Takk MTV!

Hér í Austurríki er orðið svo kalt að það er óþægilegt. Á einum degi kom haustið. 30 gráður einn daginn og þann næsta komið niður í 15 gráður. Ég ætlaðist til þess að hér væri allavega meira en 20 gráður þangað til ég færi til Berlín og mætti því bara með sumarklæðnaðinn í löngum bunum. En neinei, það er bara skítakuldi. Ég er búin að hafa gluggann minn opinn í allt sumar en í gær neyddist ég til að loka honum áður en að það kæmu grýlukerti í sængina mína. Nei ok núna ýki ég, það er ekki það kalt en allavega nógu kalt til að ég þurfi að loka glugganum mínum og hafa kveikt á ofninum. Síðan er byrjað að snjóa upp í fjöllum. Mér finnst sko ekki leiðinlegt að horfa upp í fjöllin og sjá allan snjóinn. Ótrúlega fallegt en kuldinn fylgir að sjálfsögðu með. Sá bíl um daginn koma niður í þorp og var hann á kafi í snjó. Þá er ég nú glöð að það er ekki kominn snjór allaleið hingað því ekki ætla ég að fara vaða snjóinn í pilsi og flipflopsunum mínum!

 Eitt sem að fylgir kuldanum líka er minni íssala. Ég er því þessa dagana í fríi því það er bara eeeekkert að gera. En hvað á ég að gera á daginn þegar það er skítakuldi úti og allir aðrir að vinna? Jújú, ég er búin að finna einfalda lausn á því. Eins og þið vitið hafa Íslendingar ómælda ánægju af bandarískum raunveruleikaþáttum og ég get sagt ykkur það að ég er ekki undanskilin. Þannig að ég og MTV erum klárlega bestu vinir þessa dagana. Þar eru allir þessir þættir. That's amore: Ítalskur gaur að leita sér að amerísku prinsessunni. I love New York: Klikkuð gella sem er að leita sér að hinum fullkomna manni með hjálp mömmu sinnar. Rock of Love: Fyrrverandi rokkstjarna ( ennþá með síða hárið og aðeins of strekktur eftir of margar lýtaaðgerðir) ákveður að yngja aðeins upp og leita af tvítugu gellunni sinni. Shot of Love: Tila tekila, tvíkynhneigð gella að leita sér að manni eða konu. Síðan eru það þessir þættir eins og Exposed : Gaur eða gella fer á deit með tveimur stelpum eða strákum og þau spjalla saman allan daginn um hina ótrúlegustu hluti, síðan í endann á deginum kemur í ljós að þau voru sem sagt exposed eða allt sem þau sögðu fór í gegnum lygamælingar. Next: Deit með 5 strákum eða stelpum. Alltaf einn í einu og ef að manneskjunni líkar ekki við þann sem er með á deitinu þá segir hún/hann einfaldlega next og sá næsti kemur. Færð jafnmikinn pening og þær mínútur sem þú varst á deitinu. X-effect: Tvö pör fara í rómantíska helgarferð en ekki er allt sem sýnist þar sem tvö fyrrverandi eru látin vera saman og núverandi eru látin njósna um það hvað þau gera. Ok Ég er að segja ykkur það að þetta er bara smá partur af því sem er í gangi. Real Life Hollywood er, Made, Parental control, Celebrity rehab, Miss Rap Supreem og ég veit ekki hvað og hvað. Það er ótrúlegt hvað bandaríkjamönnum tekst að gera mikið af svona hallærislegum þáttum og það sem þeim dettur í hug, jesús minn. En ég þakka Bandaríkjamönnum fyrir þessa frábæru afþreyingu sem ég fæ út úr þessu hér á einmanalegu dögunum mínum í Austurríki. Getið nálgast meiri upplýsingar um þessa skemmtilegu þætti á : www.mtv.de. MTV gerir lífið mitt skemmtilegra þessa dagana, gæti eiginlega ekki verið án þess. Líka er þetta eina sjónvarpsstöðin sem að er ekki með gjörsamlega aallt á þýsku. 

 

Já hér með hafiði lesið eitt leiðinlegasta og tilgangslausasta blogg sem sögur fara af. Hef barasta ekkert að gera. Fór í gær, ein, í einn og hálfan klukkutíma í göngutúr hvorki meira né minni. Ég veit ekki hvort ég legg í það aftur í dag því ég fékk svo mikinn hausverk í gær eftir labbið. Annars er ég voða mikið að hugsa núna framhaldið eða sem sagt hvað ég geri eftir áramót. Það rýkur úr hausnum á mér ég er að hugsa svo mikið og það er ekki gott því þá sefur mín ekki vel. En ég held að ég verði ekki áfram heima en það kemur allt saman betur í ljós þegar ég kem heim í lok október. Ætla að reyna að vera komin fyrir 27. október því þá á Þórunn Eva systir afmæli, 6 ára, hvorki meira né minna. 

Á morgun er vika þangað til ég fer til Berlín og hitti Silju mína. Ég er hins vegar ekki nógu sátt við það að hún virðist vera horfin af yfirborði jarðar. Ég hef ekki heyrt í henni síðan á laugardag og ég er hrædd um að berlínarbúar hafi borðað hana. Þannig að Silja mína, viltu vinsamlegast fara að hafa samband, helst í gær!!  

Er síðan að fara að vinna á sunnudag á einhverju hlaupamóti, að ég held, í Kitzbuehl. Á held ég að standa með flöskur í skærgulu vesti og öskra WASSER til að keppendur geti fengið að drekka. En það kemur allt saman í ljós. Kannski verður þetta vandræðalegasti dagur lífs míns en þið fáið að heyra allt um það.  

Allavega, þarf að fara elda fyrir mig og opa. Læt heyra í mér seinna þegar ég hef eitthvað aðeins merkilegra að segja,

 

Ásta Hulda

 

P.S. Fyrir þá sem að þekkja mig ekki þá er þetta allt saman kaldhæðni og vonandi getiði hlegið með mér í einmanaleika mínum :D 

P.S.2. Ég elska MTV... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Haha! Sé að þú hefur nóg að gera! Þú hefur þó ekki kíkt á þýsku þættina... Ég hef nefninlega komist að því á veru minni hérna í danmörku að þeir eru jafn lélegir í að gera sjónvarpsefni og Japarnir. Þeir t.d hafa þátt á laugardagskvöldi þar sem menn fara í stórt "tjald" og líta út eins og lúdó kallar. Þeir standa svo á risa lúdóborði og spila lúdó og notabene eru lúdókarlarnir. Þú getur rétt ýmindað þér 16 lúdó-fullorðna-menn á lúdóborði á laugardagskvöldi, þetta finnst þeim yndisleg skemmtun! Svo var einn þáttur þar sem þeir voru með bundið fyrir augun og reyndu sitt besta að labba eftir spítum á meðan annar þýskur steikhaus reyndi að lýsa fyrir þeim hvert þeir ættu að labba án þess að detta niður..... "Links, linkz!" "Nein, úpps, enschuldegung....es was nicht richt! Solid skemmtun Ásta mín;) solid skemmtun...

Svanlaug (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 18:27

2 identicon

úpsí......varstu að elda fyrir opa......hvað gerðuð þið við oma?

mamma (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 21:19

3 identicon

Hahaha ég er lifandi og í helu lagi ;) en þú hefur þó sjónvarpið til að stytta þér stundir! það eru ekki allir það heppnir....sumir þurfa að spila solitair til að sofna....hhmmm en sé þig eeeftir 7 DAGA!! :D og við förum beint á djammið ;)

Silja (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 14:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásta Hulda Ármann

Höfundur

Ásta Hulda Ármann
Ásta Hulda Ármann
Aðeins 5 sekúndur í hinn stóra heim!

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • SDC14578
  • SDC14540
  • SDC14493
  • SDC14364
  • SDC14462

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 342

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband