Skíði, skíði, skíði!! :D

Jæja mitt ágæta fólk. Þá er ég komin með mitt eigið atlæti, herbergi með öllu, klósett og sturtu og síðan eldhús. Ég er bara rosalega sátt við þetta allt saman. Ég fór síðan í gær og fékk vinnugallann minn, rosa flottann búning, blár og grænn spider galli. Ég kynntist síðan fólkinu sem ég er að fara vinna með í vetur, eiginlega bara Hollendingar en síðan alveg nokkrir heimabúar líka :) Síðan var ég sett á skíði og haldið var af stað í skoðunarleiðangur um skíðasvæðið fyrir mig :)
Hér sit ég síðan svo þreytt að ég get varla hreyft mig. Eftir tvo skíðadaga er ég algjörlega búin á því. Reyndar voru þetta ekkert venjulegir skíðadagar því ég var á einum þeim erfiðustu þrek- og tækniæfingum á skíðum sem ég hef nokkurn tíman farið á. Ég er ekki búin að stíga fæti á skíði síðan þetta eina skipti sem ég fór í fyrra og ég viðurkenni það að ég er ekkert búin að vera þjálfa mig upp áður en ég kom hingað. Ég er því með einar verstu harðsperrur sem líkami minn hefur fundið uppá því að fá og mig verkjar gjörsamlega allsstaðar. En þetta er samt sem áður rosalega gaman. Er með rosalega góðan þjálfara/kennara og ég hef, allavega ekki ennþá, ekki leyft mér að kvarta. Harka þetta bara af mér og nýt þess að pína mig á skemmtilegan hátt.. :D

Ég fór reyndar líka með vinnufélögum mínum á sleða í gær, lengstu upplýstu sleðabrautina í Evrópu.. Það var rosalegt fjör en tók alveg ágætlega á. Við stoppuðum á 4 stöðum á leiðinni þar sem að var drukkinn bjór og snafs, þannig margir hverjir voru orðnir vel í því á endasprettinu. Það sem gerði útslagið á endasprettinu var hins vegar það að við vorum svo seint á ferðinni að slökkt var á ljósunum þegar við vorum á miðri leið. Endaði það ekki vel hjá sumum, t.d. hjá mér og stelpunni sem var með mér á sleðanum, við svoleiðis dúndruðum á vegg þegar við héldum að leiðin væri bein en ekki einhver óþarfa kröpp beygja. Við lágum eftir okkur í svona 10 mín til að jafna okkur því þetta var rosalegt högg..

Síðan á morgun byrja ég að vinna. Ég veit ekkert hvernig þetta verður, ég veit hins vegar bara það að ég ætla snemma að sofa til að ég höndli að tala þýsku og halda friði í krökkunum sem ég verð líklegast að kenna. Ég byrja örugglega með annari manneskju svona til að byrja með til að læra inn á þetta og síðan tekur kennslan alfarið við, mín rosa spennt :D

Ég er síðan ekki með netið í húsinu mínu en ég labba bara yfir til oma og opa þegar ég þarf þess.. Verð því kannski ekki eins mikið á netinu og ég er vön!!

En hei, maginn minn kallar á mat, læt heyra í mér fljótlega!!

Ásta Hulda


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott að frétta......já ég get trúað að skrokkurinn kvarti aðeins fyrst í stað við alla þessa hreyfingu....... kv.mamma

mamma (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 20:22

2 identicon

Hææ! Gangi þér rosalega vel á morgun! :)

Kv. Silja

Silja (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 20:28

3 Smámynd: Svanlaug Árnadóttir

Hahaha ég finn svo bókstaflega til með þér! 

Þessi sleðabraut hljómar nokkuð vel, væri alveg til í að prófa hana:)

Kveðja verðandi grænlendingurinn

Svanlaug Árnadóttir, 19.1.2009 kl. 22:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásta Hulda Ármann

Höfundur

Ásta Hulda Ármann
Ásta Hulda Ármann
Aðeins 5 sekúndur í hinn stóra heim!

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • SDC14578
  • SDC14540
  • SDC14493
  • SDC14364
  • SDC14462

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 11
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 305

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband