Vinna, sofa, hlægja!

Ég vil byrja á því að afsaka sambandsleysið en það að fara á netið er ekki mín fyrsta hugsun þessa dagana! Ég hef nóg að gera alla daga og það er sjaldan dauð stund hjá mér. En ég ákvað að taka daginn í dag bara rólega þar sem að ég er í fríi í dag í fyrsta skipti síðan ég byrjaði að vinna. Mér líður hins vegar alveg rosalega vel hérna, sjaldan liðið betur. Ég er búin að kynnast fullt af nýju fólki og hingað til hefur mér gengið alveg ótrúlega vel í vinnunni. 

Vinnan er rosalega krefjandi en samt sem áður skemmti ég mér mjög vel. Fyrirkomulagið er þannig að ný námskeið byrja alltaf á sunnudögum og hvert barn getur lengst verið til föstudags en það er misjafnt hversu lengi fólk vill hafa börnin sín á námskeiðunum. Námskeiðin geta því verið til dæmis bara 1 dagur og mest 6 dagar. Síðasta sunnudag fékk ég hóp með 9 krökkum, 5 þjóðverjar og 4 hollendingar, 6-8 ára. Allir krakkarnir áttu bara að vera 4 daga en við skemmtum okkur svo vel og allir tóku svo miklum framförum að allir 9 krakkarnir framlengdu námskeiðinu um 2 daga. Ég var eini skíðakennarinn í gær sem var ennþá með alla krakkana sem byrjuðu *mont*. En já þetta gekk svona líka vel og yfirmennirnir mínir voru rosalega ánægðir svo vonandi fæ ég annan hóp ein á morgun.  

Í vinnunni lendi ég samt alltaf í veseni með nafnið mitt. Því þegar maður segir nafnið mitt þá hljómar það eins og ég heiti Auster sem er ostra, sem sagt eins og kræklingurinn ostra. Fólk hlær eiginlega alltaf þegar ég segi Ásta þannig núna heiti ég ekki lengur Ásta heldur Asta. En fyndna við það er það að einhvern vegin heyra til dæmis krakkarnir alltaf Astra og segja því alltaf Astra eins og bíllinn opel astra. Það heyrist því alltaf út um allt fjall Aaaaaastrrra. Og þá hlægja foreldrarnir og hinir skíðakennararnir. Þvílíkt vesen. Er að pæla að reyna finna mér eitthvað gælunafn :D

Annars er ég voða mikið á ferðinni eitthvað. Alla daga 40 mín keyrsla upp í fjall og síðan niður aftur. Síðan þvælist ég á milli bæja til að hitta annað hvort hina skíðakennarana eða vinkonur mínar. Ekki eins mikið MTV þessa dagana, því miður. Mér finnst ég alltaf vera þreytt en samt er ég alltaf að gera eitthvað og ef ég er ekki að gera eitthvað þá sef ég. T.d. sofnaði ég um daginn klukkan 6 um kvöldið og vaknaði ekki fyrr en vekjaraklukkan mín hringdi. Ég er voða mikið í því að fara sofa klukkan hálf 10 eða 10 núna. Ótrúlegt. En ég held að þetta sé út af endalausum hæðamuni á hverjum degi. Að búa í 800 metra hæð og vera á skíðum í 2000 metra hæð fara upp niður upp niður í 13 stiga frosti tekur á skal ég segja ykkur. Held líka að heyrnin á mér sé algjörlega í ruglinu þessa dagana. Er með króníska hellu.  

Annars veit ég voða lítið hvað ég á að segja ykkur. Set bara inn nokkrar myndir:

SDC14271 Fór til Kitzbühel að horfa á brunið mikla.

 SDC14356 Vinnugallinn! 

 SDC14462 Vinnan!

SDC14364  Ég og Gitti í afmæli!

SDC14493  Ég og Rianne, fórum Rodeln ( á sleða ) með öllum vinnufélögunum!

SDC14540 Skíðakennaraöskudagspartí!Þema:Stolt af því að vera asnaleg.

SDC14578 HEYRUMST FÓLK!! KV. AUSSIE

 

P.S. fleiri myndir fara á facebook! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ gaman að heyra - þú stendur þig vel. gaman að sjá myndirnar. hér er bara rok og rigning...engin skíði

Pabbinn (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 17:35

2 identicon

Aussie , já þarf að hugsa það. .......kv. mamma

mamma (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 18:43

3 identicon

HÆ Búbbilú sé það að það er rosalega gaman hjá þér. ÉG SAKNA ÞÍN en rúmið þitt er mjög gott. Og Búbbi vertu smá lengur í viðbót. :)

Águsta (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 18:47

4 identicon

Váá þetta hljómar vel!!! Vel gert Ásta mín ´

Þarf að fara að skrifa þér e-mail... kemur innan nokkra daga!

 Kveðja Meiðsla case-ið

Svanlaug (IP-tala skráð) 22.2.2009 kl. 17:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásta Hulda Ármann

Höfundur

Ásta Hulda Ármann
Ásta Hulda Ármann
Aðeins 5 sekúndur í hinn stóra heim!

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • SDC14578
  • SDC14540
  • SDC14493
  • SDC14364
  • SDC14462

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 11
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 305

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband