Er að fara úr sveitinni á morgun!

Rosalega líður tíminn hratt! Ég er búin að vera í Austurríki núna í næstum 4 mánuði og þegar ég hugsa til baka finnst mér þetta miklu styttri tími en ég bjóst nokkurn tíman við. Síðasti dagurinn minn er næstum búinn, er búin að kveðja alla nema familíuna og er nánast búin að pakka fyrir Berlínarför mína. Mér líður rosalega skringilega núna eitthvað, er leið yfir því að vera fara en rosalega spennt yfir því að fara til Berlín. Hvernig tilfinning er það eiginlega? Spennuleiði, leiðindaspenna, sorgarspenna, sorgargleði, gleðisorg! Hef ekki hugmynd en þetta er allavega mjög skrítið allt saman. 

Fór í gær að borða með vinkonum mínum, vorum 10 talsins! Það var rosalega kósí og við borðuðum á okkur gat. Síðan gáfu þær mér risamyndaramma með myndum af sér til að ég myndi alveg örugglega ekki gleyma þeim, síðan fékk ég eitthvað smotterí með. Rosalega skemmtileg überraschung (íslenski orðaforðinn minn er horfinn, er búin að hugsa í svona 5 mín orðið yfir surprise eða überraschung, einhver má endilega benda mér á íslenska orðið). En já það var allavega rosalega gaman í gær en erfitt að þurfa kveðja. Kvaddi samt bara helminginn í gær! Fínt að skipta hópnum upp og svona, þurfti því ekki að kveðja alla í einu.. Kvaddi síðan restina af hópnum í dag. Það var rosalega erfitt! Ennþá eru þó ekki komin tár hjá mér en ég býst við því að það verði algjört táraflóð á morgun þegar ég kveð oma og opa. Veit alveg að ég á eftir að koma aftur en samt er alltaf erfitt að kveðja eftir svona langan tíma, held að það sé bara eðlilegt!

Annars veit ég eiginlega ekkert hvað ég á að gera núna. Er eiginlega búin að öllu. Taskan mín er náttúrulega útsprengd af fötum og öðru dóteríi, og athugið að ég skil samt eftir bunka af fötum og tvenn skópör! Vonandi er það ekki of mikið fyrir þig, Helmut, til að druslast með heim! Helmut kemur nefnilega á laugardaginn ( daginn eftir að ég fer) til að hjóla og leika sér. Málið er hins vegar að Helmut ferðast, eins og mamma kallar það, travel light! En ef hann mætti ráða öllu færi hann helst bara með einar nærbuxur og bol til skiptana en ég held að mamma laumi alltaf einhverju fleiru ofan í töskuna hans. Þannig ég held að Helmut þurfi núna að ferðast með mesta farangur sinnar lífstíðar, allavega heim :D Nei ok þetta er nú ekki það mikið...

 Ég er búin að kaupa flug heim! Kem heim sunnudaginn 26. október eftir hádegi. Þannig að þeir sem að eru alveg desperate að sjá mig geta hitt mig um kvöldið :D Veit allavega um 5 manneskjur sem geta ekki beðið.. En ekki láta ykkur bregða, það er ekki bara taskan sem er nokkrum kílóum þyngri!! Ég er líka að spá í að taka áhættu og fara í klippingu í Berlín og það er aldrei að vita hvernig maður kemur út úr því.. Ætla samt bara að sjá til, er nefnilega komin með svo sítt hár og er að safna þar sem að mig langar aftur í sítt hár :D 

 

Annars kveð ég að sinni og næst þegar ég skrifa til ykkar verð ég í Berlín:D

 

Ásta Hulda

 

P.S. Ég hef heyrt að stærsta súkkulaðibúðin í Evrópu sé í Berlín, er það rétt? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

að koma á óvart.... var komið á óvart...... komið að óvörum.....hissa..... ? öhhhh......

Mamma (IP-tala skráð) 25.9.2008 kl. 17:46

2 identicon

úúú ég hlakka til að sjá þig og vil endilega grípa tækifærið og bjóða þér í hitting með bleikum kokteilum  og 90's tónlist 31 okt eða 1nóv. það er ekki alveg komið á hreint.

Hlakka til að sjá þig, skemmtu þér vel í Berlín og komdu endilega með bita af þessu stóra súkkulaði heim handa mér

unnur litla (IP-tala skráð) 26.9.2008 kl. 10:04

3 Smámynd: Svanlaug Árnadóttir

hafdu rosa gaman! trui ekki ad eg hafi nad ad lesa bloggid tid an tess ad rafmagnid hafi farid af!!! veiii. hafid tad gott saman skiladu kvedju til silju!!!

Svanlaug Árnadóttir, 29.9.2008 kl. 12:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásta Hulda Ármann

Höfundur

Ásta Hulda Ármann
Ásta Hulda Ármann
Aðeins 5 sekúndur í hinn stóra heim!

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • SDC14578
  • SDC14540
  • SDC14493
  • SDC14364
  • SDC14462

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 342

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband