hmm..

Já það er í lagi með mig!
Ég hef voða lítið að segja þessa dagana. Hér gengur allt sinn vanagang, skóli á hverjum degi, kaffhús á kvöldin, skoða þetta og skoða hitt, labba hingað og þangað! Peningaleysið hefur sett stórt og þykkt strik í þessa Berlínardvöl mína og er því takmörk á því sem ég get gert. Ég til dæmis rosa mikið í því að skoða rosa mikið og sjá nýja hluti en eiginlega bara utanfrá, ég labba inní bakaríin og litlu pizzu/kebap staðina sem eru út um allt bara til að sjá matinn og finna lyktina og fer síðan aftur út. Það að drekka kranavatn, borða þurrt brauð og mjúkt hrökkkex er orðið ekkert mál fyrir mig þessa dagana :) Ég fór nú samt að verlsa í dag og keypti mjólk, ost, brauð, banana og múslí þannig að ég er vel haldin :D Ég held að ég hafi rosalega gott af því að vera fátækur námsmaður því það kennir mér svo mikið að neita óþarfa freistingum og neita því sem maður heldur að maður veeeerði að fá en getur alveg beðið betri tíma!

Á þessari þriggja vikna dvöl hér í stórborginni Berlín með Silju hef ég komist að ýmsu um okkur, misskemmtilegu. Ég til dæmis er rosalega frek og Silja lætur mig alltaf komast upp með það, ekki gott. Ég verð alltaf að hafa rétt fyrir mér og Silja nennir ekki lengur að þræta við mig þannig að það er ekkert gaman lengur :). Ég hef komist að því hversu svakaleg ljóska Silja er, Svanlaug hefur greinilega skyggt á þetta en sumt er samt alveg ótrúlegt. Silja á mjög erfitt með að lesa á kort. Ég er með súper sjón og súper heyrn. Við elskum að labba í öllum laufunum og sparka í þau. Okkur finnst líka rosa gaman að fá okkur ein Kaffee Latte zum mitnehmen! Við erum í alvöru hættar með enskuslettur en þýskan er alvarlega farin að hamla okkur í að tala almennilega íslensku, mætti eiginlega kalla málið okkar ísku.. Algengasta setning ferðarinnar er klárlega: ,, Ohhh hvar er hraðbanki??" Berlínarbúar eru greinilega ekki mikið fyrir það að hafa hraðbanka áberandi og það er greinilega takmark að hafa þá helst á sem fæstum stöðum en hérna eru svona sérstök hraðbankahús þar sem eru kannki 6-8 hraðbankar saman. Þeir hugsa örugglega ahh best að hafa hraðbankana falda til að við getum vísað túristunum í vitlausar áttir!!

Í skólanum er rosa fínt en umræður tímanna hafa verið heldur of pólitískar og stundum mætti halda að ég væri bara mætt á fund með forsetum þessara landa. Hámarkinu var þó náð á mánudag í rifrildum og látum og þá sagði kennarinn stopp og jiii hvað ég var fegin. Þegar manneskja er farin að tala eins og nasisti um manneskjuna sem situr við hliðiná sér verður maður mjög reiður og hræddur. Þannig að restin af vikunni hefur einkennst af mjög erfiðum málfræðiatriðum og æfingum fyrir lokaprófið sem verður í næstu viku. Ég hélt í alvörunni að það væri bara smá próf í lokin en neinei, það fara sko tveir dagar í þetta og það er gjörsamlega allt prófað.. En annars er það bara fínt. Er bara að læra og læra ný málfræðiatriði sem ég veit ekki einu sinni hvernig eru í íslenskunni og það er bara mjög fínt. Held að ég sé alveg búin að læra helling á þessum tíma.

Ég kem annars heim 26. október sem er sunnudagurinn eftir viku! Ótrúlega skrítið að þetta sé bara að verða búið.. Verð samt alveg pínu fegin að komast heim og knúsa alla :D

Annars kveð ég að sinni,

Ásta Hulda


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er farin að hlakka svo mikið til að fá þig heiiiiiiim!!

Kristrún (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 18:44

2 identicon

Hvað er númerið hjá þér, ég þarf að hringja í þig...

Kristrún (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 17:17

3 Smámynd: Svanlaug Árnadóttir

Ertu ad fara heim svona snemma? Aetladiru ekki ad fara heim i november?

Svanlaug Árnadóttir, 20.10.2008 kl. 11:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásta Hulda Ármann

Höfundur

Ásta Hulda Ármann
Ásta Hulda Ármann
Aðeins 5 sekúndur í hinn stóra heim!

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • SDC14578
  • SDC14540
  • SDC14493
  • SDC14364
  • SDC14462

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 293

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband