Tecktonic æðið mitt!

Ef að ég sé eitthvað sem að mér líkar þá á ég það til að missa mig í að skoða allt um það! Þá meina ég bókstaflega ALLT.. Til dæmis þá fékk ég svona Bubble Struggle æði, eins og flestir vita, ég var alltaf í þessum leik og ég gekk það langt að skoða öll borðin á Youtube. Eftir það æði og eftir mikið hangs á Youtube þá gat ég ekki hætt að skoða þá síðu. Ég varð forfallið Youtube nörd.

Málið er hins vegar að ég var núna bara í gær á Youtube, eins og vanalega, að skoða ýmislegt og ég datt inn á myndbönd sem sýndu ákveðna tegund af tónlist og dans sem kallast Tecktonic. Ég algjörlega heillaðist.. Ég get til dæmis ekki hætt að horfa á þetta myndband hér : 

Mér finnst þetta svo oof cooff að ég get ekki lýst því! Ég er búin að eyða löngum tíma í að googla þetta og skoða. Ég fann það út dansinn er bland af hiphop og teknó stíl. Tónlistin er í svona electro stíl eða svona jump style. Tecktonic er ekki gamalt en það kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 2000 í París. Á svona tecktonic skemmtistöðum er baaara glowsticks og síðan þessi geggjaði dans... Gæti trúað að þau Valdi snúlli og Silja sæta myndu fíla það! Er það ekki? Ég er búin að vera að leita af svona stöðum í Berlin svo að ég og Silja getum farið og ég er líka búin að vera að leita að stöðum þar sem hægt að er að æfa þennan dans. Eða allavega læra smá grunn! Ég algjörlega elska tecktonic. Ég dýrka svona electro tónlist fyrir en váááá.. Ég sko get ekki hætt að skoða myndbönd og svona... Það liggur við að ég standi fyrir framan spegilinn minn og prófi að dansa! Það væri reyndar alveg típískt égBlush

Allavega, ég útskrifaðist úr Kvennó á föstudaginn eftir tveggja og hálfstíma athöfn í Hallgrímskirkju. Jii hvað það var leiðinlegt á köflum! En ég stóð mig vel og var rosalega ánægð með allt. Ánægð með mig, einkunnirnar, daginn, veisluna og allt bara. Síðan héldum við niðrí bæ og það bara mjög gaman. Við fórum samt aftur á laugardag og þá skemmti ég mér eiginlega betur ef eitthvað var. Ótrúlega gaman allt saman, enda klárlega ooof góður félagsskapurGrin 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

komment. ég vil nýtt blogg takk! mér leiðist :(

Silja (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 09:05

2 identicon

Haha... ég vissi ekki að þú væris svona öflug í að blogga ásta! Er ekki búin að kíkja nóg, en allavegga K.Mustermann band verður að æfa sig hver og einn svo við komum til baka sem sterkari einstaklingar og verðum ennþá betra band! Ég mun klárlega koma með ferska tóna frá Indlandi;)

Annars vil ég nýtt blogg sem fyrst...sé þig svo í kvöld í síðasta sinn í bili!

Svana tannlausa (IP-tala skráð) 2.6.2008 kl. 17:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásta Hulda Ármann

Höfundur

Ásta Hulda Ármann
Ásta Hulda Ármann
Aðeins 5 sekúndur í hinn stóra heim!

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • SDC14578
  • SDC14540
  • SDC14493
  • SDC14364
  • SDC14462

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 432

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband