dag í einu. Eins og hinn sanni nútímaÍslendingur segir: ,, Þetta reddast!" Þó að þetta sé ekki alveg svona einfalt þá er ég að meina að best er að hugsa jákvætt :D

Annars er ég eiginlega búin að vera veik alla helgina. Búin að vera slöpp, með hausverk, hálsbólgu og hor. Ekki skemmtilegt þegar engin mamma eða oma er til staðar! En ég er annars bara búin að vera taka það rólega og læra og kíkja á markaði og svona hérna..

Ætla samt ekki að hafa það lengra, er að fara halda uppá 20 ára og 2 mánaða afmælið hennar Silju í dag :D

En annars bara, hugsa jákvætt og taka lífinu með ró og reyna að gera sem best úr þessu öllu saman!  

Kv. Ásta Hulda

 

P.S. ef að þið eruð alveg brjál yfir þessu jákvæða bloggi mínu, endilega segiði mér það þá!!  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hæ, þetta er rétti andinn....... bið að heilsa......mamma

Mamma (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 19:09

2 identicon

ég elska kreppuna, fagnaði henni með því að fara í Kringluna og versla fyrir 40 þúsund..

kreppa smeppa...

ps. ég á afmæli á laugardaginn.. hvað ætlið þið og silja að gefa mér? 

valdi (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 12:47

3 Smámynd: Ásta Hulda Ármann

Þetta er allt í vinnslu Valdi minn :D Erum með nokkrar hugmyndir :D

En hvað langar þig í frá Berlín? Hvað er það fyrsta sem þér dettur í hug?

Ásta Hulda Ármann, 8.10.2008 kl. 15:20

4 identicon

til að byrja með..

reiknivél svo ég geti commentað hérna aftur útaf ég nenni aldrei að leggja þessar tölur saman..

annars langar mér í awesome stuttermabol eða eitthvað "I love berlin" dót :D 

valdi (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 15:31

5 identicon

Gott blogg Asta min... Eg er komin med internet i husid lalala. Komnar inn nokkrar myndir

Svana (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 09:06

6 identicon

HVENÆR KEMURU HEIM ? Gosh þú ætlar aldrei að koma heim, búin að vera ýkt lengi ! og þessi ruslpóstvörn er solldið pirrandi....hvað er summan af níu og sextán ? hmmm...ef ég veit það þá sérðu kannski þetta komment :D

Sandra (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 17:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásta Hulda Ármann

Höfundur

Ásta Hulda Ármann
Ásta Hulda Ármann
Aðeins 5 sekúndur í hinn stóra heim!

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • SDC14578
  • SDC14540
  • SDC14493
  • SDC14364
  • SDC14462

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 293

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband