Komin til Neukirchen aftur :D

Þá er ég komin aftur til Neukirchen eftir rúma 5 daga í Ítalíu. Ég er búin að lofa mörgum að skrifa eina ferðasögu og ég ætla svo sannarlega að standa við það. Eftir að við vorum öll fjögur búin að koma okkur vel fyrir í BMW kagganum okkar, of snemma á mánudagsmorgni, héldum við af stað í fyrstu sólarlandaferðina okkar saman. Stemningin í bílnum var góð en þó var ekki tekið vel undir söng minn og Ágústu. Við jöfnuðum okkur þó fljótt og hlustuðum bara á ipodana okkar næstu 3 klukkutíma eða eitthvað svoleiðis.

SDC10120

Alltaf finnst mér jafnfyndið að koma að landamærum Evrópusambandslandanna. Landamærin eru skilti! Jájá það er ekkert svo merkilegt een það sem mér fannst nú merkilegast að þrátt fyrir þetta eina skilti þá var samt augljóst að við vorum komin í annað land. Við fengum okkur að borða þarna á landamærunum og þar var töluð ítalska en reyndar líka þýska. Veitingahúsið var reyklaust en Ítalía er með sömu reglur og Ísland varðandi reykingar. Eftir mat héldum við leið okkar áfram og þá héldu breytingarnar áfram. Vegirnir urðu miklu þrengri, skiltin urðu öll ítölsk, tréin minnkuðu, húsin breyttust og fólkið breyttist. Það var eiginlega ótrúlegt að fylgjast með þessu og allt var þetta þessu eina skilti að þakka.

(já ég er lítil)

 

Allavega, þegar til Ítalíu var komið keyrðum við beina leið til Grado, sólarlandareyjunnar miklu. Eftir nokkrar ágætis krókaleiðir komumst við loksins að hótelinu okkar. Veðrið var frábært og við skelltum okkur þess vegna strax niður á strönd og lögðumst í gott sólbað. Helmut skellti sér strax í sjóinn og þeir urðu bestu vinir strax frá fyrstu kynnum og dvaldi Helmut að mestu leyti þar það sem eftir var af ferðinni.

Ég og sjórinn vorum hins vegar ekker sérstaklega náin. Á öðrum degi dróg Helmut mig út í sjó og ég var alveg þvílíkt sátt að vera þarna syndandi í öldunum í rólegheitunum. Síðan var sjórinn orðinn svo grunnur þannig að ég byrjaði bara að labba þarna eins og ekkert væri eðlilegra. Og þá gerðist það sem að

SDC10140allir biðu eftir, fyrstu meiðsli ferðarinnar. Ég með mínum ótrúlegu fótakröftum steig á annað hvort skel eða stein sem að rispaði mig smá á hliðinni. Ég lét nú ekkert smá skrámu á mig fá og var áfram í sjónum en síðan byrjaði mig að svíða svo svakalega að ég ákvað að fara uppúr og skola þetta aðeins. Þegar ég kom að fótaskolunarsturtunum tók ég eftir því að það blæddi smá og því ákvað ég að fara til strandvarðanna sem sátu þarna rétt hja´og biðja um smá plástur. Strandverðirnir voru því miður ekkert heitir, bara gamlir feitir kallar, een þvílíku móttökurnar. Þeir fylgdu mér allir þrír að einhverju húsi þar sem einn gaurinn tók upp risasjúkrakassa og ég bara jii hvað er ég búin að koma mér í. Þeir létu mig setjast niður og stóðu þarna allir þrír að dekra við litlu skrámuna mína. Einn hélt löppinni uppi, einn skolaði og setti sótthreinsandi á og sá þriðji hann tók upp þessar þvílíku sáraumbúðir og byrjaði að vefja löppina mína í þær. 

Myndin sýnir það sem segja þarf. Afraksturinn hjá þeim var mjög góður eins og sést. Mér hins vegar hefur ekki liðið jafnkjánalega í langan tíma og langaði helst bara að hverfa þar sem ég fékk athygli frá allri ströndinn eins og ég hafði lent í stórslysi. En það er allt í lagi með mig :D

 

Um kvöldið skellti fjölskyldan sér síðan í golf. Spiluðum 18 holur en þó einhverja minni gerð og kallast það minigolf. En við spiluðum samt sem áður 18 holur á Ítalíu, ekkert slor það ha!! Þar hins vegar var fjölskyldan gjörsamlega étin í hel af ítölsku flugunum. Það var þá sérstaklega við kvenkynið í fjölskyldunni en ég held að Helmut hafi fengið eitt bit á kálfann, váá! Við hinar vorum bitnar og bólgurnar og kláðinn fylgdi öfgakennt með. Ég til dæmis fékk eitt bit við hnéið. Það bit bólgnaði svo mikið að það var eins og að það stæði golfkúla út úr löppinni minni og það þrýsti svo mikið á hnéið að ég var semi farin að haltra. Ég hélt að það væri ekki hægt að bólgna meira en neinei, daginn eftir var þetta bit orðið eins og tennisbolti! Ágústa fékk eitt svipað á lærið og mamma líka! Síðan voru mörg önnur bit og úff..

 

IMG_1593IMG_1592

 En nóg um það. Ítalskur matur er æði. Hann er bestur. Við til dæmis fórum á ítalskan pizzastað og núna getum við sagt að við höfum borðað ekta ítalska pizzu:D mmmm... Hvítu brauðin og allt þetta var líka ótrúlega gott og salötin:D Fórum meirað segja einu sinni á fiskistað og það var líka geðveikt gott. Fékk rækjur með klónnum og öllu og litla kolkrabba í heilu lagi, mjöög gott:D

Síðan borðuðum við líka ekta ítalskan ís á hverjum degi:D Hann var alveg ótrúlega góður en ég verð nú að segja að mér finnst ísinn hjá mér ekkert verri:D hahaha.. 

 

 

 

Þegar fjölskyldan mín er saman komin þá er það eiginlega orðin hefð að einhver segi eða geri eitthvað vandræðalegt. Eins og til dæmis þegar ég uppgötvaði að það væru páskar í öðrum löndum en á Íslandi og svona een það skiptir ekki máli. Í þessari ferð kom ýmislegt fyrir..

 

  • Helmut er frá fornöld og því fattaði hann ekki að hann ætti að taka miða til að komast inná autobahninn í Ítalíu og því vorum við föst þar í 5 mínútur með bílflaut fyrir aftan okkur.
  • Helmut tók upp þara á ströndinni og setti hann á hausinn á sér og öskraði á okkur til að við myndum sjá hann með hár (grænt hár)!!
  • Ágústa labbaði ekki inná hótelið okkar, hún hrundi inn í það!
  • Mamma var farin að halda að boltar sem krakkar leika sér með væru baujur sem bönnuðu manni að fara lengra út í sjóinn..
  • Mamma drekkti mér næstum því í sjónum síðasta daginn þegar hún stóð óvart ofan á mér!
  • Ég með mín sár og bit átti alla athygli bæjarins í þessari ferð.
 
IMG_1597
 
Ítalía var samt ekkert nema æði. Fólkið þarna var frábært og vildi alltfyrir mann gera. Ekki margir töluðu ensku en ef þeir gerðu það þá var það svona : ,,Youeeeee go toeeee left aaaaand theneeee youeeeee are thereeeee!!" Ítölsk enska er það fyndnasta í heimi.. Samt var töluð meiri þýska þarna en enska!
 
En ég varð allavega yfir mig hrifin af Ítalíu og þetta er klárlega land sem að ég væri til í að búa í. Skíði á veturnar og ströndin á sumrin, hver vill það ekki ??
 
Ég líka varð ástfangin af vespum og sérstaklega einni tegund sem var eins og bíll en var samt vespa, á þremur hjólum :D! Ef ég flyt til Ítalíu þá verður það klárlega bíllinn minn :D 
 

 

 

Ítalía kom mér sem sagt mikið á óvart og mér fannst alltof gaman þarna. Liggja á ströndinni bara og slappa af. Eitt af því sem að ég elskaði var að sjá sjóinn. Ég var komin með smá innilokunarkennd hérna í fjöllunum og ég held ég hafi haft mjög gott af þessu:D En það var líka mjög gaman að koma heim og svona:D 

IMG_1610

Við keyrðum síðan aðra leið heim en þá keyrðum við upp að hæsta fjalli Austurríkis, Grossglockner 3798m, en við sáum nú ekki mikið þar sem að það var ský akkurat á fjallinu.

IMG_1614Leiðin þangað og síðan heim aftur var ein mesta fjallaleið sem að ég hef farið. Beygja eftir beygju aftur og aftur og upp og niður!! Vegirnir eru líka ekki í fjallinu heldur utan á þeim og í yfir 2000 metra hæð getur það verið frekar óhugnarlegt.. . Það var ótrúlega flott samt að horfa á fjöllin og landslagið, eitthvað sem að myndir sýna ekki almennilega.. Ég var allavega ótrúlega ánægð með þessa ferð og ég veit að allir hinir voru það líka. Góð slökun og ég held að allir hafi bara haft gott af þessu:D

 

Að lokum langar mig síðan að óska Óskari bróðir og Andreu vinkonu til hamingju með afmælið í dag :D Njótiði dagsins Óskar í Mósambík og Andrea tvítuga :D

 

Kveðjur úr austurrísku Ölpunum

 

Ásta Hulda 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Oh ég hefði klárlega viljað heyra sönginn ykkar;) Við verðum náttúrlega að æfa okkur fyrir endurkomu Das K. Mustermann band sem verður næst þegar við hittumst!

Svanlaug (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 19:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásta Hulda Ármann

Höfundur

Ásta Hulda Ármann
Ásta Hulda Ármann
Aðeins 5 sekúndur í hinn stóra heim!

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • SDC14578
  • SDC14540
  • SDC14493
  • SDC14364
  • SDC14462

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband