Internetið komið í hús :D

Jæja, þá er internetið komið í Maierhaus og eg get notað mína tölvu aftur :D Ég get samt ekki verið með tölvuna inn í herberginu mínu. Það er örugglega bara of langt frá sendinum eða eitthvað. Þannig að núna er ég bara inní Fruhstuckspension( vantar punktana yfir u-in fyrir þá sem kunna þýsku;)) hér í gistiheimilinu. Var áðan að ná í skype fyrir oma og reyna að útskýra þetta fyrir henni. Það gekk bara ágætlega og við ætlum að reyna að prófa þetta í dag. Hringja í Mömmu og Helmut og athuga hvort að þetta virki allt saman.

Ég og María erum búnar að vera á fullu með litlu strákana tvo, Luca og Luis, og það er engin smá vinna. Ég er í alvörunni að deyja úr þreytu. Þeir eru svo miklir strákar og öskrin í þeim. Ég hélt stundum að það væri erfitt að vera með mínar systur en váá. Þær eru bara englar og gera ekkert af sér miðað við þá. En þeir fara á morgun, eins og María segir, það er alltaf jafn gaman að fá þá í heimsókn en það getur líka verið gaman þegar þeir fara, hehe...

Ég náði ekki alveg að klára fótboltasöguna síðast en aðalmálið var kjánahrollurinn allan tímann. Síðan lærði ég að blóta á þýsku: ,, Du bist ein Flasche!" og ,, Du bist ein Koffer!". Þetta þýðir sem sagt þú ert flaska og þú ert ferðataska.. Þetta getur víst ekki gerst verra hér í Austurríki. Þetta var allavega kallað á dómarana og ég trúði ekki mínum eigin eyrum og spurði stelpurnar sem ég var með hvort að það væri rétt sem að ég hafði heyrt og þær bara jáá þetta er mjög ljótt.. Skil samt ekki alveg hvernig een það kemur kannski seinna.

Aðalfrétt dagsins er þó að ég er komin með vinnu. Ég fékk vinnu á Internetcafé hérna í bænum og ég byrja 25. júní. Ég verð alltaf að vinna eftir hádegi og á kvöldin og ég verð held ég ekkert mjög marga tíma á dag. Ég vona innilega að ég eigi eftir að kynnast einhverju skemmtilegu fólki í gegnum þessa vinnu því það getur verið smá einmanalegt hérna stundum þó að ég sé bara búin að vera hérna í viku. En ég er sem sagt mjög spennt fyrir því að fara að vinna. Og Álfheiður, Elva og Guðný? Er planið ennþá að þið verðið í Wagrain 20. júlí? Það er nefnilega ekkert mál fyrir mig að komast til ykkar en núna er bara spurning um smá frí í vinnunni þá ;)

Ég er allavega búin að vera hérna núna í viku. Mér finnst þetta fljótt að líða en samt líka lengi að líða. Veit ekki alveg hvernig ég get útskýrt það. En ég held að um leið og ég verð búin að kynnast einhverjum hérna að þá eigi tíminn eftir að fljúga áfram. Mér var samt hrósað í dag fyrir að vera að bæta mig í þýskunni og ég var mjög ánægð með það :D Ég var líka mjög mikið að reyna að tala í dag var samt eiginlega meira bara eitthvað babbl hjá mér. En babbl er betra en ekkert.

Í gær og hinn var rosalega gott veður og ég sat úti í sólinni með strákunum allan daginn. Ég er ekki frá því að nokkrar freknur séu mættar á svæðið og smá brúnka :D Hins vegar í gær eftir alla sólina þá kom alveg rosalega mikið af skýjum og Oma sagði ja es kommt Gewitter eða eitthvað þannig og ég bara jaaa eins og alltaf og vissi ekkert hvað Gewitter var. Síðan kíkti ég í orðabókina og þá stóð þrumuveður og ég bara sjitt ég hef aldrei upplifað alvöru þrumuveður áður. Og jii hvað mér brá þegar fyrstu drunurnar komu. Það bergmálar líka svo rosalega hérna í fjöllunum að allt magnast upp, þvílík læti. Síðan byrjuðu eldingarnar að koma og með fylgdi þessi líka rosalega rigning. Mér datt ekki í hug að það gæti rignt svona mikið. Ég gat ekki hætt að horfa út og bíða eftir eldingunum en þær voru alveg allnokkrar sem ég sá, rosalega flott en samt frekar yfirþyrmandi. Þetta þrumuveður var að mínu mati rosalegt en þetta var víst ekki mikið, frekar lítið ef eitthvað er.. Þannig að ég er ekkert æst í að það komi annað og stærra þrumuveður.

Annars er ég bara hress hérna og alltaf bætist í orðaforðann minn á hverjum degi.

Auf Wiederhören,

Ásta Hulda


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Veiiiii...  internet og internetkaffi,   jibbí.       Húrra fyrir þér og oba.   Ég er enn að hlæja að lýsingunum þínum af ykkur oba í bílnum á leiðinni á internetkaffi.   Du bisst sehr fleisigh, mein schöne Tochter.    Ich liebe dich.    Grüss  dich von deine Mutter.

Mamma (IP-tala skráð) 11.6.2008 kl. 14:14

2 identicon

Elsku Ásta.  Gaman að lesa bloggið þitt.  Ég kem til að fylgjast með.  Kær kveðja  Ási frændi ( stórafi ) 

Ásbjörn Björnsson (IP-tala skráð) 11.6.2008 kl. 16:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásta Hulda Ármann

Höfundur

Ásta Hulda Ármann
Ásta Hulda Ármann
Aðeins 5 sekúndur í hinn stóra heim!

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • SDC14578
  • SDC14540
  • SDC14493
  • SDC14364
  • SDC14462

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 432

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband