19.6.2008 | 19:30
Étin í landi snýtubréfanna:s
Á 17. júní vaknaði ég eins og vanalega en váá rosalega klæjaði mig í öxlina. Jæja ég spáði nú ekkert frekar í því en allt í einu fór mig að klæja á bakinu og aftan á hendinni. Mér fannst þetta nú eitthvað skrítið en þegar ég sá hvað þetta var kom það mér alls ekkert á óvart. Flugurnar eru mættar á svæðið og byrjaðar að éta mig. Hvorki meira né minna en 5 bit takk fyrir. Allt á einni nóttu. Hér ganga sögusagnir um það að austurrískar flugur elski íslenskt blóð. Ég held að það sé alveg satt því þegar mamma var hérna fyrir hvað 2 árum held ég þá var hún bókstaflega étin í hel. Hún þurfti að fara til Dr. Boogie, læknirinn í þorpinu, og láta skoða bit á ótrúlegustu stöðum, sem dæmi má nefna á rassinum. Ég hélt í alvörunni að það væri ekki hægt en það er aldrei að vita hvað gerist þegar mamma og flugur koma saman. Fyrir þá sem ekki vita þá eru ég og mamma skyldar og ég erfði þessi sérkenni frá henni, að fá flugur til að elska mig. Í gær var ég því í því að setja á mig einhver krem og ég þurfti virkilega að passa mig að klóra ekki í bitin.
Þessir fallegu rauðbólgnu blettir voru áfram til staðar í gær og ekki minnkaði klóruþörfin. Ég fór út að hlaupa í úðarigningu og kulda. Samt var nú hlýrra en hafði verið síðustu daga.
Í dag vaknaði ég og jiii hvað ég var sátt með að klóruþörfin væri að mestu horfin og að sólin væri mætt á svæðið. Mín var mætt út kl. 10 og farin að leika við litlu strákana Luca og Luis. Stuttu seinna var ég þó búin að leggjast í sólbað. Þvílíkur hiti, váááá! Við höldum að það hafi verið svona 26 gráður í dag en það er mjög mikið miðað við að í gær voru svona 10 gráður. Við vorum öll bókstaflega að steikjast. Ég þrjóskaðist nú samt og hélt áfram að svitna í sólbaði. Mmmm hvað það var þægilegt. Ekkert klór, hiti, sól, smá vindur, ís og engar áhyggjur. EN NEINEI.. Mætir ekki einn flottur GEITUNGUR og stingur mig í ILINA. ÁÁÁÁÁIII, ég kipptist til og sló í geitunginn sem gekk ekki betur en svo að rassinn og oddurinn voru eftir í ilinni. Ég þurfti því að taka það úr. ÁÁÁÁIIIII... Þvílíkur sársauki, ég var búin að gleyma því hversu vont er að vera stungin af geitungi. En vá hvað ég var pirruð. Ég hélt ég væri laus við flugurnar í smá tíma fyrst að ég var nú þegar komin með 5 öfgaklæjubit en neiiiii. Það er í alvörunni eins og ég sé alltaf að öskra á flugumáli: ,,HAAAALLLÓÓÓÓ FLUGUR ÉG ER HÉR, KOMIÐI ENDILEGA OG ÉTIÐI MIG ..." Þetta er alltaf svona. Hvar sem ég er þá er ég bitin...
Ég sit því núna með bólgna og rauða il inná skrifstofa og ég semi haltra. Mér er endalaust illt í löppinni og ilin mín er hörð. Ég gat ekki farið út að hlaupa í dag eins og ég ætlaði að gera en í staðinn lá ég bara í sólbaði og varð brún, mega brún :D Allir sögðu við mig aaa schönes farbe heute, sem þýðir góður litur í dag:D
Allavega ég verð að reyna að jafna mig á þessu helv... geitungabiti og bera á mig krem eins og ég get því á morgun er ég að fara verlsa.. Jáá ég er að fara til Zell am See og fer í H&M og verlsa í burtu pirringinn :D Erum nefnilega að fara sækja hana Önnu, hún er að koma heim úr skólanum, og förum að verlsa smá í leiðinni.. Jeiiii:D
Annars er allt gott að frétta, get bara ekki beðið eftir því að byrja að vinna. Byrja 25. júní á netkaffinu. Síðan koma mamma, Helmut og Ágústa á sunnudag eftir viku. Mamma er búin að lofa mér að koma með mér á djammið, ég ætla sko klárlega að draga hana með mér:D jeiii... Þannig það eru bara góðir tímar framundan :D
Bis später :D
Ásta Hulda
P.S. Af Snúlla er allt gott að frétta. Mamma hans situr alltaf hjá honum núna og passar hann og gefur honum að drekka. Ég og Oma erum búnar að stelast að gefa henni mat, í morgun og núna í kvöld, Maríu ekki til mikillar gleði. En allt fyrir Snúlla ;D
Um bloggið
Ásta Hulda Ármann
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 432
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Velkomin í hópinn. Já það er ekki ónýtt að vera elskaður.....
Dr. Boogie er nú líka bara dálítið krútt.
Bis später
Mamma (IP-tala skráð) 19.6.2008 kl. 20:45
Gott að heyra að flest í Austurríkinu gengur vel en ekki gott að heyra að sumum íbúum er ekki vel við þig ... trixið er bara að vera í fötum
og hleypa engum inná sig.
með bestu kveðju
Valdi & Jóa
Valdi & Jóa (IP-tala skráð) 20.6.2008 kl. 01:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.