Ástalein hress og opa með plástra!

Já kæra fólk. Í dag er innan við tvær vikur þangað til að ég yfirgef sveitina og held aftur á vit ævintýranna. Berlín bíður mín með Silju innanborðs og gleði. Þó að það sé nú alveg nóg um gleði hér! Silju mína hef ég ekki hitt í bráðum hvað 4 mánuði held ég. Það er bara allt of mikið! Ég fer sem sagt til Berlín 26. september sem er bara bráðum. Hlakka rosa til...

Héðan er annars allt gott að frétta, fyrir utan einn einstakling innan þessarar fjölskyldu. Málið er nefnilega að hann opa okkar ákvað að láta sér það detta í hug að detta eða réttara sagt hrynja í gegnum útidyrahurðina í gær. Ég fékk hringingu frá Íslandi með þeim fréttum að opa væri uppá spítala eftir að hafa stungið hausnum á sér í gegnum gler og það fyrsta sem ég hugsaði var váá típískt opa! Ekki spurja mig hvernig hann fór að þessu en maðurinn flaug víst. Það var gler í hurðinni ( ATH. það VAR) en glerið gjörsamlega hvarf. Síðan var blóð út um allt og glerbrot og ég veit ekki hvað og hvað! Opa okkar var samt sem áður alveg rosalega heppinn. Núna er hann með sauma í andlitinu og er illt í löppunum. En sami gamli opa er alltaf í gírnum. Hann lætur þvílíkt vorkenna sér og spígsporar um allt þorpið með plástra og umbúðir á hausnum, hann gerir þetta eiginlega verra en þetta er. Ég hlæ nú bara að þessu öllu saman. Hefði samt getað endað illa ef hann hefði skorist á hálsinum eða eitthvað! 

Fór núna um helgina á fest í Bramberg. Það var svo ótrúlega gaman að ég held ég hafi bara ekki upplifað annað eins, fyrir utan Herbert og Alfred kvöldið góða :D Við hittumst vinkonurnar heima hjá einni sem býr í Bramberg og höfðum það kósí með tónlist frá Austurríki, frekar í eldri kantinum:S Síðan lögðum við af stað alveg hreint öfgahressar um miðnætti að risatjaldinu þar sem fólk á öllum aldri sat við drykkju og söng. Við hins vegar sungum ekki þetta kvöld, við dönsuðum. Við dönsuðum já og það líka ekkert smá. Ég er með svo miklar harðsperrur að ég á erfitt með að labba. Við dönsuðum og hlógum frá 12 til 5 án þess að stoppa og það var rosalegt fjör. 

Annars hef ég bara voðalega lítið að segja núna, ótrúlegt en satt. Er bara búin að vera njóta tímans núna með vinkonum mínum og vinum. Hitti þau nánast á hverjum degi, opa ekki til mikillar gleði. Hann vill helst hafa mig heima þar sem hann veit hvað ég er að bralla! Hann er mjög forvitinn maður sem verður að fá að vita allt og hafa allt undir sínum augum. Hann þarf að vita hvað ég er að fara gera, hverja ég er að fara hitta, hvenær ég kem heim og hvernig ég kem heim. Hann vill helst sækja mig kl 10 á kvöldin. Í síðustu viku fékk ég hann til að sækja mig og það er eitthvað sem ég mun aldrei aftur biðja hann um að gera. Jii minn guð minn góður, hann keyrði í fyrsta lagi 3 x framhjá mér þrátt fyrir öfgaveifin mín og síðan þegar ég stóð út á miðri götu og veifaði þá sá hann mig loksins. Síðan þegar ég steig uppí bílinn skammaði hann mig fyrir að hafa ekki verið komin á réttum tíma og ég veit ekki hvað og hvað. Síðan fékk ég sko að heyra þetta að minnsta kosti 10 x daginn eftir að ég hafi ekki verið komin á réttum tíma. Ég hins vegar sagði honum að ég hafi allan tímann verið þar en hann vill ekki heyra það sko. Því hann hefur alltaf rétt fyrir sér. Já hann opa getur verið erfiður stundum en þannig er hann bara og ekkert sem ég get gert í því :D

 Alltaf tekst mér að rugla miklu meir en ég held ég geti. Hef ekkert að segja en skrifa og skrifa bara eitthvað! Klárlega Kvennó að kenna :D En á góðan hátt að sjálfsögðu. Ég sakna Kvennó oof mikið, langar helst að fara núna aftur bara, vera með bekknum mínum að rífast eða rökræða. En það er víst tímabil sem er búið, ótrúlegt hvað tíminn líður hratt. En þannig er lífið, þess vegna verður maður að njóta lífsins og nýta það sem best. Þess vegna ætla ég að nýta þetta ár eins vel og ég get áður en alvaran tekur við! Eins og mamma segir, það má leika sér en maður verður að hugsa um framtíðina og ekki fórna því sem gleður mann mest! Því er ég mjög sammála. Leika mér núna, stjórnmálalestur á næsta ári, en hvort það verður á klakanum eða annar staðar verður tíminn að leysa :D

 Allavega, ég ætla að fara gera mig sæta fyrir Eisverkaufen (að selja ís), þarf nefnilega að heilla þorpsbúa með útliti en ekki persónutöfrum þar sem margir hverjir hafa ekki mikið álit á útlendingum! En þannig er það bara :D 

Ég er annars öfgahress og rosa glöð og langar eiginlega ekkert að fara héðan..

En þangað til næst,

 

Ásta Hulda 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

oh.......

mamma (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 12:33

2 identicon

Haha hann Opa minnir mig nú á einn mann sem ég þekki

Svana (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 17:55

3 identicon

Hæ Ásta það er alltaf svo skemmtilegt að lesa bloggið þitt. Manni langar nú að hitta hann Opa hehe. Það er svo frábært hvað þú ert dugleg þarna úti að kynnast fólki og hafa gaman. Okkur hlakkar svaka tilað aðsjá þig. Njóttu nú tímans vel sem er eftir hann kemur víst ekki aftur. Kv Hanna og Co

Hanna, Guðni og Helgi Már stóri (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 00:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásta Hulda Ármann

Höfundur

Ásta Hulda Ármann
Ásta Hulda Ármann
Aðeins 5 sekúndur í hinn stóra heim!

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • SDC14578
  • SDC14540
  • SDC14493
  • SDC14364
  • SDC14462

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 342

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband