Það sem gengur og gerist!

Jæja! Einkunnirnar komu í hús í dag! Ég var bara frekar sátt með 8,9 i meðaleinkunn, lækkaði nú samt um 0,1 síðan um jólin en það gerir ekkert til. Var mjög sátt með allt nema fjölmiðlafræðina. Byrjaði eitthvað að þræta við kennarann en hún gat ekkert svarað fyrir sig þannig hún sagði mér að senda mail, nenni því engan vegin þannig ég ætla bara að reyna að sætta mig við þettaSmile

Útskriftin blasir við og allt að verða reddí! Í dag var æfing fyrir útskriftina og jii minn eini hvað þetta verður eitthvað formlegt. Það var bókstaflega allt æft, kennarinn sagði okkur meirað segja við okkur stelpurnar að ef við værum óvanar á hælum að þá ættum við helst að æfa okkur heima! Reyndar skil ég hana alveg því það er frekar vandræðalegt að sjá sumar stelpur labba eins og þær séu hænur eða eitthvað!Grin Síðan bannaði hún okkur að bora í nefið...Shocking Við fengum líka árbækurnar okkar góðu í dag! Við vinkonurnar erum allar ofsalega krúttlegar og sætar. Ég er reyndar í risa dúnúlpu, finnst það frekar fyndið því ég hef aldrei átt dúnúlpu áðurGrin

 Ég og Silja vorum að enda við það að sækja um þýskunámið okkar í Berlín. Vonandi á það allt eftir að enda á réttum stað og svona. Við áttum reyndar að taka eitthvað placement test en það var eiginlega of erfitt. Ég gafst allavega upp, held að Silja sé enn að reyna við þetta. Hún var einmitt að enda við að spyrja mig hvernig maður segði ljótur á þýsku.. Pff hvernig í ósköpunum á ég að vita þaðWoundering Djii..Ég er að fara á þýskunámskeið Silja.. Ég læri það þar!!Cool

 Síðan vil ég hér með bjóða Svanlaugu að vera alltaf gimpið sem hún er! Þú mátt aldrei hætta að vera gimp! Gimpið þitt lífgar alltaf uppá daginn minn Grin

 

Allavega... Þangað til næst... Auf Wiedersehen... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

nei ég gafst upp....en ég tékkaði á ljótur og fann -ugly =übel, gemein, garstig, schlimm ,hässlich, abstoßend, mies...ég ætlaði að segja í einni spurningunni að stráknum fyndist hatturinn ljótur...eeeen ég beilaði!

hehehehe, butt ugly = potthässlich....ættum kannski að byrja að nota þetta ,,vá sástu hvað hann var potthässlich maður!!" ;)

silja (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 20:27

2 Smámynd: Ásta Hulda Ármann

Hahahaha omg hvað þetta er ooof gott orð! Verðum klárlega að nota það.. Ég ætla að nota þetta úti.. Ohh du bist so potthässlich! Og fólk bara vá hvað þú kannt flókið orð maður.. Djii..

Ásta Hulda Ármann, 21.5.2008 kl. 00:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásta Hulda Ármann

Höfundur

Ásta Hulda Ármann
Ásta Hulda Ármann
Aðeins 5 sekúndur í hinn stóra heim!

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • SDC14578
  • SDC14540
  • SDC14493
  • SDC14364
  • SDC14462

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 432

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband