Fyrsta færsla!

Mér fannst orðið tímabært að ég fengi mér eitt stykki blogg. Mér fannst tilvalið að byrja núna þar sem að ég er að fara til Austurríkis þann 3. júní og verð að vinna þar í sumar. Ég enda síðan ferðina með Silju í Berlín og myndi ég koma heim líklega í lok október. Þetta er alveg ágætlega langur tími en samt líka bara passlegur.

Ég ætla að deila með mér sögum frá mínu daglega lífi og hvernig allt á eftir að ganga fyrir sig:D

Eftir viku nákvæmlega mun ég standa hér heima fín og sæl með hvíta húfu á kollinum og með hvítvínsglas í hönd. Útskriftin úr Kvennaskólanum er þá og ég get ekki neitað því að ég sakna Kvennó alveg afskaplega mikið þessa dagana. Hins vegar er ég mjög spennt því núna líður mér í fyrsta skipti eins og ég sé að fara út í hinn stóra heim. Velja mér fag sem ég vil læra og vinna við og svona... En þetta verður bara gaman.

Þó ég eigi eftir að sakna Kvennó þá hef ég alltaf minn yndislega vinahóp sem samanstendur af 6 stelpum, 2 strákum og 1 hvorugkyni(Eyþór)...Ég get varla lifað einn dag án þeirra og er ég mikið búin að vera hugsa hvernig á eftir að geta verið án þeirra þegar ég verð farin út. Það verður bara Skype alla dag. Ég er líka innilega að vonast til þess að hann Davíð sæti nái að koma að heimsækja mig. Það á eftir að brjóta ferðina mikið upp.

Hins vegar ætla ég ekki að skrifa mikið meira um það hér.. Reyni að finna eitthvað fljótlega til að skrifa um.

Kv. Ásta Hulda Das Deutch wannabe:D


« Fyrri síða

Um bloggið

Ásta Hulda Ármann

Höfundur

Ásta Hulda Ármann
Ásta Hulda Ármann
Aðeins 5 sekúndur í hinn stóra heim!

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • SDC14578
  • SDC14540
  • SDC14493
  • SDC14364
  • SDC14462

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 432

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband