Færsluflokkur: Bloggar
19.6.2008 | 19:30
Étin í landi snýtubréfanna:s
Á 17. júní vaknaði ég eins og vanalega en váá rosalega klæjaði mig í öxlina. Jæja ég spáði nú ekkert frekar í því en allt í einu fór mig að klæja á bakinu og aftan á hendinni. Mér fannst þetta nú eitthvað skrítið en þegar ég sá hvað þetta var kom það mér alls ekkert á óvart. Flugurnar eru mættar á svæðið og byrjaðar að éta mig. Hvorki meira né minna en 5 bit takk fyrir. Allt á einni nóttu. Hér ganga sögusagnir um það að austurrískar flugur elski íslenskt blóð. Ég held að það sé alveg satt því þegar mamma var hérna fyrir hvað 2 árum held ég þá var hún bókstaflega étin í hel. Hún þurfti að fara til Dr. Boogie, læknirinn í þorpinu, og láta skoða bit á ótrúlegustu stöðum, sem dæmi má nefna á rassinum. Ég hélt í alvörunni að það væri ekki hægt en það er aldrei að vita hvað gerist þegar mamma og flugur koma saman. Fyrir þá sem ekki vita þá eru ég og mamma skyldar og ég erfði þessi sérkenni frá henni, að fá flugur til að elska mig. Í gær var ég því í því að setja á mig einhver krem og ég þurfti virkilega að passa mig að klóra ekki í bitin.
Þessir fallegu rauðbólgnu blettir voru áfram til staðar í gær og ekki minnkaði klóruþörfin. Ég fór út að hlaupa í úðarigningu og kulda. Samt var nú hlýrra en hafði verið síðustu daga.
Í dag vaknaði ég og jiii hvað ég var sátt með að klóruþörfin væri að mestu horfin og að sólin væri mætt á svæðið. Mín var mætt út kl. 10 og farin að leika við litlu strákana Luca og Luis. Stuttu seinna var ég þó búin að leggjast í sólbað. Þvílíkur hiti, váááá! Við höldum að það hafi verið svona 26 gráður í dag en það er mjög mikið miðað við að í gær voru svona 10 gráður. Við vorum öll bókstaflega að steikjast. Ég þrjóskaðist nú samt og hélt áfram að svitna í sólbaði. Mmmm hvað það var þægilegt. Ekkert klór, hiti, sól, smá vindur, ís og engar áhyggjur. EN NEINEI.. Mætir ekki einn flottur GEITUNGUR og stingur mig í ILINA. ÁÁÁÁÁIII, ég kipptist til og sló í geitunginn sem gekk ekki betur en svo að rassinn og oddurinn voru eftir í ilinni. Ég þurfti því að taka það úr. ÁÁÁÁIIIII... Þvílíkur sársauki, ég var búin að gleyma því hversu vont er að vera stungin af geitungi. En vá hvað ég var pirruð. Ég hélt ég væri laus við flugurnar í smá tíma fyrst að ég var nú þegar komin með 5 öfgaklæjubit en neiiiii. Það er í alvörunni eins og ég sé alltaf að öskra á flugumáli: ,,HAAAALLLÓÓÓÓ FLUGUR ÉG ER HÉR, KOMIÐI ENDILEGA OG ÉTIÐI MIG ..." Þetta er alltaf svona. Hvar sem ég er þá er ég bitin...
Ég sit því núna með bólgna og rauða il inná skrifstofa og ég semi haltra. Mér er endalaust illt í löppinni og ilin mín er hörð. Ég gat ekki farið út að hlaupa í dag eins og ég ætlaði að gera en í staðinn lá ég bara í sólbaði og varð brún, mega brún :D Allir sögðu við mig aaa schönes farbe heute, sem þýðir góður litur í dag:D
Allavega ég verð að reyna að jafna mig á þessu helv... geitungabiti og bera á mig krem eins og ég get því á morgun er ég að fara verlsa.. Jáá ég er að fara til Zell am See og fer í H&M og verlsa í burtu pirringinn :D Erum nefnilega að fara sækja hana Önnu, hún er að koma heim úr skólanum, og förum að verlsa smá í leiðinni.. Jeiiii:D
Annars er allt gott að frétta, get bara ekki beðið eftir því að byrja að vinna. Byrja 25. júní á netkaffinu. Síðan koma mamma, Helmut og Ágústa á sunnudag eftir viku. Mamma er búin að lofa mér að koma með mér á djammið, ég ætla sko klárlega að draga hana með mér:D jeiii... Þannig það eru bara góðir tímar framundan :D
Bis später :D
Ásta Hulda
P.S. Af Snúlla er allt gott að frétta. Mamma hans situr alltaf hjá honum núna og passar hann og gefur honum að drekka. Ég og Oma erum búnar að stelast að gefa henni mat, í morgun og núna í kvöld, Maríu ekki til mikillar gleði. En allt fyrir Snúlla ;D
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.6.2008 | 13:41
Í landi snýtubréfanna..
Eitt af því versta sem ég veit er hor. Ég er mjög viðkvæm fyrir því og þegar ég heyri eða sé fólk snýta sér þá fæ ég alveg innilegan kuldaviðbjóðshroll. Hér í Austurríki tíðkast það ekki að sjúga upp í nefið eins og við fólkið á klakanum gerum yfirleitt. Hér snýtir fólk sér allan daginn eða í hvert einasta skipti sem að það þarf að sjúga upp í nefið. Jii hvað ég á erfitt með að halda andliti þegar fólk gerir það, þetta er samt bara eitt af því sem að ég þarf að venjast. Ég sjálf sýg bara upp í nefið eins og ég geri vanalega en þá koma svona 5 manns með snýtubréf fyrir mig. Ég afþakka alltaf pent og segist ekki þurfa þess. Ég á mjööög erfitt með að snýta mér fyrir framan annað fólk og því geri ég það nú bara til að byrja með að laumast bara inná klósett og snýta mér þar. Ég er búin að vera með eitthvað smávægilegt kvef núna eða hvort að ég er með frjókornaofnæmi eða eitthvað og því skrifa ég um þetta hér. En já þetta var allavega bara smá til að deila með ykkur þeirri upplifun sem ég hef að snýtubréfunum.
Eitt af því sem að mér finnst líka alveg hræðilegt er hvað osturinn hérna er hræðilega vondur. Mér finnst ostur yfirleitt mjög góður en osturinn hér er eitthvað sem að ég á mjög erfitt með að borða. Hann lyktar illa, er svona sterkur og rammur. Ég held að ég þurfi að fara sjálf niðrí Billa fljótlega og leita mér að mínum eigin osti sem að ég get borðað. Mig vantar nefnilega góðan ost til að setja á mínar vinsælu og sígóðu ostasamlokur.
En já fyrir þá sem ekki vita þá skellti ég mér ein á djammið á föstudaginn. Það gekk ekki betur en svo að ég keypti mér einn bjór á 250 kall, drakk hann og fór síðan heim. Ég var ekki alveg að detta inn í þann pakka að labba upp að einhverju fólki og segja hæææ ich bin Ásta von Island.. hhmm.. Kannski á ég eftir að gera það einn dagin en það var allavega ekki alveg málið á föstudaginn. Í gær fékk ég hins vegar að vera með bestasta fólki í geiminum í partíi í gegnum skype. Það var grill heima hjá Davíð og voru þau svo góð að leyfa mér að vera með, drusluðu tölvunni út um allt hús og ég hitti alla og talaði við alla og var með í samræðunum. Ég entist þannig í tvo klukkutíma og mér fannst það ææææði. Ég skemmti mér mjög vel, takk fyrir mig:D
Í gær fann ég lítinn kettling í blómabeðinu hérna fyrir utan. Þetta var ást við fyrstu sín. Ég skírði hann Snúlla og ég er alltaf að fylgjast með honum. Ég hins vega má ekki eiga hann :( Ég skil það vel því að ef að ég myndi hafa hann núna þangað til í september þá þyrftu þau öll hér að hugsa um hann eftir að ég færi og þau eru nú þegar með einn kött og einn chinchilla fyrir þannig að... En þetta er í alvörunni svo sætur kisi og svo lítill og krúttlegur að ég á erfitt með að lauma honum ekki bara niðrí herbergi. Sætasti og krúttlegasti kisi sem ég hef séð fyrir utan Míu. Snúlli hins vegar klórar eða bítur mig ekki!!
Læt heyra í mér seinna,
Ásta Hulda
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.6.2008 | 19:24
Einmana eða Leute treffen?
Í dag keyrði ég í fyrsta skipti í öðru landi en á Íslandi. Það var mjög góð upplifun enda líka á svaka kagga í fallegu landi. Aksturinn gekk mjög vel og keyrði ég alla leið ti Zell am See og aftur til baka. Að lokum fékk ég formlegt leyfi hjá Maríu um að nú mætti ég keyra alein í bílnum hennar, allavega til Mittersill og Zell am See. Kannski ég skelli mér þá fljótlega til Zell am See og fari að versla smá í H&M. Aldrei að vita:D
Núna eru komnir gestir í Maierhúsið en ekki hef ég þó séð þá alla. Ég veit allavega af tveimur eldgömlum konum sem eru hér. Önnur þeirra er mamma Hannesar sem er maður Maríu. Ég fékk sjokk þegar ég sá hana. Hún talar svo óskýrt að það er ekki möguleiki að ég skilji orð af því sem að kemur út úr henni. Það er rosalega vond lykt af henni, hárið á henni er rosalega þunnt og stendur allt upp í loftið. Hún er alltaf að skella gervitönnunum sínum saman og þegar hún borðar þá smjattar hún svo mikið að allur maturinn dettur bókstaflega út úr henni. Þetta er bara smávægilegt af þeirri upplifun sem ég hef af henni. Mér var síðan sagt seinna að hún liti alveg rosalega vel út núna.... Ekki get ég ímyndað mér hvernig hún var áður!! Ég hef allavega aldrei séð svona rosalega gamla konu og þetta var alveg ágætt sjokk fyrir mig.. Kannski er óviðeigandi að tala um þetta hér en ég vil allavega benda fólki á að ef að ég verð einhvern tíman svona að láta mig þá vita til að ég fari þá allavega í bað eða eitthvað!
Veðrið hérna er bókstaflega ömurlegt. Það er kalt, það var snjór á fjallstoppunum í dag. Það er rigning, skýjað og já bara mjög kalt. Ég er að bíííða eftir sólinni sem var hérna um daginn, ég þrái hana.
Ég er líka pínu einmana núna og er mikið að velta því fyrir mér hvort að ég eigi að skella mér ein á djammið og reyna að kynnast einhverju fólki hérna. Það er svo langt í að ég byrji að vinna og ég þrái að kynnast fólki. Er ég of desperate ef að ég fer ein? Ég veit ekki, ég held að ég eigi allavega eftir að kíkja á stemninguna. Held að það sé alveg yfirleitt góð stemning á þessum þremur börum sem eru hérna. Fór allavega að horfa á fótboltaleikinn í gær upp í þorpi, búið að koma fyrir risaskjá og fullt af borðum, og það var alveg hellingur af fólki og brjáluð stemning. Kannski eru þá allir rosa " veikir " í dag eða eitthvað.. Æj ég kíki allavega :D
Þangað til næst,
Auf Wiederhören
Ásta Hulda
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
11.6.2008 | 13:03
Internetið komið í hús :D
Jæja, þá er internetið komið í Maierhaus og eg get notað mína tölvu aftur :D Ég get samt ekki verið með tölvuna inn í herberginu mínu. Það er örugglega bara of langt frá sendinum eða eitthvað. Þannig að núna er ég bara inní Fruhstuckspension( vantar punktana yfir u-in fyrir þá sem kunna þýsku;)) hér í gistiheimilinu. Var áðan að ná í skype fyrir oma og reyna að útskýra þetta fyrir henni. Það gekk bara ágætlega og við ætlum að reyna að prófa þetta í dag. Hringja í Mömmu og Helmut og athuga hvort að þetta virki allt saman.
Ég og María erum búnar að vera á fullu með litlu strákana tvo, Luca og Luis, og það er engin smá vinna. Ég er í alvörunni að deyja úr þreytu. Þeir eru svo miklir strákar og öskrin í þeim. Ég hélt stundum að það væri erfitt að vera með mínar systur en váá. Þær eru bara englar og gera ekkert af sér miðað við þá. En þeir fara á morgun, eins og María segir, það er alltaf jafn gaman að fá þá í heimsókn en það getur líka verið gaman þegar þeir fara, hehe...
Ég náði ekki alveg að klára fótboltasöguna síðast en aðalmálið var kjánahrollurinn allan tímann. Síðan lærði ég að blóta á þýsku: ,, Du bist ein Flasche!" og ,, Du bist ein Koffer!". Þetta þýðir sem sagt þú ert flaska og þú ert ferðataska.. Þetta getur víst ekki gerst verra hér í Austurríki. Þetta var allavega kallað á dómarana og ég trúði ekki mínum eigin eyrum og spurði stelpurnar sem ég var með hvort að það væri rétt sem að ég hafði heyrt og þær bara jáá þetta er mjög ljótt.. Skil samt ekki alveg hvernig een það kemur kannski seinna.
Aðalfrétt dagsins er þó að ég er komin með vinnu. Ég fékk vinnu á Internetcafé hérna í bænum og ég byrja 25. júní. Ég verð alltaf að vinna eftir hádegi og á kvöldin og ég verð held ég ekkert mjög marga tíma á dag. Ég vona innilega að ég eigi eftir að kynnast einhverju skemmtilegu fólki í gegnum þessa vinnu því það getur verið smá einmanalegt hérna stundum þó að ég sé bara búin að vera hérna í viku. En ég er sem sagt mjög spennt fyrir því að fara að vinna. Og Álfheiður, Elva og Guðný? Er planið ennþá að þið verðið í Wagrain 20. júlí? Það er nefnilega ekkert mál fyrir mig að komast til ykkar en núna er bara spurning um smá frí í vinnunni þá ;)
Ég er allavega búin að vera hérna núna í viku. Mér finnst þetta fljótt að líða en samt líka lengi að líða. Veit ekki alveg hvernig ég get útskýrt það. En ég held að um leið og ég verð búin að kynnast einhverjum hérna að þá eigi tíminn eftir að fljúga áfram. Mér var samt hrósað í dag fyrir að vera að bæta mig í þýskunni og ég var mjög ánægð með það :D Ég var líka mjög mikið að reyna að tala í dag var samt eiginlega meira bara eitthvað babbl hjá mér. En babbl er betra en ekkert.
Í gær og hinn var rosalega gott veður og ég sat úti í sólinni með strákunum allan daginn. Ég er ekki frá því að nokkrar freknur séu mættar á svæðið og smá brúnka :D Hins vegar í gær eftir alla sólina þá kom alveg rosalega mikið af skýjum og Oma sagði ja es kommt Gewitter eða eitthvað þannig og ég bara jaaa eins og alltaf og vissi ekkert hvað Gewitter var. Síðan kíkti ég í orðabókina og þá stóð þrumuveður og ég bara sjitt ég hef aldrei upplifað alvöru þrumuveður áður. Og jii hvað mér brá þegar fyrstu drunurnar komu. Það bergmálar líka svo rosalega hérna í fjöllunum að allt magnast upp, þvílík læti. Síðan byrjuðu eldingarnar að koma og með fylgdi þessi líka rosalega rigning. Mér datt ekki í hug að það gæti rignt svona mikið. Ég gat ekki hætt að horfa út og bíða eftir eldingunum en þær voru alveg allnokkrar sem ég sá, rosalega flott en samt frekar yfirþyrmandi. Þetta þrumuveður var að mínu mati rosalegt en þetta var víst ekki mikið, frekar lítið ef eitthvað er.. Þannig að ég er ekkert æst í að það komi annað og stærra þrumuveður.
Annars er ég bara hress hérna og alltaf bætist í orðaforðann minn á hverjum degi.
Auf Wiederhören,
Ásta Hulda
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.6.2008 | 18:02
Daddara... blooogg:D
Ta er eg buin ad vera herna i nokkra daga og allt ad verda vitlaust.. Fyrirgefdu Svanlaug snullan min, eg bara man ekki nr hja öllum og eg sendi teim sem eg mundi nr hja sms med austurrikskanumerinu minu og Silja t.d. atti ad lata ykkur vita! Sidan attud tid hin bara ad fatta ad senda mer sms med nafninu ykkar til ad eg gati sent ykkur snullurnar minar!! Eg er lika ekki buin ad vera mikid a netninu tvi eg fa tad ekki i tölvuna mina eda husid mitt fyrr en i nastu viku.. TA vita tad allir:D
Annars er eg bara buin ad hafa tad fint her i sveitinni.. Alltaf tyska dag eftir dag og eg vona ad mer fari fram. Eg fekk i dag ordabok sem er islensk -tysk tysk islensk og sidan fekk eg glosubok.. Opa hikar sko ekki vid ad segja mer ny ord og eftir tessa viku kami mer ekkii a ovart ef ad bokin yrdi ordin full.
Eg fer uta ad labba a hverjum degi med Mariu. Mer finnst tad alltaf jafnskemmtilegt. Otrulega flott ad horfa milli trjanna upp i fjöllin og horfa a allt.. Tad er allt svo otrulega grant og flott! Eina leidinlega vid tad er ad madur er alltaf ad labba i gegnu konguloarvefi, frekar ogedslegt.. Maria segir alltaf ohh spinnering(kann ekkert ad skrifa tad). Sidan reyndar finnst mer leidinlegt ad geta ekki talad meira.. Maria talar og talar og eg segi alltaf bara ja eda nein eda ok og get voda litid sagt til baka, hun heldur kannski ad eg hafi engan ahuga a ad tala vid hana en tad er alls ekki tannig. Reyndi ad tala vid hana i dag og tad gekk bara vel upp, töludum um stjornmal. Sko eg taladi um stjornmal a tysku.. Dji eg er farin ad halda ad eg geti allt.
Ok Til Helmuts: Rosalega er eg fegin ad tu er Maier.. Tok eftir tvi ad sum nöfnin herna eru svo hradileg ad tad er vandradalegt. Eins og t.d. Rohregger og gud get ekki skrifad tad eda sagt tad Dschu eitthvad.. Allavega..
Ok eg for a fotboltaleik adan. Tad er nu ekkert merkilegt tannig sed en tetta var i alvörunni fyndasti fotboltaleikur sem eg hef horft a.. Tetta var verra en ad horfa a bland af 4. flokki fra fareyjum og itölskum fotboltaleikurum spila. Fyrsta lagi ta var tetta fotboltalidid i Bramberg sem er bar her vid hlidina. Tegar vid komum ta var leikurinn ad byrja og domararnir hlupu a undan leikmönnunum inna völlinn med tvilika tonlist i bakgrunninum. Va kjanahrollurinn um mig alla, jiiii, tetta var sko verra en i islenska boltanum. TAd voru ekki margir ahorfendur.. Kannski svona 30 og tegar teir byrjudu svona 5 ad syngja eitthvad rugl ta do eg ur hlatri. Tad virdist sidan tidkast hja markmönnunm ad öskra alltaf eins hatt og teir geta um leid og teir snertu boltann. Sidan var domarinn i ruglinu. Hann spjaldadi og damdi aukaspyrnur i hvert skipti sem einhver datt, alveg frabart.. Sidan helt eg ad toppinum a hallarisfotboltanum vari nad tegar markmadurinn hja Bramberg fekk rautt spjald og i stadinn kom bara einhver fituhlussa sem gat ekki hreyft sig , ji minn eini.. Neinei, i halfleik birtust 4 svona 12 ara stelpur ut a midjan völlinn og byrjudu ad dansa med hlidarspikid upp a fjall...
Allavega.. tetta er ekki buid en eg tarf ad fara ad borda.. rReyni ad blogga fyrr nuna
Auf Wiedersehen:D
Au
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
4.6.2008 | 17:06
Komin i sveitina :D
Ta er eg komin til Neukirchen. Tad er svo gaman ad vera komin og allir svo gladir ad fa mig hingad og svona. Eg er med satasta og kruttlegasta herbergi i geimi og alveg frekar stort rum :D eg atla ad hengja myndir uppa vegg a eftir og svona tvi eg sakna allra svo mikid.. Skritid ad vera bara komin.
En allavega, fyrsta daginn minn herna er eg adallega buin ad sofa, svaf lengi i morgun og sofnadi sidan aftur kl 4 til svona 6, ta var eg vakin af oma :D Eg for i göngutur eda spazieren i dag med Mariu, Luca og Lois(kann ekki ad skrifa tad). Teir eru sem sagt synir Christina sem er dottir Mariu og teir eru mestu dullur i heimi. Var ad leika vid ta eftir hadegismat og tvilikur hasar.. Hadegismaturinn var gedveikt godur tad var heimalögud brokkolisupa og braud sidan var erdbeerknudel i eftirrett sem er serausturriskt og mmm hvad tad er gott :D
Eg er ad bida nuna eftir kvöldmat en tad verdur tunfisksalat og tader mjööög girnilegt :D Luca er steinsofandi i sofanum og tad er kannski tess vegna sem ad eg fa ad vera i fridi her.. Hann er samt svo mikid rassgat, hann verdur 3ja i juli og hann talar og talar. Eg skil kki bofs i tvi sem hann segir og sidan er hann alltaf bara bitte bitte sem er eins og please og eg alltaf bara uuu ich weis nicht.. frekar vandradalegt sko.. en eg skil samt svo otrulega mikid i tyskunni herna. Tau tala sko hochdeutsch vid mig og eg skil eiginlega bara allt i tvi en tegar tau tala dialektina ta skil eg ekkert...
En eg atla ekki ad hafa tetta mikid lengra.. Endilega kommentid og spyrjidi mig ut i eitthvad ta get eg bloggad um tad ef eg er ad gleyma einhverju...
Kv.. Asta Hulda von Neukirchen am Großvenediger :D
P.S. eg kemst ekki a netid i minni tölvu tannig ad tid skiljid vonandi samt hvad eg er ad skrifa her :D
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
26.5.2008 | 16:30
Tecktonic æðið mitt!
Ef að ég sé eitthvað sem að mér líkar þá á ég það til að missa mig í að skoða allt um það! Þá meina ég bókstaflega ALLT.. Til dæmis þá fékk ég svona Bubble Struggle æði, eins og flestir vita, ég var alltaf í þessum leik og ég gekk það langt að skoða öll borðin á Youtube. Eftir það æði og eftir mikið hangs á Youtube þá gat ég ekki hætt að skoða þá síðu. Ég varð forfallið Youtube nörd.
Málið er hins vegar að ég var núna bara í gær á Youtube, eins og vanalega, að skoða ýmislegt og ég datt inn á myndbönd sem sýndu ákveðna tegund af tónlist og dans sem kallast Tecktonic. Ég algjörlega heillaðist.. Ég get til dæmis ekki hætt að horfa á þetta myndband hér :
Mér finnst þetta svo oof cooff að ég get ekki lýst því! Ég er búin að eyða löngum tíma í að googla þetta og skoða. Ég fann það út dansinn er bland af hiphop og teknó stíl. Tónlistin er í svona electro stíl eða svona jump style. Tecktonic er ekki gamalt en það kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 2000 í París. Á svona tecktonic skemmtistöðum er baaara glowsticks og síðan þessi geggjaði dans... Gæti trúað að þau Valdi snúlli og Silja sæta myndu fíla það! Er það ekki? Ég er búin að vera að leita af svona stöðum í Berlin svo að ég og Silja getum farið og ég er líka búin að vera að leita að stöðum þar sem hægt að er að æfa þennan dans. Eða allavega læra smá grunn! Ég algjörlega elska tecktonic. Ég dýrka svona electro tónlist fyrir en váááá.. Ég sko get ekki hætt að skoða myndbönd og svona... Það liggur við að ég standi fyrir framan spegilinn minn og prófi að dansa! Það væri reyndar alveg típískt ég
Allavega, ég útskrifaðist úr Kvennó á föstudaginn eftir tveggja og hálfstíma athöfn í Hallgrímskirkju. Jii hvað það var leiðinlegt á köflum! En ég stóð mig vel og var rosalega ánægð með allt. Ánægð með mig, einkunnirnar, daginn, veisluna og allt bara. Síðan héldum við niðrí bæ og það bara mjög gaman. Við fórum samt aftur á laugardag og þá skemmti ég mér eiginlega betur ef eitthvað var. Ótrúlega gaman allt saman, enda klárlega ooof góður félagsskapur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.5.2008 | 19:19
Það sem gengur og gerist!
Jæja! Einkunnirnar komu í hús í dag! Ég var bara frekar sátt með 8,9 i meðaleinkunn, lækkaði nú samt um 0,1 síðan um jólin en það gerir ekkert til. Var mjög sátt með allt nema fjölmiðlafræðina. Byrjaði eitthvað að þræta við kennarann en hún gat ekkert svarað fyrir sig þannig hún sagði mér að senda mail, nenni því engan vegin þannig ég ætla bara að reyna að sætta mig við þetta
Útskriftin blasir við og allt að verða reddí! Í dag var æfing fyrir útskriftina og jii minn eini hvað þetta verður eitthvað formlegt. Það var bókstaflega allt æft, kennarinn sagði okkur meirað segja við okkur stelpurnar að ef við værum óvanar á hælum að þá ættum við helst að æfa okkur heima! Reyndar skil ég hana alveg því það er frekar vandræðalegt að sjá sumar stelpur labba eins og þær séu hænur eða eitthvað! Síðan bannaði hún okkur að bora í nefið...
Við fengum líka árbækurnar okkar góðu í dag! Við vinkonurnar erum allar ofsalega krúttlegar og sætar. Ég er reyndar í risa dúnúlpu, finnst það frekar fyndið því ég hef aldrei átt dúnúlpu áður
Ég og Silja vorum að enda við það að sækja um þýskunámið okkar í Berlín. Vonandi á það allt eftir að enda á réttum stað og svona. Við áttum reyndar að taka eitthvað placement test en það var eiginlega of erfitt. Ég gafst allavega upp, held að Silja sé enn að reyna við þetta. Hún var einmitt að enda við að spyrja mig hvernig maður segði ljótur á þýsku.. Pff hvernig í ósköpunum á ég að vita það Djii..Ég er að fara á þýskunámskeið Silja.. Ég læri það þar!!
Síðan vil ég hér með bjóða Svanlaugu að vera alltaf gimpið sem hún er! Þú mátt aldrei hætta að vera gimp! Gimpið þitt lífgar alltaf uppá daginn minn
Allavega... Þangað til næst... Auf Wiedersehen...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.5.2008 | 19:24
Langur dagur..
Ég vaknaði eldsnemma í morgun til að geta mætt á maraþontónleika Skólakór Kársness sem byrjuðu kl 9. Það er gamli kórinn minn og það vottaði fyrir miklum söknuði þegar ég horfði á stelpurnar syngja. Ég kunni bókstaflega öll lögin og mig dauðlangaði að vera með þeim upp á sviði. Sá draumur rættist því gamla góða Tóta kallaði á okkur út í sal og bauð okkur að syngja með í tveimur síðustu lögunum.
Ég fór síðan með mömmu í IKEA og horfði á fólk fríka út í allri mannmergðinni sem var þar inni. Ótrúlegt sko! Þvílíkur æsingur, troðningur og pirringur. En já ég keypti nokkra hluti til að sjæna aðeins uppá græna herbergið mitt fyrir útskrift. Restinni af deginum er ég síðan búin að sitja á gólfinu til að fara yfir allar skólabækur og glósur sem hafa hlaðist upp undir skrifborðinu mínu síðustu árin. Blaðabunkarnir eru næstum jafnháir og ég og tími ég engan vegin að henda þessu samt hef ég engin not fyrir þetta. Ég tróð því öllum blöðunum og bókunum upp í fataskáp og þetta á eftir að vera þar næstu árin þó að mamma haldi annað :D
Í kvöld fer ég í afmæli til Huldu bekkjarsystur minnar. Hún er orðin tvítug, til hamingju með það! Ég held að K. Mustermann bandið muni taka lagið í kvöld. Nafnið er tekið af dyrabjöllunni hennar Söndru sætu og hljóðfærin eru úr Tiger. Ég spila á litla trommu, Sandra á munnhörpu, Kristrún og Alda eru á hristur, Silja er á sílófón og síðan er það trompið hún Svanlaug en hún spilar á þríhorn. Klárlega besta hljómsveit á landinu. Versta er samt að hljómsveitin virðist eiga erfitt með að koma með einhverjar laglínur og einnig virðist hún vera frekar taktlaus. En það er hugurinn og gleðin sem fylgir hljómsveitinni sem skiptir mestu máli:D Hljómsveitin á samt eftir að taka sér hálfsárs frí þar sem hver og einn meðlimur er að fara í æfingabúðir um heim allan. Ég mun sjálf fara á trommunámskeið í Austurríki, Silja lærir á sílófón á Berlín og Svanlaug þarf að fara alla leið til Indlands til að læra á þríhorn. Það er víst það sjaldgæft hljóðfæri að hún þarf að fara alla leið þangað plús það að hún getur stundum verið lengi að læra og ná ákveðnum hlutum en vonandi á henni eftir að ganga vel. Hinar 3 munu hins vegar fá sérfræðinga til sín frá Kína og Afríku sér til hjálpar.
En já skemmti ég mér vel í kvöld ásamt lúðunum mínum :D
Auf Wiedersehen..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.5.2008 | 18:20
Fyrsta færsla!
Mér fannst orðið tímabært að ég fengi mér eitt stykki blogg. Mér fannst tilvalið að byrja núna þar sem að ég er að fara til Austurríkis þann 3. júní og verð að vinna þar í sumar. Ég enda síðan ferðina með Silju í Berlín og myndi ég koma heim líklega í lok október. Þetta er alveg ágætlega langur tími en samt líka bara passlegur.
Ég ætla að deila með mér sögum frá mínu daglega lífi og hvernig allt á eftir að ganga fyrir sig:D
Eftir viku nákvæmlega mun ég standa hér heima fín og sæl með hvíta húfu á kollinum og með hvítvínsglas í hönd. Útskriftin úr Kvennaskólanum er þá og ég get ekki neitað því að ég sakna Kvennó alveg afskaplega mikið þessa dagana. Hins vegar er ég mjög spennt því núna líður mér í fyrsta skipti eins og ég sé að fara út í hinn stóra heim. Velja mér fag sem ég vil læra og vinna við og svona... En þetta verður bara gaman.
Þó ég eigi eftir að sakna Kvennó þá hef ég alltaf minn yndislega vinahóp sem samanstendur af 6 stelpum, 2 strákum og 1 hvorugkyni(Eyþór)...Ég get varla lifað einn dag án þeirra og er ég mikið búin að vera hugsa hvernig á eftir að geta verið án þeirra þegar ég verð farin út. Það verður bara Skype alla dag. Ég er líka innilega að vonast til þess að hann Davíð sæti nái að koma að heimsækja mig. Það á eftir að brjóta ferðina mikið upp.
Hins vegar ætla ég ekki að skrifa mikið meira um það hér.. Reyni að finna eitthvað fljótlega til að skrifa um.
Kv. Ásta Hulda Das Deutch wannabe:D
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Ásta Hulda Ármann
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 432
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar