15.6.2008 | 13:41
Í landi snýtubréfanna..
Eitt af því versta sem ég veit er hor. Ég er mjög viðkvæm fyrir því og þegar ég heyri eða sé fólk snýta sér þá fæ ég alveg innilegan kuldaviðbjóðshroll. Hér í Austurríki tíðkast það ekki að sjúga upp í nefið eins og við fólkið á klakanum gerum yfirleitt. Hér snýtir fólk sér allan daginn eða í hvert einasta skipti sem að það þarf að sjúga upp í nefið. Jii hvað ég á erfitt með að halda andliti þegar fólk gerir það, þetta er samt bara eitt af því sem að ég þarf að venjast. Ég sjálf sýg bara upp í nefið eins og ég geri vanalega en þá koma svona 5 manns með snýtubréf fyrir mig. Ég afþakka alltaf pent og segist ekki þurfa þess. Ég á mjööög erfitt með að snýta mér fyrir framan annað fólk og því geri ég það nú bara til að byrja með að laumast bara inná klósett og snýta mér þar. Ég er búin að vera með eitthvað smávægilegt kvef núna eða hvort að ég er með frjókornaofnæmi eða eitthvað og því skrifa ég um þetta hér. En já þetta var allavega bara smá til að deila með ykkur þeirri upplifun sem ég hef að snýtubréfunum.
Eitt af því sem að mér finnst líka alveg hræðilegt er hvað osturinn hérna er hræðilega vondur. Mér finnst ostur yfirleitt mjög góður en osturinn hér er eitthvað sem að ég á mjög erfitt með að borða. Hann lyktar illa, er svona sterkur og rammur. Ég held að ég þurfi að fara sjálf niðrí Billa fljótlega og leita mér að mínum eigin osti sem að ég get borðað. Mig vantar nefnilega góðan ost til að setja á mínar vinsælu og sígóðu ostasamlokur.
En já fyrir þá sem ekki vita þá skellti ég mér ein á djammið á föstudaginn. Það gekk ekki betur en svo að ég keypti mér einn bjór á 250 kall, drakk hann og fór síðan heim. Ég var ekki alveg að detta inn í þann pakka að labba upp að einhverju fólki og segja hæææ ich bin Ásta von Island.. hhmm.. Kannski á ég eftir að gera það einn dagin en það var allavega ekki alveg málið á föstudaginn. Í gær fékk ég hins vegar að vera með bestasta fólki í geiminum í partíi í gegnum skype. Það var grill heima hjá Davíð og voru þau svo góð að leyfa mér að vera með, drusluðu tölvunni út um allt hús og ég hitti alla og talaði við alla og var með í samræðunum. Ég entist þannig í tvo klukkutíma og mér fannst það ææææði. Ég skemmti mér mjög vel, takk fyrir mig:D
Í gær fann ég lítinn kettling í blómabeðinu hérna fyrir utan. Þetta var ást við fyrstu sín. Ég skírði hann Snúlla og ég er alltaf að fylgjast með honum. Ég hins vega má ekki eiga hann :( Ég skil það vel því að ef að ég myndi hafa hann núna þangað til í september þá þyrftu þau öll hér að hugsa um hann eftir að ég færi og þau eru nú þegar með einn kött og einn chinchilla fyrir þannig að... En þetta er í alvörunni svo sætur kisi og svo lítill og krúttlegur að ég á erfitt með að lauma honum ekki bara niðrí herbergi. Sætasti og krúttlegasti kisi sem ég hef séð fyrir utan Míu. Snúlli hins vegar klórar eða bítur mig ekki!!
Læt heyra í mér seinna,
Ásta Hulda
Um bloggið
Ásta Hulda Ármann
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 432
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
cool skypepartí hvar var ég?..............
he,he kveðja mamma
Mamma (IP-tala skráð) 15.6.2008 kl. 14:57
Skypepartíið var geggjað, verðum klárlega að gera þetta aftur! Næst drekkuru bjór með okkur...hahaha :)
Kristrún (IP-tala skráð) 15.6.2008 kl. 23:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.