Jó!

Halló fólk sem að les þetta blogg.. Ég ætlaði að vera rosa dugleg að blogga núna og segja aðeins frá hvað ég er að gera þessa dagana en það verður að bíða betri tíma þar sem að það var hringt í mig fyrir 5 mín og sagt hei við ætlum að sækja þig núna við erum að fara í afmæli og ég bara uuuu ok.. Hafði ekki hugmynd eeen þetta er gott dæmi um hvernig lífið mitt gengur fyrir sig þessa dagana.. Ég loooofa að skrifa eins fljótt og ég get... Ollræt???

Kv. Aussie the austrian girl!!


Hugsi hugsi :)

Núna, þegar ég skrifa þetta blogg, ligg ég uppí rúmi með íslenska tónlist í gangi, borða íslenskt nammi og fletti í gegnum myndirnar mínar frá Íslandi. Eins mikið og ég skemmti mér og nýt þess að vera hérna þá er hugurinn samt alltaf á einhverjum öðrum stað. Ég held að þetta kallist heimþrá. Hef núna í langan tíma fengið þessa óþægilegu tilfinningu að langa að fara heim, samt einhvern vegin ekki á sorglegan hátt. Langar stundum bara rétt að kíkja í heimsókn og fara síðan aftur. Kannski er það bara af því að allir austurrísku vinir mínir hafa alltaf mömmu, pabba og systkini, sinn venjulega mat, sitt eigið rúm og sæng hjá sér og sinn eigin fataskáp með öllum fötunum sínum í. Eða kannski er það bara af því að allir hollensku vinir mínir úr vinnunni í vetur fengu mömmu, pabba og vini sína í heimsókn eða rétt skruppu heim í viku og komu síðan aftur. Kannski er það bara sú þrá að geta talað íslensku þegar ég vil og að þurfa ekki endalaust að hlusta á hollensku og pinzgaurisch (austurríska mállýskan hér). Það að hverfa inní minn eigin heim og dagdrauma er orðin daglegt. Það að heyra bara suð í staðin fyrir samtal er fyrir mér orðið eðlilegt og ósjálfrátt segi ég já við öllu sem er sagt við mig. En þegar ég ligg hérna ein þá fer ég að hugsa og það er ýmislegt sem að kemur upp.

 

Núna þegar ég hef enga vinnu og hef ekkert að gera fer ég mikið að hugsa um veturinn og hvað hann gaf mér mikið. Það að hafa ákveðið að verða skíðakennari í vetur er ákvörðun sem ég mun aldrei sjá eftir, aldrei. Algjörlega engin eftirsjá. Að vera skíðakennari er eitt af því erfiðasta og átakamesta sem ég hef upplifað en samt sem áður, á sama tíma, eitt það skemmtilegasta og ótrúlegasta sem ég hef upplifað. Að takast á við aðstæður sem ég hef aldrei lent í áður, halda haus og brosa er daglegt verk. Gera mistök og læra af þeim, gera gott verk og taka hrósi og síðast en ekki síst að vera jákvæð eru ein af þeim verkefnum sem ég hef þurft að takast á við í vetur. Þessi verkefni eru komin til skila, þau skiluðu sér til mín. Á hverjum degi kom ég heim með nýbakaða upplifun sem ég mun alltaf geyma. Það var ótrúlegt að fylgjast með krökkunum taka framförum á hverjum einasta degi, krakkar sem að gátu ekki staðið í lappirnar á fyrsta degi voru farin að skíða frá toppinum á fjallinu og alla leið niður á 3ja degi. Ómetanleg reynsla, vinir til framtíðar og ný og betri ég er allt eitthvað sem að ég þakka skíðaskólanum:)

 

Í vetur kynntist ég líka hinum ýmsu krökkum, krökkum sem komu mér til að hlægja og krökkum sem að gerðu mig pirraða og reiða.                                                                                                      

Ég hugsa oft tilbaka og þá sé ég fyrir mér litlu Lucy sem að skíðaði alltaf á eftir mér og kallaði ÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁstaaaaa. Þetta öskurkall gerði það að verkum að í allan vetur var kallað á eftir mér að vinum mínum ÁÁÁÁÁÁÁÁÁstaaaaa. 

Ég hugsa um litlu Isu sem sagði á hollensku: ,, Juffí juffí, ik mut blasse!!”( Skíðakennari ég þarf að pissa) og þegar ég þaut þá með hana inní skóg heyrði ég: ,,Juffí juffí, ik blasse in mæn brúúúk, ik blasse in mein brúúúk!!” (Skíðakennari ég er að pissa á mig) Ég þurfti því að hringja í mömmu hennar og sagði á hollensku :,, Uuuuu stelpan þín pissaði eiginlega á sig, geturu sótt hana?”                                        

Ég hugsa um litla Marnix sem að datt og ég hélt að hefði lamast og hann og ég gátum ekki hætt að gráta!! Hann hafði fengið heilahristing og þurfti að gista eina nótt á spítalanum í Mittersill.                    

Ég hugsa um litla Luuk sem fór alltaf að gráta þegar hann þurfti að kveðja mömmu sína og fór síðan alltaf að gráta þegar að hann þurfti að kveðja mig.                                                                      

Ég hugsa um Lars sem fór alltaf að gráta þegar að hann datt eða þurfti sjálfur að standa upp eða þegar að hann þurfti að fara í lyftuna eða þegar hann þurfti að fara alveg uppá topp eða þegar að hann þurfti að fara einn í lyftuna eða þegar að hann þurfti að pissa eða þegar hann þurfti að fara rauðu brekku númer 3, ok ég sem sagt man eftir Lars sem að grét út af öllu.                                                            

Ég hugsa um litlu Isabellu sem að hætti ekki að tala. Hún bókstaflega sagði mér allt og í lok vikunnar vissi ég allt um hana og fjölskyldan var ekki undanskilin. Ég vissi hvað afi hennar lærði og gerði, ég vissi nákvæmlega hvernig frænka hennar leit út, ég vissi nákvæmlega leiðina að húsinu hennar í Þýskalandi, ég vissi hvað nágrannarnir hennar hétu, ég vissi hvað hundur nágrannanna hét og hvernig hann leit út og ég veit ekki hvað og hvað.                                                                                          

Síðan hugsa ég um 10-13 ára krakkana sem ég var með síðustu vikuna mína en þau voru öll jafnstór og ég eða stærri en ég. Strákarnir í hópnum voru með kjaft til að byrja með þangað til að ég eypaði bara á þá og þeir báru svo mikla virðingu fyrir mér það sem eftir var vikunnar að ég var mjög sátt. Gerði það að verkum að þau tóku framförum og við skemmtum okkur rosalega vel saman, náðum að skíða út um allt. Á verðlaunaafhendingunni fékk ég síðan uppklapp frá foreldrunum með öllu tilheyrandi og þvílíku hrósi og ópum og öskrum. Ekkert smá gott fyrir mig þar sem að báðir yfirmennirnir mínir voru þarna og þeir sögðust alfrei hafa heyrt annað eins.. 

Það eru allavega mikið af skemmtilegum sögum sem ég get rifjað upp og sagt frá, held allavega að það sé komið nóg núna.

 

Ég bið að heilsa héðan úr sólinni og hitanum sem ég fæ því miður ekki að njóta þar sem ég ligg hérna í sýklalyfjahrúgu undir sæng. Ég ætla að vera duglegri að blogga núna en þá vil ég líka fá að vita hvort að fólkið mitt er ekki alveg örugglega að lesa bloggið mitt. Ef að ég blogga meira ætliði þá að kíkja meira á síðuna??

 

Kv. Austurríska Ássí


Vinna, sofa, hlægja!

Ég vil byrja á því að afsaka sambandsleysið en það að fara á netið er ekki mín fyrsta hugsun þessa dagana! Ég hef nóg að gera alla daga og það er sjaldan dauð stund hjá mér. En ég ákvað að taka daginn í dag bara rólega þar sem að ég er í fríi í dag í fyrsta skipti síðan ég byrjaði að vinna. Mér líður hins vegar alveg rosalega vel hérna, sjaldan liðið betur. Ég er búin að kynnast fullt af nýju fólki og hingað til hefur mér gengið alveg ótrúlega vel í vinnunni. 

Vinnan er rosalega krefjandi en samt sem áður skemmti ég mér mjög vel. Fyrirkomulagið er þannig að ný námskeið byrja alltaf á sunnudögum og hvert barn getur lengst verið til föstudags en það er misjafnt hversu lengi fólk vill hafa börnin sín á námskeiðunum. Námskeiðin geta því verið til dæmis bara 1 dagur og mest 6 dagar. Síðasta sunnudag fékk ég hóp með 9 krökkum, 5 þjóðverjar og 4 hollendingar, 6-8 ára. Allir krakkarnir áttu bara að vera 4 daga en við skemmtum okkur svo vel og allir tóku svo miklum framförum að allir 9 krakkarnir framlengdu námskeiðinu um 2 daga. Ég var eini skíðakennarinn í gær sem var ennþá með alla krakkana sem byrjuðu *mont*. En já þetta gekk svona líka vel og yfirmennirnir mínir voru rosalega ánægðir svo vonandi fæ ég annan hóp ein á morgun.  

Í vinnunni lendi ég samt alltaf í veseni með nafnið mitt. Því þegar maður segir nafnið mitt þá hljómar það eins og ég heiti Auster sem er ostra, sem sagt eins og kræklingurinn ostra. Fólk hlær eiginlega alltaf þegar ég segi Ásta þannig núna heiti ég ekki lengur Ásta heldur Asta. En fyndna við það er það að einhvern vegin heyra til dæmis krakkarnir alltaf Astra og segja því alltaf Astra eins og bíllinn opel astra. Það heyrist því alltaf út um allt fjall Aaaaaastrrra. Og þá hlægja foreldrarnir og hinir skíðakennararnir. Þvílíkt vesen. Er að pæla að reyna finna mér eitthvað gælunafn :D

Annars er ég voða mikið á ferðinni eitthvað. Alla daga 40 mín keyrsla upp í fjall og síðan niður aftur. Síðan þvælist ég á milli bæja til að hitta annað hvort hina skíðakennarana eða vinkonur mínar. Ekki eins mikið MTV þessa dagana, því miður. Mér finnst ég alltaf vera þreytt en samt er ég alltaf að gera eitthvað og ef ég er ekki að gera eitthvað þá sef ég. T.d. sofnaði ég um daginn klukkan 6 um kvöldið og vaknaði ekki fyrr en vekjaraklukkan mín hringdi. Ég er voða mikið í því að fara sofa klukkan hálf 10 eða 10 núna. Ótrúlegt. En ég held að þetta sé út af endalausum hæðamuni á hverjum degi. Að búa í 800 metra hæð og vera á skíðum í 2000 metra hæð fara upp niður upp niður í 13 stiga frosti tekur á skal ég segja ykkur. Held líka að heyrnin á mér sé algjörlega í ruglinu þessa dagana. Er með króníska hellu.  

Annars veit ég voða lítið hvað ég á að segja ykkur. Set bara inn nokkrar myndir:

SDC14271 Fór til Kitzbühel að horfa á brunið mikla.

 SDC14356 Vinnugallinn! 

 SDC14462 Vinnan!

SDC14364  Ég og Gitti í afmæli!

SDC14493  Ég og Rianne, fórum Rodeln ( á sleða ) með öllum vinnufélögunum!

SDC14540 Skíðakennaraöskudagspartí!Þema:Stolt af því að vera asnaleg.

SDC14578 HEYRUMST FÓLK!! KV. AUSSIE

 

P.S. fleiri myndir fara á facebook! 


Skidakennari i ölpunum!

Ta er fyrsta vinnuvikan min lidin! Hefur tetta verid vaegast sagt atakamikid en samt sem adur skemmtilegt. Eg er buin ad vera med krakka a aldrinum 3-5 ara i vikunni og langflest höfdu aldrei stigid faeti a skidi adur.Fyrstu tveir dagarnir foru tvi mest megnis i tad ad krjupa til ad hjalpa teim i skidin, laga vettlinga, turrka ófá tár, snyta, sidan ad lyfta teim upp tegar tau duttu, hjalpa teim i og ur lyftunni og margt margt fleira. A sunnudaginn vorum vid med 20 krakka og helmingurinn af teim urdu mömmusjuk um leid og vid sögdum godan daginn, sem sagt öskrudu og gretu allan daginn. Hins vegar a tridjudag foru hlutir ad gerast og krakkarnir gatu loksins stadid i lappirnar og bremsad. A midvikudag voru tau farin ad beyja og i gaer for eg med 6 krakka uppi fjall tar sem vid erum buin ad vera skida a okkur gat. Upp nidur upp nidur upp nidur. Vid erum buin ad vera gera allskonar skemmtilega hluti, bua til pizzu og franskar(med skidunum), fljuga flugvel, keyra bila, keyra lest, bua til allskyns dyr med hreyfingum og hljodum og syngja. Vid erum buin ad skemmta okkur konunglega.

Versta er to hvad eg a stundum erfitt med ad skilja hvad tau eru ad segja. Tegar madur hugsar a islensku, heyrir hollensku og talar tysku og ensku er hausinn a manni ekki alveg ad virka. Eg er tvi oft med allsherjar höfudverk tegar eg kem heim en tetta er eitthvad sem ad eg a bara eftir ad venjast. Besta vid tetta er ad eg get bradum skipt a milli tungumala eins og ekkert se og sidan laeri eg hollensku smam saman, sem er alls ekki tad olik tyskunni. 

En annars hefur tessi fyrsta vika gengid rosalega vel og foreldrarnir voru allir rosalega anaegdir. I gaer keypti meirad segja ein mamman handa mer bjor fra straknum sinum og takkadi innilega fyrir sig og hinir sögdust barasta aldrei hafa lent i tvi adur tannig eg var mjög satt med tad. En tetta er rosalega gaman og krakkarnir eru langflestir algjör aedi. Eg er meirad segja strax komin med eitt gullkorn fra einum 4 ara strak:

Tjorven helt otaegilega mikid um ja nedri hluta likamans svo eg spurdi hvort hann tyrfti nokkud a klosettid,

Tjorven: Neiii, ad sjalfsögdu ekki.

Eg: Nuu, hvad, af hverju helduru ta svona mikid eins og tu turfir ad fara a klosettid?

Tjorven(mjög hneyksladur): Uuu af tvi ad eg fer audvitad miklu hradar tegar eg held tarna!!

Eg veit ekki alveg hvadan drengurinn fekk ta hugmynd ad hann faeri hradar med tessum haetti en tetta var oneitanlega mjöög fyndid.

 

Ad vera skidakennari er ekki alltaf audvelt en rosalega er tetta gaman. Vera uppi fjalli allan daginn i sol og rosalega godu faeri er natturulega bara olysanlegt. Ekki haegt ad bidja um meira. Eg finn lika hvad eg hef gott af tessu, ad vera bara uti og verda brun i framan og svona. Formid verdur betra og betra med hverjum deginum, to ad eg se bara buin ad vera herna i viku. En midad vid hvad skidakennarar drekka mikinn bjor ta veit eg ekki hvort ad tad eigi eftir ad verda eitthvad mikid betra formid hja mer. En tad er vanalega hittingur a hverjum degi og fa ser bara einn bjor. Sidan er alltaf djamm a midvikudögum og sidan um helgar. Margir hverjir koma samt tunnir a hverjum degi i vinnuna, eg skiiil ekki hvernig tad er haegt. Tetta er örugglega eitthvad sem er bara medfaett i tessum austurrikismönnum og hollendingum. 

 

Eg er sem sagt bara hress og lidur rosalega vel herna. Eg skal reyna ad lata vita af mer adeins oftar til ad eg skrifi ekki svona mikid en eg gaeti skrifad svona helmingi meira um allt saman herna. 

Vona ad tid reynid ad lata ykkur lida sem best a tessum erfidu timum. Hugsa til allra!

 

Tscüss,

Ásta Hulda


Skíði, skíði, skíði!! :D

Jæja mitt ágæta fólk. Þá er ég komin með mitt eigið atlæti, herbergi með öllu, klósett og sturtu og síðan eldhús. Ég er bara rosalega sátt við þetta allt saman. Ég fór síðan í gær og fékk vinnugallann minn, rosa flottann búning, blár og grænn spider galli. Ég kynntist síðan fólkinu sem ég er að fara vinna með í vetur, eiginlega bara Hollendingar en síðan alveg nokkrir heimabúar líka :) Síðan var ég sett á skíði og haldið var af stað í skoðunarleiðangur um skíðasvæðið fyrir mig :)
Hér sit ég síðan svo þreytt að ég get varla hreyft mig. Eftir tvo skíðadaga er ég algjörlega búin á því. Reyndar voru þetta ekkert venjulegir skíðadagar því ég var á einum þeim erfiðustu þrek- og tækniæfingum á skíðum sem ég hef nokkurn tíman farið á. Ég er ekki búin að stíga fæti á skíði síðan þetta eina skipti sem ég fór í fyrra og ég viðurkenni það að ég er ekkert búin að vera þjálfa mig upp áður en ég kom hingað. Ég er því með einar verstu harðsperrur sem líkami minn hefur fundið uppá því að fá og mig verkjar gjörsamlega allsstaðar. En þetta er samt sem áður rosalega gaman. Er með rosalega góðan þjálfara/kennara og ég hef, allavega ekki ennþá, ekki leyft mér að kvarta. Harka þetta bara af mér og nýt þess að pína mig á skemmtilegan hátt.. :D

Ég fór reyndar líka með vinnufélögum mínum á sleða í gær, lengstu upplýstu sleðabrautina í Evrópu.. Það var rosalegt fjör en tók alveg ágætlega á. Við stoppuðum á 4 stöðum á leiðinni þar sem að var drukkinn bjór og snafs, þannig margir hverjir voru orðnir vel í því á endasprettinu. Það sem gerði útslagið á endasprettinu var hins vegar það að við vorum svo seint á ferðinni að slökkt var á ljósunum þegar við vorum á miðri leið. Endaði það ekki vel hjá sumum, t.d. hjá mér og stelpunni sem var með mér á sleðanum, við svoleiðis dúndruðum á vegg þegar við héldum að leiðin væri bein en ekki einhver óþarfa kröpp beygja. Við lágum eftir okkur í svona 10 mín til að jafna okkur því þetta var rosalegt högg..

Síðan á morgun byrja ég að vinna. Ég veit ekkert hvernig þetta verður, ég veit hins vegar bara það að ég ætla snemma að sofa til að ég höndli að tala þýsku og halda friði í krökkunum sem ég verð líklegast að kenna. Ég byrja örugglega með annari manneskju svona til að byrja með til að læra inn á þetta og síðan tekur kennslan alfarið við, mín rosa spennt :D

Ég er síðan ekki með netið í húsinu mínu en ég labba bara yfir til oma og opa þegar ég þarf þess.. Verð því kannski ekki eins mikið á netinu og ég er vön!!

En hei, maginn minn kallar á mat, læt heyra í mér fljótlega!!

Ásta Hulda


Mætt aftur!!

Þá er ég loksins mætt aftur í land karlrembunnar, kirkjuklukknanna og snýtubréfanna! Eftir langa tveggja mánaða bið er ég komin til Austurríkis og beint í faðm oma og opa. Gekk ferðalagið áfallalaust fyrir sig fyrir utan ljóta/feita Breta og laaaanga 7 klst bið á flugvellinum í London án tónlistar, tölvu eða bókar.

Skrítið að vera komin aftur. Það er allt eins, sama lyktin og sama andrúmsloftið. Eina sem er öðruvísi er að núna tók á móti mér 10 stiga frost og snjór en ekki 30 stiga hiti og sól.. Eeen tilgangur ferðar minnar er samt sem áður að rífa upp snjóinn með mínum öflugu fótum og nýju skíðunum mínum, sem eru reyndar ekki keypt, og njóta þess að . Tilgangurinn er líka að læra að nota snýtubréf svona eitt skiptin fyrir öll og einnig að kenna fólki á skíði, en það er bara aukaatriði.. Uuuu djók, ég er að fara vinna sem skíðakennari og fá borgað í evrum, djii, ég er farin að halda að ég sé of kúl fyrir lífið :D Nei segi svona..

Annars er ég nú ekkert alveg að fatta að ég sé komin. Finnst eins og ég hafi bara verið hérna í gær. En eftir svona viku á ég pottþétt eftir að hringja heim grenjandi af heimþrá og verkjum um allan líkamann vegna ofreynslu á skíðunum. Eða meira svona vegna þess mikla óformi sem ég er í... Jiii, hlakka ég til að fá harðsperrunar maður, uu eða ekki!!

En mitt ágæta fólk, ég ætla að fara að lúlla mér þar sem að ég svaf bara 3 tíma í nótt!!

Blogga fljótlega aftur,

Ásta Hulda

P.S. Ætla líka bara að láta ykkur vita að fyrsta Beverly Hills serían mín er komin í hús við mikla gleði mína og enn meiri þrá í að kveðja raunveruleikann og kíkja í heimsókn þangað!!


Smáræði!

Meðan ég bíð eftir því að geta hámað í mig afmæliskökuna hans Helmuts þá ætla ég að taka smá látavitaafmér session... Þetta verður bara örstutt!

 

  • Ég er komin heim til Íslands.
  • Er að vinna í Intersport uppá Höfða.
  • Er rosalega hress.
  • Var í endajaxlatöku.
  • Vil fá fólk í heimsókn.
  • Á bráðum tvítugs afmæli.
  • Verð hér þangað til í janúar.
  • Fer í janúar til Austurríkis.
  • Er að fara vinna sem skíðakennari. 
  • Veit ekkert hvenær ég kem aftur.
  • Stefnan tekin á stjórnmálafræði næsta haust.

 

Mikið meira hef ég svo sem ekkert að segja. Er voðalega hugmyndaímyndunarlaus hérna heima þessa dagana. Þessi blessaða endajaxlataka fór eitthvað illa og er ég því búin að vera í lyfjamóki hérna heima en samt sem áður að drepast. Síðan er ég svo marin á kinnunum að það er eins og ég hafi verið alvarlega kýld í báðar kinnar.. 

Annars er ég voðalega mikið að einmanast hérna heima þar sem að allir vinir mínir eru svo uppteknir í háskólanum að þau hafa ekki tíma til að vorkenna mér. Klárlega of bitur, hehe!  En ég reyni nú bara að virða það og svona! 

 

Kakan er til, endilega kommentið til að ég viti hvort einhverjir kíki hérna ennþá :D

Tschüss,

Ásta Hulda 


hmm..

Já það er í lagi með mig!
Ég hef voða lítið að segja þessa dagana. Hér gengur allt sinn vanagang, skóli á hverjum degi, kaffhús á kvöldin, skoða þetta og skoða hitt, labba hingað og þangað! Peningaleysið hefur sett stórt og þykkt strik í þessa Berlínardvöl mína og er því takmörk á því sem ég get gert. Ég til dæmis rosa mikið í því að skoða rosa mikið og sjá nýja hluti en eiginlega bara utanfrá, ég labba inní bakaríin og litlu pizzu/kebap staðina sem eru út um allt bara til að sjá matinn og finna lyktina og fer síðan aftur út. Það að drekka kranavatn, borða þurrt brauð og mjúkt hrökkkex er orðið ekkert mál fyrir mig þessa dagana :) Ég fór nú samt að verlsa í dag og keypti mjólk, ost, brauð, banana og múslí þannig að ég er vel haldin :D Ég held að ég hafi rosalega gott af því að vera fátækur námsmaður því það kennir mér svo mikið að neita óþarfa freistingum og neita því sem maður heldur að maður veeeerði að fá en getur alveg beðið betri tíma!

Á þessari þriggja vikna dvöl hér í stórborginni Berlín með Silju hef ég komist að ýmsu um okkur, misskemmtilegu. Ég til dæmis er rosalega frek og Silja lætur mig alltaf komast upp með það, ekki gott. Ég verð alltaf að hafa rétt fyrir mér og Silja nennir ekki lengur að þræta við mig þannig að það er ekkert gaman lengur :). Ég hef komist að því hversu svakaleg ljóska Silja er, Svanlaug hefur greinilega skyggt á þetta en sumt er samt alveg ótrúlegt. Silja á mjög erfitt með að lesa á kort. Ég er með súper sjón og súper heyrn. Við elskum að labba í öllum laufunum og sparka í þau. Okkur finnst líka rosa gaman að fá okkur ein Kaffee Latte zum mitnehmen! Við erum í alvöru hættar með enskuslettur en þýskan er alvarlega farin að hamla okkur í að tala almennilega íslensku, mætti eiginlega kalla málið okkar ísku.. Algengasta setning ferðarinnar er klárlega: ,, Ohhh hvar er hraðbanki??" Berlínarbúar eru greinilega ekki mikið fyrir það að hafa hraðbanka áberandi og það er greinilega takmark að hafa þá helst á sem fæstum stöðum en hérna eru svona sérstök hraðbankahús þar sem eru kannki 6-8 hraðbankar saman. Þeir hugsa örugglega ahh best að hafa hraðbankana falda til að við getum vísað túristunum í vitlausar áttir!!

Í skólanum er rosa fínt en umræður tímanna hafa verið heldur of pólitískar og stundum mætti halda að ég væri bara mætt á fund með forsetum þessara landa. Hámarkinu var þó náð á mánudag í rifrildum og látum og þá sagði kennarinn stopp og jiii hvað ég var fegin. Þegar manneskja er farin að tala eins og nasisti um manneskjuna sem situr við hliðiná sér verður maður mjög reiður og hræddur. Þannig að restin af vikunni hefur einkennst af mjög erfiðum málfræðiatriðum og æfingum fyrir lokaprófið sem verður í næstu viku. Ég hélt í alvörunni að það væri bara smá próf í lokin en neinei, það fara sko tveir dagar í þetta og það er gjörsamlega allt prófað.. En annars er það bara fínt. Er bara að læra og læra ný málfræðiatriði sem ég veit ekki einu sinni hvernig eru í íslenskunni og það er bara mjög fínt. Held að ég sé alveg búin að læra helling á þessum tíma.

Ég kem annars heim 26. október sem er sunnudagurinn eftir viku! Ótrúlega skrítið að þetta sé bara að verða búið.. Verð samt alveg pínu fegin að komast heim og knúsa alla :D

Annars kveð ég að sinni,

Ásta Hulda


Hugarfarið skiptir öllu :D

Já mikið rosalega þykir mér erfitt að vera Íslendingur þessa dagana! Íslendingur í útlöndum með íslensku krúttkrónuna er eitthvað sem að enginn ætti að vilja þessa dagana. En ég Íslendingurinn druslast áfram hér um stórborgina Berlín og velti því fyrir mér hvort að evran sé jafndýr og í gær og hvort ég geti tekið 20 evrur úr hraðbanka. Það að peningurinn manns hoppi upp og niður er eitthvað sem að ég á erfitt með að skilja og ég á enn erfiðara með að fylgjast með þessu öllu saman. Aldrei veit ég fyrir hversu margar krónur ég kaupi evrurnar mínar en alltaf virðist ég fá minni og minni evrur fyrir sömu íslensku fjárhæðina. 

 Eitthvað reyndi mín að fylgjast með þessu tilfinningaþrungna ávarpi okkar blessaða forsætisráðherra og átti ég í miklum erfiðleikum með það. Mér fannst þetta eitthvað svo rosalega ómerkilegt það sem hann ákvað að segja þjóðinni að ég viðurkenni það að ég eiginlega nennti ekki að fylgjast með þessu. Glósaði nú samt það sem hann sagði og komst að því í einföldum orðum að ríki okkar Íslendinga ætlar að aðlaga íslenska bankakerfið að íslenskum aðstæðum. Hann sagði líka að fjölskyldur ættu að standa saman og að fólk eigi að standa saman í þessum erfiðu tímum sem framundan eru. Áföll eru væntanleg en fólk verður að halda ró sinni og yfirvegun. Mér finnst mjög mikilvægt að reyna að skilja þetta allt saman sem best þar sem að ég er það lítil að ég hef bara lært um svona fjárhagskrísur í sögutímum hjá honum Ragga í sögutímum í Kvennó! Ég á samt verulega erfitt með að skilja þessi áföll sem varað er við. Er þetta þannig að hinn "venjulegi" borgari missi peninginn sinn eða er þetta þannig að fólk sem hefur lifað í ríkramannalífi og verður að "venjulegum" borgara? Ég bara á rosalega erfitt með að skilja þetta. Gæti einhver verið svo góður og útskýrt þetta fyrir mér? 

Ég talaði einmitt um það í sumar að aldrei á minni lífsleið hef ég upplifað eitthvað alvarlegt. Aldrei upplifað stríð, aldrei horft upp á alvarlega fátækt og aldrei horft upp á fjárhagsvanda íslensku þjóðarinnar! Mér finnst ótrúlegt að núna sé ég á tíma sem að krakkar eiga seinna eftir að lesa um í sögubókunum sínum.

Eitt sem að mér finnst samt mikilvægast í þessu öllu saman er að ég hef fjölskylduna mína hjá mér. Meðan ég hef alla hjá mér og í kringum mig, meðan ég get talað við alla og meðan fjölskyldan mín og  standa saman þá er mér sama um peningana. Ég veit að þetta hljómar eigingjarnt en meðan ég hef fjölskylduna mína og vini þá er mér sama um allt annað. Við erum ekki skipt í sundur með aðskilnaðarmúr, það er ekki stríð- við erum ekki að missa fjölskyldumeðlimi í stríðsátökum! Meðan ég hugsa um það og þegar ég stend hjá línu þar sem múrinn hér í Berlín stóð þá er ég sátt! Ég er ánægð þegar ástin er til staðar..

Ok, þetta er einum of væmið! Vil bara að öllum líði vel og taki einn dag í einu. Eins og hinn sanni nútímaÍslendingur segir: ,, Þetta reddast!" Þó að þetta sé ekki alveg svona einfalt þá er ég að meina að best er að hugsa jákvætt :D

Annars er ég eiginlega búin að vera veik alla helgina. Búin að vera slöpp, með hausverk, hálsbólgu og hor. Ekki skemmtilegt þegar engin mamma eða oma er til staðar! En ég er annars bara búin að vera taka það rólega og læra og kíkja á markaði og svona hérna..

Ætla samt ekki að hafa það lengra, er að fara halda uppá 20 ára og 2 mánaða afmælið hennar Silju í dag :D

En annars bara, hugsa jákvætt og taka lífinu með ró og reyna að gera sem best úr þessu öllu saman!  

Kv. Ásta Hulda

 

P.S. ef að þið eruð alveg brjál yfir þessu jákvæða bloggi mínu, endilega segiði mér það þá!!  


Berlínarbolla í Berlín!

Þá er ég búin að vera í Berlín í viku og er þessi fyrsta vika hér búin að vera ótrúlega skemmtileg. Ég byrjaði náttúrulega í skólanum á mánudaginn og eftir þessa viku ég er rosalega sátt. Kennarinn minn er æði, algjört nörd en mjög fyndinn, krakkarnir í bekknum eða réttara sagt fullorðna fólkið í bekknum er rosalega fínt og okkur kemur öllum rosalega vel saman. Námsefnið er alveg í þyngra laginu en við einhvern vegin náum öll að gera þetta í sameiningu passlega erfitt. Námið er krefjandi en ég finn að ég læri meira og meira með hverjum deginum sem er mjög gott. 

Berlín er að mínu mati mjög sérstök stórborg. Ég í raun finn ekkert fyrir því að ég sé í borg fyrr en að ég þarf að koma mér á milli staða. Hálftími í skólann, 40 mín til Silju, klukkutími þetta og hitt. En samgöngukerfið hérna er frábært. Þegar ég er að labba niður á stoppustöðina mína til að fara í skólann og ég sé sporvagninn minn keyra framhjá þá skiptir það engu máli því næsti kemur eftir mesta lagi 3 mínútur. Það er ekkert mál að læra á þetta, fyrsta daginn minn var ég pínu áttavillt en núna finnst mér þetta ekkert mál! Hins vegar verð ég að viðurkenna það að mér finnst Berlín alls ekki falleg borg. Borgin er ennþá frekar hrörleg og hrá síðan fyrir fall múrsins og það er alveg augljóst hvenær maður er í Vestur Berlín og hvenær maður er í Austur. Síðan, hvar sem þú ert, er veggjakrot eða götulist. Það er alls staðar út um allt. Það í raun kom mér pínu á óvart, þetta er eins og þetta sé bara hluti af menningu Berlínar því þetta er út um allt. En það sem mér líkar best við borgina er hvað það er mikill gróður út um allt. Það eru tré alls staðar og svona garðar eða parks út um allt sem að er að mínu mati mjög kósí. 

Annars erum ég og Silja búnar að labba gjörsamlega út um alla borg og við erum bara með endalausa verki í löppunum. Litla táin mín er gjörsamlega ónýt og ég er með króníska táfýlu. Þegar maður er búinn að vera á tánnum og í flipflops í heilt sumar og allt í einu fara í sokka og skó þar sem tærnar manns gjörsamlega soðna þá held ég nú að þetta sé alveg eðlilegt, en lyktin er alveg frekar sterk. Ég sat til dæmis í lest í vikunni og allt í einu fór ég að hugsa oj hvaða lykt er þetta, þá var þetta sem sagt táfýlan mín, freeeekar vandræðalegt!!

En hér í Berlín er endalaust kalt. Ég er komin með hálsbólgu og mér er alltaf kalt. Ég fékk loksins að hita herbergið mitt í dag og það munar þvílíkt miklu. En síðan er ég nefnilega bara með sumarföt hér þannig ég er alltaf í svona 5 peysum undir jakkanum mínum en samt er mér kalt. Fáránlegt! Síðan í vikunni þegar ég og Silja vorum að labba um kom þessi þvílíka hellidemba og við ekki með neina regnhlíf og það var svoo ógeðslega kalt jii minn eini... En við sögðum bara neii pff hvað er þetta við erum harðir Íslendingar og hlupum því út um allt í rigningunni og ég sver það við vorum einu manneskjurnar á ferli. Allir borgarbúarnir stóðu inní búðum eða undir þakköntum, en nei ekki við.. Þetta olli rennblautum fötum og skóm og er mjög líklega ástæðan fyrir hálsbólgunni minni núna!!

Við vorum líka um daginn að fara leita að H&M til að kaupa húfur og vettlinga og neinei rákumst við ekki bara á þetta risastóra mall sem við höfðum aldrei heyrt um áður. Það fyndna við þetta var að þetta mall er á Alexanderplatz og við erum búnar að labba framhjá því á hverjum einasta degi! Frekar hallærislegt, vera bara að labba í rólegheitunum og bara hei nei hérna er barasta mall á þremur hæðum með eeeendalaust af búðum!!

Ég er hins vegar þessa dagana frekar lágt sett út af peningamálum. Evran er í dag 156 krónur og það er bara allt of mikið. Ég er því bara með hrökkkex, ost og múslí og borða það dagsdaglega! Ég er orðin algjör fátæklingur og nískupúki. Ég leita alltaf af lægstu verðunum og ég tímdi ekki einu sinni að kaupa mér vettlinga á 4 evrur um daginn því ég var svo viss um að ég myndi finna ódýrari einhvers staðar annarstaðar. Okkur var síðan bent á að um helgar eru alltaf second hand fatamarkaðir út um allt þannig að um helgina ætla ég að drífa mig í því að finna húfu og vettlinga á helst bara 2 evrur og einhverja þykka þykka peysu. Þessa dagana finnst mér bara hlægilegt að vera Íslendingur. Það er orðið svo dýrt að lifa að það er vandræðalegt og halló það er snjór heima. HAAALLLÓÓÓ, það er rétt kominn október, hvað er í gangi spyr ég nú bara. Ég er allavega alvarlega farin að halda að ég eigi eftir að festast í Evrópu í vinnu sem borgar mér í evrum og tala bara þýsku alla daga. Sé ekki fram á að ég geti haft það gott á Íslandinu góða með þann pening sem ég á í dag, þó að ég sakni þess óendandlega mikið! Hlakka rosalega til að koma heim.. En svona er það víst að vera fátækur námsmaður. Held að þetta sé bara hluti af lífsleiðinni minni, eitthvað sem ég þarf að komast í gegnum og læra af. Mér finnst bara hræðilegt hvernig stjórnvöld eru búin að koma fram við þjóðina og það er auðveldlega hægt að kenna þeim um þetta hræðilega ástand sem hefur myndast á Íslandi. Þetta var vitað mál að þetta myndi gerast en enginn gerði neitt í þessu. 

En já ætla að hætta að babbla um þetta!!

Í gær fórum ég og Silja í skólahitting og það mættu alveg 5. Mjög fínt samt. Fengum okkur tvo bjóra og síðan var orðið svo kalt að við keyptum okkur bara súkkulaði og fórum heim að horfa á Fríðu og dýrið. Síðan var frí í dag því að það er sameiningardagur Þýskalands, eiginlega þjóðhátíðardagurinn. Fyrsta sem að ég hugsaði þegar við stigum út úr húsinu ohhh ég vona að við fáum eitthvað frítt. Silja hló bara en neinei þegar við komum á lestastöðina á Alexanderplatz þá var okkur gefin BERLÍNARBOLLA og váááá hvað ég var sátt. Mín fyrsta berlínarbolla og það í Berlín, þetta var best í heimi :D Ég var svo sátt og var orðin þvílíkt spennt fyrir áframhaldinu en jiii hvað við urðum fyrir miklum vonbrigðum. Jújú rosalega mikið af fólki en hvaaaar var stemningin. Það var enginn með þýska fánann, það var eiginlega enginn með gasblöðru, engin andlitsmálning og enginn 17. júní söngur. Það voru tónleikar hjá Brandenburger Tor en það var bara einhver ópera, reyndar frekar töff, en síðan var bara ekkert. Það var verið að selja húfur, boli, kúrekahatta, eyrnalokka, hringa og you name it en ekkert í þessum þjóðhátíðardags anda. Þannig að við settumst bara upp í strætó og keyrðum um bæinn í svona hálftíma og fórum síðan bara heim...

En allavega.. ég ætla að óska sjálfri mér til hamingju með að hafa skrifað lengstu og leiðinlegustu færslu í geimi og óska þeim til hamingju sem komust í gegnum þessa klessu :D

 

Reyni að blogga oftar og minni í einu!! :D

 

Kv. frá Berlínarbúanum Ástu Huldu 


Næsta síða »

Um bloggið

Ásta Hulda Ármann

Höfundur

Ásta Hulda Ármann
Ásta Hulda Ármann
Aðeins 5 sekúndur í hinn stóra heim!

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • SDC14578
  • SDC14540
  • SDC14493
  • SDC14364
  • SDC14462

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband