17.5.2008 | 19:24
Langur dagur..
Ég vaknaði eldsnemma í morgun til að geta mætt á maraþontónleika Skólakór Kársness sem byrjuðu kl 9. Það er gamli kórinn minn og það vottaði fyrir miklum söknuði þegar ég horfði á stelpurnar syngja. Ég kunni bókstaflega öll lögin og mig dauðlangaði að vera með þeim upp á sviði. Sá draumur rættist því gamla góða Tóta kallaði á okkur út í sal og bauð okkur að syngja með í tveimur síðustu lögunum.
Ég fór síðan með mömmu í IKEA og horfði á fólk fríka út í allri mannmergðinni sem var þar inni. Ótrúlegt sko! Þvílíkur æsingur, troðningur og pirringur. En já ég keypti nokkra hluti til að sjæna aðeins uppá græna herbergið mitt fyrir útskrift. Restinni af deginum er ég síðan búin að sitja á gólfinu til að fara yfir allar skólabækur og glósur sem hafa hlaðist upp undir skrifborðinu mínu síðustu árin. Blaðabunkarnir eru næstum jafnháir og ég og tími ég engan vegin að henda þessu samt hef ég engin not fyrir þetta. Ég tróð því öllum blöðunum og bókunum upp í fataskáp og þetta á eftir að vera þar næstu árin þó að mamma haldi annað :D
Í kvöld fer ég í afmæli til Huldu bekkjarsystur minnar. Hún er orðin tvítug, til hamingju með það! Ég held að K. Mustermann bandið muni taka lagið í kvöld. Nafnið er tekið af dyrabjöllunni hennar Söndru sætu og hljóðfærin eru úr Tiger. Ég spila á litla trommu, Sandra á munnhörpu, Kristrún og Alda eru á hristur, Silja er á sílófón og síðan er það trompið hún Svanlaug en hún spilar á þríhorn. Klárlega besta hljómsveit á landinu. Versta er samt að hljómsveitin virðist eiga erfitt með að koma með einhverjar laglínur og einnig virðist hún vera frekar taktlaus. En það er hugurinn og gleðin sem fylgir hljómsveitinni sem skiptir mestu máli:D Hljómsveitin á samt eftir að taka sér hálfsárs frí þar sem hver og einn meðlimur er að fara í æfingabúðir um heim allan. Ég mun sjálf fara á trommunámskeið í Austurríki, Silja lærir á sílófón á Berlín og Svanlaug þarf að fara alla leið til Indlands til að læra á þríhorn. Það er víst það sjaldgæft hljóðfæri að hún þarf að fara alla leið þangað plús það að hún getur stundum verið lengi að læra og ná ákveðnum hlutum en vonandi á henni eftir að ganga vel. Hinar 3 munu hins vegar fá sérfræðinga til sín frá Kína og Afríku sér til hjálpar.
En já skemmti ég mér vel í kvöld ásamt lúðunum mínum :D
Auf Wiedersehen..
Um bloggið
Ásta Hulda Ármann
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 432
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hey ! ég er ekki taktlaus! mannstu ekki eftir töktunum mínum eða???
Silja :) (IP-tala skráð) 17.5.2008 kl. 19:41
Schön! Liebe Ásta. Du musst viele lustige Geschichten schreiben.
Deine Mutter
Die Mutter (IP-tala skráð) 17.5.2008 kl. 19:59
Við verðum klárlega að endurvekja Das K. Mustermann Band í haust! Taka nokkur vel valin lög :D
Ég var að lesa yfir mannfræðimöppuna mína sem Þórður fór yfir, ég ætla aldrei að henda henni!!! Hahaha..
Kristrún (IP-tala skráð) 18.5.2008 kl. 15:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.