Köngulóardrama!

Nýjustu fréttir héðan eru þær að fröken Ásta Hulda fékk sér göt í eyrun í gær. Þetta eru svo sannarlega stórfréttir því mín hefur aldrei fengið sér göt í eyrun áður og ég var eiginlega komin á það stig að ég ætlaði ekkert að fá mér göt í eyrun. En þar sem að ég var á rölti um Mittersill í gær og labbaði fram hjá skartgripabúð og fékk þessa skemmtilegu hugdettu að fá mér göt í eyrun. Þannig ég mætti þarna inn, kona tók á móti mér, lét mig setjast, gerði götin, fékk gúmmíbangsa og ég labbaði út. Þetta er stórt skref í lífi mínuGrin Bara láta ykkur vita það að ég er ógeðslega sæt núna...

Fór og hitti vinkonu mína í gær og hún sýndi mér bæinn sinn sem heitir Wald og er hérna við hliðiná Neukirchen. Ótrúlega lítill bær og hún þekkti alla og kynnti mig fyrir öllum sem var bara mjög fínt. Það var einhver fest en það er víst alltaf á föstudögum. Svona bóndafest, matvörur og ýmislegt selt og síðan var lúðrahljómsveit með rosalega skemmtilega austurríska jóðltónlist. Klárlega uppáhaldið mitt, eða ekki FootinMouth Fer síðan að hitta hana aftur í kvöld og aðrar vinkonur mínar. Það er nefnilega svo fyndið að ég kynntist tveimur stelpum og síðan vinkonu minni, sem heitir Gitti, í sitthvoru lagi og komst síðan að því að þær eru allar saman í vinahóp. Þannig ég er bara komin inní miðjan stelpuvinahóp sem draga mig með út um allt, ótrúlega ánægðGrin

 Heyrði aðeins í henni Ágústu minni í gær en hún var að byrja í FB. Hún var alveg rosalega ánægð með allt og gengur vel svona til að byrja með. Hún hafði einhverjar áhyggjur af því að kynnast engum. Hún þarf sko ekki að hafa neinar áhyggjur því hún á svo rosalega auðvelt með að kynnast fólki. Á miklu fleiri vini en ég hef nokkurn tíman átt, þannig að það eru síðustu áhyggjurnar sem hún ætti að hafa.. Annars sakna ég hennar mjög mikið og ég veit að hún saknar mín líka.  

Veðrið hérna er mjög skrítið. Það er annan hvern dag sól og öfgahiti og hina dagana rigning og skítakuldi. Síðan eru veðurspárnar alltaf bara eitthvað út í loftið því þær standast aldrei núna þessa dagana. Veit ekki alveg hvað er í gangi en ég held að þetta sé bara svona núna þegar haustið er að koma..  Annars er núna eiginlega bara mánuður eftir að Austurríkisdvölinni minni og opa er sko með mig í hálftíma þýskukennslu á hverjum degi. Ótrúlegur þessi kall, hann ætlar sér svo sannarlega að eiga heiðurinn af þýskunni minni Grin

Núna þessa dagana þá búum við nokkur saman í herberginu mínu. Það er fröken könguló sem býr inná baði með silfurskottunum og síðan er það herra könguló hjá sjónvarpinu mínu, frændi hans hjá fataskápnum mínu og síðan er fjölskylda undir rúminu mínu. Síðan er einhver padda sem ég veit ekki hvað heitir en hún er pínu búttuð og svona og hún býr á veggjunum og á loftinu. Okkur kemur öllum vel saman og ég er löngu orðin vön þeim. Um daginn fékk ég samt heimsókn frá einni þeirri hræðilegustu könguló sem ég hef séð, fór í panikk og gat ekki hreyft mig. Hún hvarf og komst síðan að því að fröken könguló hafði borðað hana. Hins vegar í gær fékk ég alvarlegt áfall þegar stærsta, svartasta, loðnasta og feitasta könguló sem ég hef séð labbaði í hægindum sínum um veggina í herberginu mínu. Ég gjörsamlega fraus, fékk gæsahúð og gat ekki hreyft mig. Ég hef bara aldrei lent í öðru eins. Þessi könguló var svo stór að þetta hefur örugglega verið einhver tegund af tarantúllu eða eitthvað, jiii.. Ég allavega náði loksins að teygja mig í flugnaspaðann minn en þá var hún horfin. Ég fór í panikk og titraði af hræðslu. Ég lá síðan í í rúminu mínu í alla nótt, með gula flugnaspaðann minn í sveittum lófanum mínum, gjörsamlega stjörf af hræðslu og ég svaf gjörsamlega ekki neitt. Hef ekki lent í öðru eins. Vissi alveg að ég væri pínu hrædd við köngulær en að verða svona hrædd vissi ég ekki að væri hægt...

Annars er lífið hérna bara rólegt og fínt eins og vanalega. Það er hugsað um mig eins og ég sé mikilvægasta manneskja jarðarinnar. Mér finnst það bara fínt fyrir utan öll kílóin sem bætast á mann út af öllum matnum sem ég fæ..  Mér líður samt mjög vel þessa dagana og allt gengur vel!

 

 Annars hefði hann afi Bjössi orðið áttræður í gær. Mamma var með góðan mat heima og lagði á borð fyrir afa líka. Hefði viljað vera með þeim en ég hafði það líka fínt hérna í sveitinni með pizzu og Gröbi Grin Sakna afa mjög mikið en ég veit að hann er með okkur í anda.. 

 

Þangað til næst!

 Ásta Hulda 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

OMG!!! Göt í eyrun :D:D Vá hvað ég er ánægð með þig! Loksins er hægt að gefa þér eyrnalokka í afmælisgjöf ..hehehe

Kristrún (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 15:04

2 identicon

Já ég TRÚÚÚÚII ekki að þú hafir loksins látið verða af því að fá þér göt!! :D en hva erum við þá að fá okkur tattú í Berlín? hehehe

Silja (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 17:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásta Hulda Ármann

Höfundur

Ásta Hulda Ármann
Ásta Hulda Ármann
Aðeins 5 sekúndur í hinn stóra heim!

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • SDC14578
  • SDC14540
  • SDC14493
  • SDC14364
  • SDC14462

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 342

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband