Berlín!

Þá er ég komin til Berlínar og þvílíkt menningarsjokk! Kom hérna á föstudaginn með stærstu og þyngstu ferðatösku sem að sögur fara af plús tvær litlar töskur og náði að druslast með þetta allt saman í gegnum stærstu lestastöð sem að ég hef á ævi minni séð og beint í leigubíl. Ég hitti á þvílíkt skemmtilegan bílstjóra og hann sagði ég mér sögur frá öllu um allar byggingar og götur sem við keyrðum framhjá. Kom síðan í götuna mína sem er rosalega kósí og fín hliðargata í Prenzlauer Berg hverfinu. Hitti konuna sem ég bý hjá í hálftíma en síðan sagði hún bara bless og fór í helgarferð til Hamburga. Hún skildi mig því bara eftir í íbúðinni sinni og hún kemur ekki aftur fyrr en á morgun. Íbúðin er ein kósíasta íbúð sem ég hef komið í. Er ótrúlega ánægð með allt saman.

Hins vegar á föstudaginn fékk ég alvarlegt menningarsjokk. Að fara úr sveitinni og mæta hingað í stórborgina er fáránlegt. Að labba einn daginn innan um beljur og kindur og þann næsta á milli bíla og fólks.. Það er smá skrítin tilfinning. Síðan er veggjakrot eða götulist út um allt, á öllum veggjum, staurum, kössum, gluggum, gangstéttum, borðum, stólum og ég veit ekki hvað og hvað. Út um allt. Borgin sjálf finnst mér síðan einkennast rosalega af stanslausri uppbyggingu en það er ennþá verið að gera upp eftir fall Berlínarmúrsins. Fólkið hérna er mjög passasamt og er ekki mikið að hleypa útlendingum að sér en það er held ég bara hluti af menningunni. Ótrúlegt líka hvað það er ennþá mikill munur á vestur og austur Berlín. Bæði hlutlæga og huglæga menningin! Kom mér rosalega á óvart. 

Annars er ég búin að labba um alla Berlín núna um helgina og lappirnar á mér eru gjörsamlega búnar. Er samt búin að sjá allt þetta merkilega eins og til dæmis Brandenburger Tor, Reichstag, Berliner Dom, torgin og lengi má telja. Einnig er ég búin að fara á litla markaði þar sem ég gæti verið endalaust að skoða og horfa!

Síðan var fyrsti skóladagurinn í dag. Skólinn kom mér skemmtilega á óvart og ég er mjög sátt. Við erum 4 í mínum bekk s.s. ég, pólsk stelpa, spænsk stelpa og tyrknesk stelpa. Kennarinn okkar er rosalega hress og skemmtilegur og ég er mjög ánægð með hann. Þægilegt að vera í svona litlum hóp því að þá fáum við svo mikla og góða hjálp. En í dag vorum við eiginlega mest að kynnast hvort öðru og svona því við eigum nú eftir að vera saman á nánast hverjum einasta degi næstu 4 vikurnar. Síðan fékk ég heimavinnu og ég fékk eiginlega sjokk. Ég á sem sagt að skrifa texta um þann mun sem er á vestur og austur Berlínarbúum í dag. Síðan á ég líka að gera verkefni í vinnubók sem að við fengum. Frekar mikið fyrir fyrsta dag en mér finnst það bara gaman :D

 Annars er ég rosalega ánægð að vera loksins búin að hitta Silju vinkonu mína. Það mætti alveg kökkur í hálsinn og tárin voru að reyna að brjótast fram af gleði.. Við vorum síðan saman alla helgina að labba og fylgdumst líka með maraþoninu sem var í gangi. Rosalega stór viðburður og eeeendalaust af keppendum allt frá atvinnuhlaupurum til fólks í búningum, sáum meirað segja einn kall í kúlu og það var ógeðslega fyndið. Síðan er ég líka búin að hitta hann Eika, bróðir Óskars, og hann er búinn að sýna mér aðeins hvernig hverfið mitt er og sýndi mér síðan skrifstofuna sína og svona í dag. 

Annars er ég svona til að byrja með bara rosalega sátt. Berlín er samt einhvern vegin allt örðuvísi en ég átti von á. Þetta er ekki falleg borg að mínu mati en menningin bjargar því algjörlega.

Ég þarf hins vegar að fara koma mér í að læra.. Þannig ég segi ykkur meira seinna :D

 

Berlínarkveðjur,

Ásta Hulda 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásta Hulda Ármann

Höfundur

Ásta Hulda Ármann
Ásta Hulda Ármann
Aðeins 5 sekúndur í hinn stóra heim!

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • SDC14578
  • SDC14540
  • SDC14493
  • SDC14364
  • SDC14462

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 342

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband