Ísland komið í heimsókn!

Þá er familían loksins komin. Ég get ekki neitað gleði minni yfir því að hafa þau hér. Mikið knús og kyss :D Ég er búin að vera 1 mánuð hér í Austurríkinu og ég hef aldrei verið svona lengi frá mömmu og Ágústu. Samt er ekki vottur af heimþrá komin enda er ég svo mikið heima hjá mér hérna hjá austurrísku fjölskyldunni minni.
Ég fékk ýmislegt skemmtilegt frá Íslandi. Nóa Siríus súkkulaði, kúlusúkk, tópas og ópal, kínaskó (uppáhaldið mitt), föt sem komust ekki í ferðatöskuna og íslensk blöð:D Þannig ég er núna búin að sitja og háma í mig súkkulaði eins og ekkert væri eðlilegra:)
Skrítnast finnst mér samt að skipta á milli tungumála. Það er eiginlega bara frekar erfitt. Stundum byrja ég að tala þýsku við mömmu, Helmut og Ágústu og stundum íslensku við Austurríkisfólkið. Frekar fyndið samt... Það er eitthvað sem að ég þarf bara að venja mig á.
Þau fara svo til Ítalíu á mánudag held ég en þau þurftu að hætta við að fara til Króatíu því bílaleigan, þar sem þau fengu bílinn sem þau eru á, sagði að það væri ekki nógu öruggt þar og eitthvað rugl. Þau fengu sko svartan BMW, ógeðslega flottan sportbíl, ekkert slor á þessu liði ha... En já bílaleigan sagði að það væru svo miklar líkur á innbrotum í bílinn þannig að það var bara bannað. En þau ákváðu þá bara að vera lengur í Ítalíu í staðinn, kannski einhverja fjóra daga og koma síðan aftur hingað til Neukirchen. Ég er hins vegar að spá að skella mér með. Það er nefnilega ekkert mál fyrir mig að fá frí í vinnunni minni og af hverju ætti ég ekki að nýta tækifærið og fara með. Ég hef aldrei farið til Ítalíu áður og mér finnst alltaf jafngaman að koma til nýrra landa. Ég ætla allavega að hugsa mig um:D
Ég er allavega ótrúlega glöð að hafa þau hérna hjá mér:D

Í dag fórum ég og María að kaupa ís. Það er nú ekkert merkilegt þannig séð en allavega í þetta skipti lentum við klárlega í fyndasta atviki síðan ég kom hingað. Við vorum búnar að kaupa ísinn og vorum að labba heim. Allt í einu var rosalega mikið af fólki búið að umkringja 3 menn á risastórum stultum. Þeir voru allir klæddir í breska lögreglubúninga og þetta var allt mjög fyndið. Þeir voru í alvörunni að lyfta fólki upp og setja það ofan á bíla og sveifla krökkum á milli sín og taka myndavélar af fólki og taka mynd af einhverju fáránlegu eins og t.d. vegg. Við stóðum þarna með ísinn okkar og hlógum að þessu öllu þangað til að allt í einu þeir voru allir stopp og störðu á okkur tvær. Fyrst trúði ég því ekki en þegar þeir byrjuðu að labba til okkar þá varð ég alveg pínu stressuð og byrjaði að labba í burtu og María líka. Síðan byrjuðu þeir að hlaupa á eftir okkur og þá byrjuðum við líka að hlaupa og allt fólkið á eftir. Mig langaði að sökkva ofan í jörðina. Ótrúlegt en satt þá náðu þeir okkur og þeir vildu fá ís, stóðu allir eins og styttur með opinn munninn. Ég labbaði í burtu en María byrjaði að gefa þeim smá ís. Það endaði þannig að þeir tóku ísinn af henni og borðuðu hann allan. Hún var rétt byrjuð á ísnum. Við stóðum þarna og göptum á þá og fólkið líka og síðan dóum við úr hlátri. Við sko gátum varla staðið í lappirnar af hlátri. "Löggurnar" löbbuðu síðan í burtu og fólkið með. Við stóðum þarna eftir eins og klessur og vissum ekkert hvað við áttum að gera. En síðan löbbuðum við bara heim í semi sjokki.. Æj þetta var kannski svona móment have to be there en opa allavega dó úr hlátri þegar við sögðum honum þetta og ég fékk hellu fyrir eyrun hann hló svo hátt.

Allavega, vildi bara aðeins láta í mér heyra,

Þangað til næst

Ásta Hulda


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

HOHOHÓ þetta hefur verið fyndið!!!!

og takk fyrir afmæliskveðjuna um daginn. ;)

Erla frænka (IP-tala skráð) 29.6.2008 kl. 21:34

2 identicon

Hæ hæ skvísu frænka vildum bara þakka fyrir kveðjunna hingað  í Ásakórinn. Við erum afskaplega fegin að geta farið að kalla Litla frænda með nafni núna. Við hugsum til ykkar og fylgjumst með ykkur þarna úti og góða skemmtun

Guðni Frændi, Hanna og Helgi Már Litli frændi (IP-tala skráð) 30.6.2008 kl. 00:48

3 identicon

Hæ Ásta :)

 Gaman að sjá að þú hefur það gott og takk fyrir að stytta mér stundir á næturvöktunum með blogginu þínu! Endilega skelltu þér til Ítalíu, það er æðislegt að vera þar! Hvar á Ítalíu ætla þau annars að vera?

...btw það er gott að það hlæja fleiri hátt í familíunni, það er svo gaman þegar þú og mamma þín hlæjið :D 

Þórdís Inga (IP-tala skráð) 30.6.2008 kl. 06:44

4 identicon

Hahaha vá ég hefði dáið ef ég hefði lent í þessu stultugaurum!! En farðu til Ítalíu barn;) ekki spurning, ef þú getur fengið frí í vinnunni - ekki oft sem þú getur skellt þér til ítalíu með familíunni og þú hefur alveg nóg tíma til að chilla í austurríki og vinna þegar þú kemur aftur:)

 Namaste;) (Verð að æfa mig í Hindi)

Svanlaug (IP-tala skráð) 30.6.2008 kl. 18:44

5 identicon

Hæ frænka !

gaman að lesa bloggið þitt , bið að heilsa fína fólkinu á flotta sportbílnum. XXXXXX Gummi frændi.

Guðmundur Björnsson (IP-tala skráð) 30.6.2008 kl. 23:39

6 identicon

Elsku Ásta  Gaman að fylgjast með þér og þínum. Skilaðu kveðju til Ágústu og gamla settsins Kær kveðja frá okkur Stínu  kossar og knús  Ási frændi

Ásbjörn Björnsson (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 02:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásta Hulda Ármann

Höfundur

Ásta Hulda Ármann
Ásta Hulda Ármann
Aðeins 5 sekúndur í hinn stóra heim!

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • SDC14578
  • SDC14540
  • SDC14493
  • SDC14364
  • SDC14462

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband