Ég er ennþá í Austurríki:D

Í dag eru 3 dagar þangað til að ég byrja að vinna. Ég er rosalega spennt en eitthvað hef ég þó fundið fyrir misskilningi hjá fólki varðandi þessa vinnu. Ég fékk vinnu á netkaffi hérna í bænum sem er eiginlega ekkert venjulegt netkaffi. Á þessum stað er bakarí, kaffihús, ísbúð og bar. Ef ég hef skilið rétt þá byrja ég í að afgreiða ís því samkvæmt opa kann ég berjategundirnar. Hann á það smá til að ákveða bara hvað ég kann og svona en það er ekkert mál því ég nota bara orðabókina mína góðu. Ég verð því ekki að hanga í tölvunni allan daginn og ég verð ekki eitthvað forfallið tölvunörd, þó að ég sé það fyrir, eins og margir halda. Þetta er í raun aðalpleisið hérna í þorpinu og kemur víst mjög mikið af fólki þangað á mínum aldri þannig að ég held að það sé alveg bókað mál að ég kynnist einhverjum.
Ég kíkti reyndar aðeins á djammið í gær og ég kynntist alveg nokkrum manneskjum. En þetta voru flestir vinir kærasta Stephanie og þau voru öll rosalega skemmtileg og spjölluðu alveg helling við mig á þýsku. Þó tóku mig strax inní hópinn og buðu mér að koma með sér aftur á djammið næstu helgi því þá er eitthvað rosalegt í gangi hérna í bænum:D Þetta djamm entist nú ekki lengi í gær því að allir staðirnir lokuðu klukkan 12. Ég missti hökuna niðrá tær þegar ég heyrði það en ég sætti mig bara við það og bíð með mikilli eftirvæntingu eftir þessu rosalega djammi sem á að vera næstu helgi. Kannski loka staðirnir þá kl. 2. Það er örugglega geðveikt lengi hér. Veit það samt ekki, kemur bara í ljós :S

Já síðan er annar misskilningur í gangi hérna. María er ekki jafngömul mér. Hún er systir Helmuts og er 40-50 ára. Stephanie hins vegar er 18 eða 19. Held hún sé ári yngri en ég. Stephanie er dóttir Maríu. Vona að þetta sé allt skýrt núna :D

Annars er búið að vera algjört sólarlandaveður síðustu daga. Í dag fór hitinn yfir 30 gráður og það var eiginlega fáránlega heitt. Ég er búin að nýta síðustu daga í að vera sem mest úti og hef ég náð mér í alveg ágæta brúnku sem og nokkrar freknur sem gerist ekki oft. Ég er búin að vera að taka bílaplanið hérna í gegn fyrir næstu viku. Algjör unglingavinnuvinna. Sit á múrsteinastéttinni með klóru og hanska og er að taka grasið sem er á milli allra múrsteinanna. Bara mjög fínt, samt alveg frekar erfitt. Í gær fór ég síðan í minigolf með Stephanie og Önnu og eftir það fórum við í borðtennis. Ég tapaði hrikalega í bæði minigolfinu og borðtennis. Minigolf er augljóslega ekki mín grein, tókst einhvern vegin alltaf að skjóta kúlunni eða boltanum út fyrir brautirnar og einu sinni skaut ég kúlunni út af minigolfsvæðinu inná eitthvað byggingarsvæði. Frekar vandræðalegt!

Í gær voru sumarsólstöður og þá átti Erla frænka afmæli. Til hamingju, var samt búin að óska þér til hamingju á facebook líka;) Hér í ölpunum er hefð fyrir því að hafa eld á toppnum á fjöllunum. Ég á rosalega erfitt með að útskýra þetta en það er víst fólk sem að labbar uppá fjöllin og þegar það er komið myrkur þá kveikir það bál alveg á toppunum. Þetta var rosalega flott og það voru alveg heilu línurnar af bálum. Þetta er eiginlega eitthvað sem að ég get ekki útskýrt almennilega en það er víst mikil hefð fyrir þessu hér.

Það er eitt sem að ég hef algjörlega gleymt að setja hér en það er síðan hjá Landhaus Maier. Ég bý þar og oma og opa líka. Það eru myndir af húsinu þarna og svona. Endilega kíkiði á þetta og þá sjáiði smá af mínu lífi í dag ;)

Slóðin er : http://www.landhaus-maier.at

Eftir viku koma síðan Helmut, mamma og Ágústa. Þau ætla að keyra frá Þýskalandi og koma við hér. Síðan fara þau til Króatíu og Ítalíu. Það var allavega planið sem ég heyrði, getur vel verið að það sé búið að breytast. Ég samt get ekki beðið eftir að fá þau hingað og þá sérstaklega snúlluna mína hana Ágústu :D Hún á líka eftir að vera glöð að fá smá pásu frá mömmu og Helmut. Er það ekki Ágústa? Ég veit ekki hvort að ég myndi meika að vera ein svona lengi með þeim, hahahaha ekki taka þessu illa. Mamma og Helmut eru nefnilega eins og 15 ára ofurástfangið par stundum. Ágústa veit nákvæmlega hvað ég meina :D Hahahahaha...

Ég vil síðan að lokum óska Skólakór Kársness, gamla kórnum mínum, innilega til hamingju með sigurinn í Rússlandi. Þau voru að keppa á mjög virtu kóramóti í St. Pétursborg og þau gerðu sér lítið fyrir og unnu.. Frábært hjá ykkur, Tóta hefur sannarlega unnið fyrir þessu og krakkarnir líka. Ég veit það!

Allavega, ég er bara hress eins og alltaf! Styttist í vinnu og svona þannig það eru bara góðir tímar framundan..

Þangað til seinna,

Ásta Hulda


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Búbbilúbb  ég veit nákvæmlega hvað þú meinar  he,he...  smissmiss

Ágústa (IP-tala skráð) 23.6.2008 kl. 10:48

2 identicon

Hehe..... þú ert nú meiri penninn.   Hér veltast allir um af hlátri....... en hvað meinar þú með að vilja ekki sitja afturí hjá okkur.   Ég sem er alltaf með svo uppbyggilegar landafræðiupplýsingar og spurningakeppni.......   ( Ó guð sagði Ágústa )  humm......   

Mamma (IP-tala skráð) 23.6.2008 kl. 10:52

3 identicon

hæhæ búin að kíkja hingað nokkrum sinnum oooog hér kemur komment loksins sorrí ...

en skemmtilegt að lesa þetta hjá þér og spennandi að vera að fara að byrja að vinna og kynnast fólki það er búið að vera hálfgert sólarlandaveður hérna líka maður er svona nett brunninn og sællegur...

Knús og kossar sæta og njóttu lífsins og djammsins híhí 

já óska kórnum lika til hamingju ... best í heimi klárlega    Skólakór Kársness er málið 

Magnea (IP-tala skráð) 23.6.2008 kl. 19:53

4 identicon

Gott að þú sért að fá tan stelpa, ég er bara að brenna í sólinni hérna heima sem stoppar furðu lengi hjá okkur þessa dagana Ég var að panta flugmiðann til Indlands, vona bara að það hafi allt verið rétt þar sem ég pantaði hann alein, og þá getur mögulega ALLT farið úrskeiðis! Ég gat valið um næstum 15 rétti fyrir flugið, mjög fyndið! Non fiber meal, indian meal, muslim meal, no-salt meal.... nefndu það... ég fékk alveg nettan valkvíða En allavega sakna þín eins og allir og hlakka til að heyra sögur af fyrsta vinnudeginum þínu - ætli þær verði ekki nokkrar:D

Svana (IP-tala skráð) 23.6.2008 kl. 23:24

5 identicon

Update frá Íslandi:

Svanlaug: Eftir að hafa eytt óhóflegum tíma með litlum krökkum er Svanlaug farin að haga sér alveg eins og þau ef ekki verr, hún gerir voða lítið annað núna en að væla, gráta og vera þrjósk (án gríns) og verður fúl ef hún fær ekki sem hún vil.

Eyþór: Hann er byrjaður að vinna, ertu í sjokki? Ég veit, við öll hin líka.. 4 dagar sem hann er búinn að vinna í sumar and counting, ps. hann er með subbulegt bóndafar og er það rauður að það er næstum því tan.. Eyþór tanaður, helvíti er frosið.

Valdi: Still being awesome as always, enn að skrifstofu-tíkast. Er að fara taka bílprófið mitt 3. júlí og ákvað um daginn að taka spondant helgar-flipp til Danmerkur.. Er að fara 4.júlí til kaupmannahafnar með Kára og Brynjari tvíbura yfir helgi, tökum morgunflugið á föstudaginn og næturflugið á sunnudaginn.. Svo Mallorca 23. júlí með Litla Rauða, Kára, Danna ásamt fleiri góðum mönnum, 2 til útlanda á sama mánuðinum, ég held það bara!

Sandra: Sandra er að rassálfast 24/7 með pólverjum, stundum gefur hún sér tíma til að hitta Gunna sinn eða jafnvel koma í ísbíltur með okkur. Áhugamál hennar þessa dagana er að heimta ís í 3-4 tíma, svo loksins þegar einhver fer með henni í ísbúð stappar hún niður fótunum og segist ekki lengur langa í ís. - Sandra er líka endalaust að plebbast með alltof eldra fólki er og er stundandi háskólautileigur og svona sora án þess að vera byrjuð í háskólanum.. plebbalegt ef þú spyrð mig.

 Alda: Tímaskynið hennar er verra en nokkru sinni fyrr. Hún virðist ekki lifa á sama tímabelti og annað fólk. Farinn að halda það sé tímamunur á RVK og Grindavík, þegar hún segist ætla koma um 21:00 um kvöldið er hún oftast komin nokkrum dögum seinna með bros á vör með eitthverja stórfenglega afsökun sem tengist oftar en ekki eitthverjum fjarskyldum ættingja frá Súðavík sem kom í heimsókn, eða það þurfti að fara með eitthverja af 29 köttunum hennar upp á dýraspítala.

 Silja: Tærnar hennar fara sívaxandi vegna óhóflegrar osta- og kakóneyslu í vinnunni sinni.. (djók Silja mín :) ) Silja er samt að fara á kostum sem starfsmaður kópavogsbæjar og er oftar en ekki tilbúið með eitt good shit slúður um Gunnar bæjarstjóra.. Annars er hún bara að stunda miðbæinn allar helgar, oftar en ekki með eitthverjum af 96 systrum hennar eða 18 bræðrum, og aldrei lætur hun sjá sig án áfengis..

 Þetta ætti að vera flest allt. btw, hversu mest awesome eru alltaf commentin mín?!?

Valdi (IP-tala skráð) 25.6.2008 kl. 15:47

6 Smámynd: Ásta Hulda Ármann

Ok..Valdi ég elska þig.. Þetta er klárlega besta komment sem að ég hef lesið! Vil klárlega fá fleiri svona... Hló mig í gegn:D

Valdi þú ert bestur..

Ásta Hulda Ármann, 25.6.2008 kl. 19:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásta Hulda Ármann

Höfundur

Ásta Hulda Ármann
Ásta Hulda Ármann
Aðeins 5 sekúndur í hinn stóra heim!

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • SDC14578
  • SDC14540
  • SDC14493
  • SDC14364
  • SDC14462

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 432

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband