Berlínarbolla í Berlín!

Þá er ég búin að vera í Berlín í viku og er þessi fyrsta vika hér búin að vera ótrúlega skemmtileg. Ég byrjaði náttúrulega í skólanum á mánudaginn og eftir þessa viku ég er rosalega sátt. Kennarinn minn er æði, algjört nörd en mjög fyndinn, krakkarnir í bekknum eða réttara sagt fullorðna fólkið í bekknum er rosalega fínt og okkur kemur öllum rosalega vel saman. Námsefnið er alveg í þyngra laginu en við einhvern vegin náum öll að gera þetta í sameiningu passlega erfitt. Námið er krefjandi en ég finn að ég læri meira og meira með hverjum deginum sem er mjög gott. 

Berlín er að mínu mati mjög sérstök stórborg. Ég í raun finn ekkert fyrir því að ég sé í borg fyrr en að ég þarf að koma mér á milli staða. Hálftími í skólann, 40 mín til Silju, klukkutími þetta og hitt. En samgöngukerfið hérna er frábært. Þegar ég er að labba niður á stoppustöðina mína til að fara í skólann og ég sé sporvagninn minn keyra framhjá þá skiptir það engu máli því næsti kemur eftir mesta lagi 3 mínútur. Það er ekkert mál að læra á þetta, fyrsta daginn minn var ég pínu áttavillt en núna finnst mér þetta ekkert mál! Hins vegar verð ég að viðurkenna það að mér finnst Berlín alls ekki falleg borg. Borgin er ennþá frekar hrörleg og hrá síðan fyrir fall múrsins og það er alveg augljóst hvenær maður er í Vestur Berlín og hvenær maður er í Austur. Síðan, hvar sem þú ert, er veggjakrot eða götulist. Það er alls staðar út um allt. Það í raun kom mér pínu á óvart, þetta er eins og þetta sé bara hluti af menningu Berlínar því þetta er út um allt. En það sem mér líkar best við borgina er hvað það er mikill gróður út um allt. Það eru tré alls staðar og svona garðar eða parks út um allt sem að er að mínu mati mjög kósí. 

Annars erum ég og Silja búnar að labba gjörsamlega út um alla borg og við erum bara með endalausa verki í löppunum. Litla táin mín er gjörsamlega ónýt og ég er með króníska táfýlu. Þegar maður er búinn að vera á tánnum og í flipflops í heilt sumar og allt í einu fara í sokka og skó þar sem tærnar manns gjörsamlega soðna þá held ég nú að þetta sé alveg eðlilegt, en lyktin er alveg frekar sterk. Ég sat til dæmis í lest í vikunni og allt í einu fór ég að hugsa oj hvaða lykt er þetta, þá var þetta sem sagt táfýlan mín, freeeekar vandræðalegt!!

En hér í Berlín er endalaust kalt. Ég er komin með hálsbólgu og mér er alltaf kalt. Ég fékk loksins að hita herbergið mitt í dag og það munar þvílíkt miklu. En síðan er ég nefnilega bara með sumarföt hér þannig ég er alltaf í svona 5 peysum undir jakkanum mínum en samt er mér kalt. Fáránlegt! Síðan í vikunni þegar ég og Silja vorum að labba um kom þessi þvílíka hellidemba og við ekki með neina regnhlíf og það var svoo ógeðslega kalt jii minn eini... En við sögðum bara neii pff hvað er þetta við erum harðir Íslendingar og hlupum því út um allt í rigningunni og ég sver það við vorum einu manneskjurnar á ferli. Allir borgarbúarnir stóðu inní búðum eða undir þakköntum, en nei ekki við.. Þetta olli rennblautum fötum og skóm og er mjög líklega ástæðan fyrir hálsbólgunni minni núna!!

Við vorum líka um daginn að fara leita að H&M til að kaupa húfur og vettlinga og neinei rákumst við ekki bara á þetta risastóra mall sem við höfðum aldrei heyrt um áður. Það fyndna við þetta var að þetta mall er á Alexanderplatz og við erum búnar að labba framhjá því á hverjum einasta degi! Frekar hallærislegt, vera bara að labba í rólegheitunum og bara hei nei hérna er barasta mall á þremur hæðum með eeeendalaust af búðum!!

Ég er hins vegar þessa dagana frekar lágt sett út af peningamálum. Evran er í dag 156 krónur og það er bara allt of mikið. Ég er því bara með hrökkkex, ost og múslí og borða það dagsdaglega! Ég er orðin algjör fátæklingur og nískupúki. Ég leita alltaf af lægstu verðunum og ég tímdi ekki einu sinni að kaupa mér vettlinga á 4 evrur um daginn því ég var svo viss um að ég myndi finna ódýrari einhvers staðar annarstaðar. Okkur var síðan bent á að um helgar eru alltaf second hand fatamarkaðir út um allt þannig að um helgina ætla ég að drífa mig í því að finna húfu og vettlinga á helst bara 2 evrur og einhverja þykka þykka peysu. Þessa dagana finnst mér bara hlægilegt að vera Íslendingur. Það er orðið svo dýrt að lifa að það er vandræðalegt og halló það er snjór heima. HAAALLLÓÓÓ, það er rétt kominn október, hvað er í gangi spyr ég nú bara. Ég er allavega alvarlega farin að halda að ég eigi eftir að festast í Evrópu í vinnu sem borgar mér í evrum og tala bara þýsku alla daga. Sé ekki fram á að ég geti haft það gott á Íslandinu góða með þann pening sem ég á í dag, þó að ég sakni þess óendandlega mikið! Hlakka rosalega til að koma heim.. En svona er það víst að vera fátækur námsmaður. Held að þetta sé bara hluti af lífsleiðinni minni, eitthvað sem ég þarf að komast í gegnum og læra af. Mér finnst bara hræðilegt hvernig stjórnvöld eru búin að koma fram við þjóðina og það er auðveldlega hægt að kenna þeim um þetta hræðilega ástand sem hefur myndast á Íslandi. Þetta var vitað mál að þetta myndi gerast en enginn gerði neitt í þessu. 

En já ætla að hætta að babbla um þetta!!

Í gær fórum ég og Silja í skólahitting og það mættu alveg 5. Mjög fínt samt. Fengum okkur tvo bjóra og síðan var orðið svo kalt að við keyptum okkur bara súkkulaði og fórum heim að horfa á Fríðu og dýrið. Síðan var frí í dag því að það er sameiningardagur Þýskalands, eiginlega þjóðhátíðardagurinn. Fyrsta sem að ég hugsaði þegar við stigum út úr húsinu ohhh ég vona að við fáum eitthvað frítt. Silja hló bara en neinei þegar við komum á lestastöðina á Alexanderplatz þá var okkur gefin BERLÍNARBOLLA og váááá hvað ég var sátt. Mín fyrsta berlínarbolla og það í Berlín, þetta var best í heimi :D Ég var svo sátt og var orðin þvílíkt spennt fyrir áframhaldinu en jiii hvað við urðum fyrir miklum vonbrigðum. Jújú rosalega mikið af fólki en hvaaaar var stemningin. Það var enginn með þýska fánann, það var eiginlega enginn með gasblöðru, engin andlitsmálning og enginn 17. júní söngur. Það voru tónleikar hjá Brandenburger Tor en það var bara einhver ópera, reyndar frekar töff, en síðan var bara ekkert. Það var verið að selja húfur, boli, kúrekahatta, eyrnalokka, hringa og you name it en ekkert í þessum þjóðhátíðardags anda. Þannig að við settumst bara upp í strætó og keyrðum um bæinn í svona hálftíma og fórum síðan bara heim...

En allavega.. ég ætla að óska sjálfri mér til hamingju með að hafa skrifað lengstu og leiðinlegustu færslu í geimi og óska þeim til hamingju sem komust í gegnum þessa klessu :D

 

Reyni að blogga oftar og minni í einu!! :D

 

Kv. frá Berlínarbúanum Ástu Huldu 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

.... gott að frétta af þér. Berlínarbollur redda nú mörgu hefði ég haldið...... kveðja mamma

Mamma (IP-tala skráð) 4.10.2008 kl. 00:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásta Hulda Ármann

Höfundur

Ásta Hulda Ármann
Ásta Hulda Ármann
Aðeins 5 sekúndur í hinn stóra heim!

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • SDC14578
  • SDC14540
  • SDC14493
  • SDC14364
  • SDC14462

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 294

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband