Byrjuð að vinna og jólasveinninn fundinn:D

Þá eru tveir vinnudagar liðnir hér í Austurríki. Ég er að vinna bar og ísmegin og er þó að mestu að afgreiða ís. Mér hefur gengið bara mjög vel fyrir utan að skilja Pinzgaurisch sem er mállýskan hér og hún er eiginlega varla þýska. Vinnudagurinn minn er ekki langur, verður yfirleitt svona 4 tímar. Það fer samt allt eftir því hvað er mikið að gera:D Annars líst mér bara rosalega vel á þetta. Þarf ekki að hafa mikið fyrir þessu, segi bara:,, Hallo, bitte!" ( og þá segir fólkið hvað það vill) síðan segi ég : ,,Bechel oder Spitz" ( box eða brauðform) og síðan segi ég bara hvað þetta kostar og síðan ,,Bitteshcön" ( gjörðu svo vel) þegar ég rétti fólkinu afganginn. Það erfiðasta við þetta er að segja hvað kostar eða segja Euro. Veit ekki af hverju mér finnst það svona erfitt en þannig er það bara. Já og vinnan hefur algjörlega gengið vandræðalaust fyrir sig fyrir utan smá klístur, rjómasprengingar og tungumálamisskilning en hei þetta eru nú bara fyrstu dagarnir núna :D

Veðrið er alltaf eins hérna. Yfir 30 stiga hiti, sól og þrumuveður á kvöldið:D Get eiginlega ekki vanið mig á þessar þrumur, fara rosalega í mig. Það bergmálar svo í fjöllunum og það er bara eitthvað við þetta sem er svo óhugnarlegt. Ég líka má helst ekki vera á netinu þegar það er þrumuveður því það getur víst verið stórhættulegt. Ég fékk einhverja útskýringu á því af hverju það er þannig en það var svo hratt að ég skildi ekkert hvað manneskjan var að tala um.. :S

Það er líka eitt hérna sem mér finnst alveg stórmerkilegt. Ég nefnilega komst að því um daginn að ég er búin að finna jólasveininn. Hann býr hvorki á norðurpólnum eða í Finnlandi. Hann býr í Neukirchen, litlu sveitaþorpi í Austurríki. Hann býr í Landhaus Maier og heitir Jósef og er kallaður Sepp. Ef hann er ekki alvöru jólasveinninn þá hlýtur hann að vera bróðir hans.
Jólasveinninn er með mikla bumbu, Jósef er með mikla bumbu líka.
Jólasveinninn er með silfurgráhvítt hár, Jósef er líka með silfurgráhvítt hár.
Jólasveinninn fer út um allt á sleðanum sínum, Jósef fer út um allt á græna kagganum sínum ( jafnvel þó hann þurfi bara að fara yfir eina götu).
Jólasveinninn hlær HOHOHÓ, Jósef hlær líka HOHOHÓ.
Jólasveinninn er alltaf glaður og gjafmildur, Jósef er alltaf glaður og gjafmildur.
Jólasveinninn borðar alveg rosalega mikið, Jósef borðar líka rosalega mikið ( þegar hann er búinn að borða hjá konunni sinni þá fer hann yfir í næsta hús og borðar afgangana þar).
Kannski er ég ein um að finnast þeir líkir en vá, þeir hljóta allavega að vera bræður. Ég er hérna að sjálfsögðu að tala um hann opa en hann er í alvörunni fyndnasti maður sem ég veit um. Hann er ótrúlegur sko, hann keyrir allt sem hann þarf að fara og stundum er það bara 1 mínutu labb. Hann kemur í alvörunni alltaf yfir til Maríu og kvöldin eftir að hafa borðað helling hjá oma og segir mmm hvað var í matinn hér og borðar restarnar:D Hann er með botnlausa bumbu.. Hann vill helst sitja í stólnum sínum og horfa á Bold and the Beautiful með heilu steikurnar í fanginu. En opa er alltaf jafnmikið æði. Gerði allt til að ég myndi fá góða vinnu hérna og er alltaf að hugsa um mig :D

Ég hef líka komist á það sem ég hef tekið með mér úr Kvennó er hvað ég get bullað eða talað endalaust um ekki neitt. Góð æfing fyrir stjórnmálamennskuna held ég ;) Maður æfðist rosalega í því í ákveðnum fögum í Kvennó og þjálfaðist einhvern vegin upp í að geta skrifað endalaust langar ritgerðir og greinar um ekkert. T.d. var ég farin að geta bullað 3 bls fréttir í fjölmiðlafræði sem ég skáldaði bara.. En allavega, ég er ánægð með að hafa þennan hæfileika í dag og ég ætla svo sannarlega að halda honum við alla ævi:D Ég verð brjálað góð stjórnmálakona... :Dhahaha

Allavega, bið að heilsa í bili,

Kv. Ásta Hulda


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hehehe þú ert náttla best í að bulla! :) ég skil stundum ekki hvernig þú ferð að þessu! En mér sýnist þú hafa þetta allt á hreinu í vinnunni ,,Bechel oder Spitz" hehehe ;)    OMG ásta ég var að eignast frænku!!! bara áðan! sem þýðir að mamma er orðin amma! hversu fyndið er það! :D

Silja (IP-tala skráð) 27.6.2008 kl. 13:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásta Hulda Ármann

Höfundur

Ásta Hulda Ármann
Ásta Hulda Ármann
Aðeins 5 sekúndur í hinn stóra heim!

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • SDC14578
  • SDC14540
  • SDC14493
  • SDC14364
  • SDC14462

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband