18.11.2008 | 21:14
Smáræði!
Meðan ég bíð eftir því að geta hámað í mig afmæliskökuna hans Helmuts þá ætla ég að taka smá látavitaafmér session... Þetta verður bara örstutt!
- Ég er komin heim til Íslands.
- Er að vinna í Intersport uppá Höfða.
- Er rosalega hress.
- Var í endajaxlatöku.
- Vil fá fólk í heimsókn.
- Á bráðum tvítugs afmæli.
- Verð hér þangað til í janúar.
- Fer í janúar til Austurríkis.
- Er að fara vinna sem skíðakennari.
- Veit ekkert hvenær ég kem aftur.
- Stefnan tekin á stjórnmálafræði næsta haust.
Mikið meira hef ég svo sem ekkert að segja. Er voðalega hugmyndaímyndunarlaus hérna heima þessa dagana. Þessi blessaða endajaxlataka fór eitthvað illa og er ég því búin að vera í lyfjamóki hérna heima en samt sem áður að drepast. Síðan er ég svo marin á kinnunum að það er eins og ég hafi verið alvarlega kýld í báðar kinnar..
Annars er ég voðalega mikið að einmanast hérna heima þar sem að allir vinir mínir eru svo uppteknir í háskólanum að þau hafa ekki tíma til að vorkenna mér. Klárlega of bitur, hehe! En ég reyni nú bara að virða það og svona!
Kakan er til, endilega kommentið til að ég viti hvort einhverjir kíki hérna ennþá :D
Tschüss,
Ásta Hulda
Um bloggið
Ásta Hulda Ármann
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.