13.6.2008 | 19:24
Einmana eða Leute treffen?
Í dag keyrði ég í fyrsta skipti í öðru landi en á Íslandi. Það var mjög góð upplifun enda líka á svaka kagga í fallegu landi. Aksturinn gekk mjög vel og keyrði ég alla leið ti Zell am See og aftur til baka. Að lokum fékk ég formlegt leyfi hjá Maríu um að nú mætti ég keyra alein í bílnum hennar, allavega til Mittersill og Zell am See. Kannski ég skelli mér þá fljótlega til Zell am See og fari að versla smá í H&M. Aldrei að vita:D
Núna eru komnir gestir í Maierhúsið en ekki hef ég þó séð þá alla. Ég veit allavega af tveimur eldgömlum konum sem eru hér. Önnur þeirra er mamma Hannesar sem er maður Maríu. Ég fékk sjokk þegar ég sá hana. Hún talar svo óskýrt að það er ekki möguleiki að ég skilji orð af því sem að kemur út úr henni. Það er rosalega vond lykt af henni, hárið á henni er rosalega þunnt og stendur allt upp í loftið. Hún er alltaf að skella gervitönnunum sínum saman og þegar hún borðar þá smjattar hún svo mikið að allur maturinn dettur bókstaflega út úr henni. Þetta er bara smávægilegt af þeirri upplifun sem ég hef af henni. Mér var síðan sagt seinna að hún liti alveg rosalega vel út núna.... Ekki get ég ímyndað mér hvernig hún var áður!! Ég hef allavega aldrei séð svona rosalega gamla konu og þetta var alveg ágætt sjokk fyrir mig.. Kannski er óviðeigandi að tala um þetta hér en ég vil allavega benda fólki á að ef að ég verð einhvern tíman svona að láta mig þá vita til að ég fari þá allavega í bað eða eitthvað!
Veðrið hérna er bókstaflega ömurlegt. Það er kalt, það var snjór á fjallstoppunum í dag. Það er rigning, skýjað og já bara mjög kalt. Ég er að bíííða eftir sólinni sem var hérna um daginn, ég þrái hana.
Ég er líka pínu einmana núna og er mikið að velta því fyrir mér hvort að ég eigi að skella mér ein á djammið og reyna að kynnast einhverju fólki hérna. Það er svo langt í að ég byrji að vinna og ég þrái að kynnast fólki. Er ég of desperate ef að ég fer ein? Ég veit ekki, ég held að ég eigi allavega eftir að kíkja á stemninguna. Held að það sé alveg yfirleitt góð stemning á þessum þremur börum sem eru hérna. Fór allavega að horfa á fótboltaleikinn í gær upp í þorpi, búið að koma fyrir risaskjá og fullt af borðum, og það var alveg hellingur af fólki og brjáluð stemning. Kannski eru þá allir rosa " veikir " í dag eða eitthvað.. Æj ég kíki allavega :D
Þangað til næst,
Auf Wiederhören
Ásta Hulda
Um bloggið
Ásta Hulda Ármann
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 432
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ :)
Riiiiiisa Kærleiksbjarnarknúz frá okkur til þín:)
BLEEEH
Það er allt ömó á íslandi án þín..
Við skulum svo taka eitt skype fyllerí! ÖLL SAMAN! með bjór og í skype! :D :D:D
Tjappz, LauLauHlass, Tá-feita (IP-tala skráð) 13.6.2008 kl. 22:51
Hæhæ Ásta það verður gaman að fylgjast með þér og við vonum að þú eigir eftir að skemmta þér svaka vel og kynnast fullt af fólki hafðu það gott skvísa
litli frændi biður að heilsa þér.
Hanna,Guðni og litli kútur (IP-tala skráð) 14.6.2008 kl. 01:25
Hæ sæta frænka.
Múttan þín sagði mér frá blogginu þínu í gær, æðislega gaman að geta fylgst með þér þarna úti í ævintýraleit! Hlakka til að herya meira. Knús frá Erlu frænku
Erla frænka (IP-tala skráð) 15.6.2008 kl. 00:58
Klárlega farðu ein á djammið - það er magnað. Keyptu þér svo bara helst kúrekahatt og þá eru aðal kjellingin á svæðinu :D
Kveðja frá Palestínu
Yousef Ingi Tamimi, 15.6.2008 kl. 06:44
Hæ! Vertu fegin núna að hafa ekki farið á djammið í gær;) Það segir til sín núna!
Það vantaði samt sem áður þig í gær;) Ég hef nákvæmlega ekkert að segja, nema leyfi kannski timburmönnunum bara að njóta sín og fer að kúra aftur;)
Bæjó (sknúús)
p.s þessi ruslpóstvörn er án gríns verkfæri satans!
Svanlaug (IP-tala skráð) 15.6.2008 kl. 12:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.