Merkilega lífið mitt í dag eða ómerkilega, hmmm!

Ég hef voðalega lítið að segja þessa dagana. Það er eiginlega ekkert nýtt búið að gerast. Ég er bara búin að vera hér í rólegheitunum að slappa af og svona. Var eiginlega veik um helgina. Var alveg drulluslöpp og með kvef og svona. Ofan á það bættust við trilljón ofnæmislyf sem að ég þurfti að taka um helgina þar sem að ég þurfti að fara aftur til læknis á föstudaginn. Lærið mitt bólgnaði svo mikið upp að ég komst ekki í gallabuxurnar mínar. Varð bara að vera í stuttbuxum þennan gráa þrumuveðursdag. Ég var því alveg þvílíkt dofin um helgina og ekkert í brjálað góðu skapi til að fara út að skemmta mér. Þannig að ég var bara upp í sófa með teppi hjá oma og opa. Mjög fínt. Þau dekruðu ekkert smá við mig og höfðu þvílíkar áhyggjur. En það er allt í lagi með mig núna. 

 Ég er loksins byrjuð að vinna aftur. Komst að því að ljóshærða beljan var búin að vera skipuleggja vaktirnar og lét mig ekkert vinna. Talaði við yfirmanninn um helgina og hann lagaði þetta þannig að ég vann í gær og í dag og fer síðan aftur á fimmtudag. Síðan var verið að breyta skipulaginu í dag með ísinn eða sem sagt við eigum að gera minni kúlur þar sem að ísinn var farinn að koma út í mínus. Fólkið í bænum var klárlega ekki sátt. En eina sem að ég sagði var að ég væri bara að vinna þarna og að ég gerði það sem yfirmaðurinn sagði mér að gera. Fólkið gat þá ekki sagt neitt meir og labbaði frekar fúlt í burtu. Síðan í dag gerðist eitt stórmerkilegt í vinnunni. Ég náði að svara fyrir mig þegar ljóshærða beljan var með kjaft. Hún varð semi brjáluð og labbaði í burtu geðveikt fúl og sagði mér að gera þá bara allt sjálf. Ég fór að hlæja en sá síðan eftir því að hafa svarað fyrir mig því hún varð ennþá verri en hún hafði verið við mig áður. Reyndi samt að taka það ekki inná mig og það gekk alveg ágætlega en tók samt alveg á. En ég á samt ekkert að vera að kvarta þar sem að þetta er vinnufélagi minn og það eru alltaf einhverjir leiðinlegir á leið manns í gegnum lífið..

Ég fór í fyrradag með Maríu og litlu guttunum upp í fjall að vatni sem heitir Blausee. Það tók okkur svona 1 og hálfan tíma að labba þangað og það tók verulega á þar sem að það var ógeðslega of heitt. Við voru þarna allan daginn að leika okkur í sandinum og byggja sandkastala með fossum og ég veit ekki hvað og hvað. Þetta var rosalega gaman. Vorum að vaða í vatninu en vatnið er jökulvatn og er því alveg jökulískalt og lappirnar á okkur voru því alveg eldrauðar af kulda eftir daginn.

 Á föstudaginn byrja systur mínar í skóla. Ágústa í framhaldsskóla, FB, og Þórunn Eva í grunnskóla, Fossvogsskóla. Mér finnst ótrúlega leiðinlegt að geta ekki verið heima þegar þær koma heim eftir fyrsta skóladaginn sinn en þær fá báðar klárlega símhringingu um leið og ég veit að þær eru búnar í skólanum. Ég er ótrúlega spennt fyrir þeirra hönd og ég veit hversu stórt skref þetta er fyrir þær báðar. Veit að Þórunn Eva er búin að vera bíða í svona ár eftir því að byrja í skólanum og núna er hún komin með sína fyrstu skólatösku og allt, klárlega tilbúin í slaginn. Ágústa er líka búin að var að deyja úr spenningi síðan að hún vissi að hún væri komin inn, komust 5 inn af 12 á starfsbrautina sem Ágústa fer á. Ég er svoo stolt af þeim báðum. Litlu snúllurnar mínar eru orðnar stóru snúllurnar mínar, jiii! 

Annars eins og ég sagði hef ég voðalega lítið að segja. Hef alveg eitthvað að merkilegt segja en það verður að bíða betri tíma til að það verði gert alveg opinbert þó að mamma sé örugglega búin að segja öllum. Ætla segja frá því seinna :D  Síðan er ég búin að taka þýskupróf núna sem að setur mig í bekk eftir því hvar ég stend í þýskunni í tungumálaskólanum. Oma og opa sátu yfir mér og voru alltaf að reyna að sjá og segja eitthvað en ég var alltaf að reka þau í burtu því ég vildi gera þetta sjálf. Þau eru ooof hjálpsöm :D En það fer allt saman að styttast í Berlín. Get ekki beðið núna, búin að fá fullt af kortum og bókum gefins frá Maríu og Hannesi og það gerir mig ennþá spenntari. 

En ég  ætla núna að fara koma mér í rúmið þar sem að hann Luca litli kemur alltaf klukkan 9 og vekur mig öfgahress og vill fara að leika.. 

Þangað til seinna..

 

Ásta Hulda 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

....ekki sagt orð.......

Mamma (IP-tala skráð) 20.8.2008 kl. 10:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásta Hulda Ármann

Höfundur

Ásta Hulda Ármann
Ásta Hulda Ármann
Aðeins 5 sekúndur í hinn stóra heim!

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • SDC14578
  • SDC14540
  • SDC14493
  • SDC14364
  • SDC14462

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 342

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband