Íslendingarnir ofvirku!!

Auðvitað um leið og fjölskyldan er komin þá er ekki lengur hægt að slaka á. Hér kemur smá úttekt á því sem að hefur drifið á daga okkar.

Á mánudag fórum við í bíltúr í kagganum. Við keyrðum til Mittersill og fengum okkur hádegismat. Mér fannst ótrúlegt að vera aftur með Íslendingunum mínum en það var samt góð tilfinning:D Samt sem áður skil ég Ágústu ekki ennþá að geta verið svona mikið ein með þeim skötuhjúum frá fornöld.. Eftir Mittersill rúntinn okkar ákváðum við að keyra aftur til Neukirchen. Helmut hins vegar getur ekki sest niður í smá stund og dróg okkur því með sér í minigolf. Allir voru nú samt ánægðir með það. Ótrúlegt en satt lenti ég í öðru sæti á eftir Helmut en sumir aðilar tóku það ekki gilt þar sem þeir héldu því fram að ég hefði verið að æfa mig til að geta unnið þau.. Ég held að sumir hafi nú bara verið tapsárir, ég nefni samt engin nöfn.

Á þriðjudag vorum ég og Ágústa vaktar kl.9 og okkur voru gefnir tveir kostir. Sá fyrri var að keyra að einhverjum dal og labba þar einhvern risagöngutúr og sá seinni var að fara með skíðalyftunni hérna upp á Wildkogel (skíðasvæðið hér) og labba niður fjallið. Okkur var ekki einu sinni boðinn sá kostur að fá að vakna. Okkur fannst samt sem áður seinni kosturinn skárri þar sem talað var um að labba niður fjall og borða hádegismat á leiðinni. Með okkar ákvörðun var því haldið af stað kl. hálf 11 upp í fjall. Það var rosalega gott veður og því var makað á okkur sólarvörn eins og við værum moldvörpur með sólarofnæmi og við þurftum að vera með húfur og sólgleraugu og ég veit ekki hvað og hvað. En jújú þetta var allt saman fínt og þetta gekk bara rosalega vel. Þetta var samt svo miklu miklu erfiðara en ég hafði nokkurn tíman búist við. Halló við vorum að labba NIÐUR fjall, það á ekki að vera erfitt! Jú svo er víst..
Eftir sirka 2 klukkutíma og mikið labb sáum við loksins veitingahúsið neðar í fjallinu. Ég neita því ekki en ég var að deyja úr þreytu og ég var ógeðslega svöng og því var ég mjög ánægð þegar ég sá húsið. Ég hins vegar varð ekki eins ánægð þegar ég fattaði hvað stígurinn sem við vorum að labba á var krókóttur. Mér fannst við labba endalaust og þvílíku krókarnir. Þetta var svona móment þar sem að maður hugsaði já það kemur eftir næstu beyju en það gerist ekki þá og síðan hugsar maður aftur já núna hlýtur það að koma, en það kom ekki. Eftir ágætan tíma fengum við smá félagsskap frá litlum kálfum og þáá sáum við veitingahúsið loksins og gátum fengið okkur að borða.
Eftir mat var aftur lagt af stað og þá var svona klukkutíma ganga eftir að sögn Helmuts. Ég veit ekki alveg hvaða tímaskyn ég hef en mér fannst þetta endalaust að líða. Það var kannski af því ég var farin að haltra þar sem ég var með krampa í vinstra lærinu og hásinin á hægri var að gefa sig.
En að lokum kom opa að sækja okkur og við vorum komin í hús milli 2 og 3. Og þá var tekinn góður blundur.
Þegar við vöknuðum fórum við í náttúrlega laug sem er hérna í bænum og við lágum í sólbaði. Við ákváðum að kæla okkur í lauginni en það var vægast sagt til að kæla sig, frekar til að frysta sig. Vatnið var svo fáránlega kalt. Ég höndlaði þetta ekki og fannst nóg að hafa bara rétt sett fallegu tærnar mínar ofan í.

Miðvikudagur rann upp og þá gat fjölskyldan ekki staðið í lappirnar fyrir harðsperrum. Það var of fyndið að sjá okkur labba en við vorum eins og hænur með gigt. Við hins vegar létum það ekkert á okkur fá og skelltum okkur í verlsunarferð til Zell am See. Ég og Ágústa vorum klárlega komnar á réttan stað til að gleyma verkjunum í löppunum en sá staður er að sjálfsögðu H&M. Helmut og mamma voru geymd á kaffihúsi á meðan. Þegar Helmut var orðinn frekar pirraður á þessu búðarrölti þá skelltum við okkur í sund. Ágústa fékk hálfgert áfall þegar hún fattaði að konur og karlar eru saman í klefum en það skánaði um leið og hún sá að það voru sérstök herbergi til að skipta um föt. Þetta var æðislegt og við vorum með dýnur í grasinu hjá lauginni til að liggja í sólbaði. MMM þetta var æðislegt. Ég og Ágústa ákváðum síðan að hoppa í girnilegu sundlaugina en hún var því miður ekkert skárri en náttúrulaugin í Neukirchen og ég held í alvörunni að ég hafi verið með gæsahúð í korter eftirá.
Þegar við sáum að það var að koma þrumuveður fórum við heim og lögðum okkur í ágæta stund.

Í dag fór ég síðan að vinna og var ennþá með harðsperrur. Það gekk bara mjög vel eins og vanalega fyrir utan að ég var að vinna með algjörri belju sem ætti bara miklu frekar að vera vinna á einhverju bóndabýli en þarna. Hún fer bara rosalega í taugarnar á mér. En ég reyndi bara að gera gott úr því og borðaði nógu mikinn ís til að halda mér í góðu skapi. Við fengum síðan heimsókn í dag þegar systir hans Helmuts, Evi, kom með manninum sínum, Horst, og stráknum sínum, Horst Alexander. Ég dó úr hlátri þegar ég sá manninn hennar því hann minnti mig of mikið á góðan vin minn Herbert sem kíkti í heimsókn til mín í febrúar :D:D Hann var reyndar dökkhærður en yfirvaraskeggið var svo sannarlega til staðar og hárið var fáránlega líkt hárinu á Herbert. Núna erum við búin að ljúka við það að borða og erum að bíða eftir eftirrétt. MMm... eitthvað fyrir mig :D

Annars er ég komin með myndavél núna þannig að ég fer að taka myndir eins og ég get og setja á netið. Ég er með einhverjar núna en þær eru ekki það margar og ekki nógu merkilegar til að ég setji þær inn.. Kemur kannski eitthvað annað hvort fyrir Ítalíu eða eftir.. Og já ég er að fara til Ítalíu.. Ég fékk frí í vinnunni og fer á mánudag með familíunni.. Jeiiii, hef aldrei farið þangað áður og ég held að það verði megamega... Við ætlum að fara á strönd þannig ég verð ennþá brúnni en ég er núna:D
Þýskan gengur ágætlega en það er mjög erfitt að tala hana núna þar sem að það er íslenska og enska í gangi núna líka. Þá finnst mér erfitt að skipta á milli tungumála ennþá.

Síðan eiga Karen Birna vinkona mín og Inga Huld frænka mín afmæli í dag.. Til hamingju :D
Jæja þrumur og eldingar enn og aftur núna..

En þangað til seinna,

Ásta Hulda


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góða ferð til Ítalíu. Knúsaðu liðið frá mér!

Erla frænka (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 23:43

2 identicon

Bwhaha....þú ert svo fyndinn penni! Æðislegt að fylgjast með ævintýrunum :)

Ólafía (IP-tala skráð) 4.7.2008 kl. 00:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásta Hulda Ármann

Höfundur

Ásta Hulda Ármann
Ásta Hulda Ármann
Aðeins 5 sekúndur í hinn stóra heim!

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • SDC14578
  • SDC14540
  • SDC14493
  • SDC14364
  • SDC14462

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband